Sport

Dag­skráin í dag: Ís­lenskur í­þrótta­leikur í beinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Keflavík mætri Skallagrími á útivelli í kvöld.
Keflavík mætri Skallagrími á útivelli í kvöld. vísir/bára

Það verður nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 Sports í dag og þar má meðal finna íslenskan íþróttaleik í beinni.

Dagurinnn hefst snemma en klukkan 16.30 hefst leikur AC Milan og Sassuolo á Stöð 2 Sport 2.

Inter Milan, toppliðið, mætir Spezia klukkan 18.40 en á sama tíma mætir Juventus Parma á heimavelli.

Skallagrímur og Keflavík eigast svo við í Domino's deild kvenna klukkan 19.05 en þetta er fyrsti íþróttaleikurinn í háa herrans tíð.

Real Madrid þarf þrjú stig gegn Cádiz í toppbaráttunni á Spáni en klukkan 21.30 er það svo GTS Iceland: Tier 1.

Síðasta útsending dagsins er frá LPGA túrnum er sýnt verður frá Hugel-Air Premia LA Open.

Allar beinar útsendingar dagsins sem og næstu daga má sjá hér.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.