Fólk í heimasóttkví fær heimsóknir en ekki frá lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2021 12:14 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er kominn aftur til starfa eftir smá frí. vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að eftirlit með fólki sem kemur til landsins og fer í heimasóttkví verði aukið með tvennum hætti. Annars vegar skerpt á símtölum til fólks og þeim fjölgað. Hins vegar fær fólk í heimasóttkví heimsókn frá aðilum sem þó er ekki lögregla. Nýleg reglugerð á landamærum heimilar öllum sem koma til landsins og hafa dvalarstað að fara í fimm daga heimasóttkví í stað þess að fara á sóttvarnahótel. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til aukið eftirlit með heimasóttkví sem nú er að komast mynd á. Víðir segir eftirlitið fyrst og fremst leiðbeinandi. „Það sem við erum að gera núna er að skerpa á þeim símtölum sem fólk fær. Það fá allir núna eitt símtal og við ætlum að fjölga þeim símtölum. Skerpa á að fara yfir gátlistann. Hjálpa fólki að skilja þetta betur,“ segir Víðir og vísar til þess að fólk hafi verið að túlka sóttkví með ólíkum hætti. „Svo er stefnan að setja í gang heimsóknir sem eru af sama meiði.“ Ræða við öryggisfyrirtæki Með heimsóknum til fólks eigi að hjálpa því að vanda sig í sóttkví, gera hana markvissari og betri. Auka gæði hennar. „Við erum fyrst og fremst að horfa á áhættumatið í þessu eftirliti út frá því að reyna að skerpa á leiðbeiningum og hjálpa fólki að skilja betur.“ Tala þurfi við fólk einu sinni, kannski tvisvar eða jafnvel þrisvar og svo mögulega kíkja í heimsókn til að ganga úr skugga um að fólk sinni sóttkví rétt. „Þetta verður ekki lögreglueftirlit. Ekki lögregla sem fer í heimsóknir eða eitthvað slíkt. Við erum að skoða að gera samninga við aðila, þeir vinna undir faglegri stjórn sóttvarnalæknis. Lögregla fer ekki í þessar heimsóknir.“ Slíkir aðilar gætu verið öryggisfyrirtæki. „Það er alveg möguleiki. Það hafa tvö öryggisfyrirtæki sett sig í samband við okkur og lýst yfir vilja að koma í samstarf. Við erum í miklu samstarfi við þessi fyrirtæki, til dæmis í sóttvarnahúsunum, úti á Keflavíkurflugvelli, í sýnatökum hérna á höfuðborgarsvæðinu og þau hafa verið góðir samstarsðilar. Það gæti verið mjög hentugt að gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Nýleg reglugerð á landamærum heimilar öllum sem koma til landsins og hafa dvalarstað að fara í fimm daga heimasóttkví í stað þess að fara á sóttvarnahótel. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til aukið eftirlit með heimasóttkví sem nú er að komast mynd á. Víðir segir eftirlitið fyrst og fremst leiðbeinandi. „Það sem við erum að gera núna er að skerpa á þeim símtölum sem fólk fær. Það fá allir núna eitt símtal og við ætlum að fjölga þeim símtölum. Skerpa á að fara yfir gátlistann. Hjálpa fólki að skilja þetta betur,“ segir Víðir og vísar til þess að fólk hafi verið að túlka sóttkví með ólíkum hætti. „Svo er stefnan að setja í gang heimsóknir sem eru af sama meiði.“ Ræða við öryggisfyrirtæki Með heimsóknum til fólks eigi að hjálpa því að vanda sig í sóttkví, gera hana markvissari og betri. Auka gæði hennar. „Við erum fyrst og fremst að horfa á áhættumatið í þessu eftirliti út frá því að reyna að skerpa á leiðbeiningum og hjálpa fólki að skilja betur.“ Tala þurfi við fólk einu sinni, kannski tvisvar eða jafnvel þrisvar og svo mögulega kíkja í heimsókn til að ganga úr skugga um að fólk sinni sóttkví rétt. „Þetta verður ekki lögreglueftirlit. Ekki lögregla sem fer í heimsóknir eða eitthvað slíkt. Við erum að skoða að gera samninga við aðila, þeir vinna undir faglegri stjórn sóttvarnalæknis. Lögregla fer ekki í þessar heimsóknir.“ Slíkir aðilar gætu verið öryggisfyrirtæki. „Það er alveg möguleiki. Það hafa tvö öryggisfyrirtæki sett sig í samband við okkur og lýst yfir vilja að koma í samstarf. Við erum í miklu samstarfi við þessi fyrirtæki, til dæmis í sóttvarnahúsunum, úti á Keflavíkurflugvelli, í sýnatökum hérna á höfuðborgarsvæðinu og þau hafa verið góðir samstarsðilar. Það gæti verið mjög hentugt að gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fleiri fréttir Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent