Fólk í heimasóttkví fær heimsóknir en ekki frá lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2021 12:14 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn er kominn aftur til starfa eftir smá frí. vísir/vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir að eftirlit með fólki sem kemur til landsins og fer í heimasóttkví verði aukið með tvennum hætti. Annars vegar skerpt á símtölum til fólks og þeim fjölgað. Hins vegar fær fólk í heimasóttkví heimsókn frá aðilum sem þó er ekki lögregla. Nýleg reglugerð á landamærum heimilar öllum sem koma til landsins og hafa dvalarstað að fara í fimm daga heimasóttkví í stað þess að fara á sóttvarnahótel. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til aukið eftirlit með heimasóttkví sem nú er að komast mynd á. Víðir segir eftirlitið fyrst og fremst leiðbeinandi. „Það sem við erum að gera núna er að skerpa á þeim símtölum sem fólk fær. Það fá allir núna eitt símtal og við ætlum að fjölga þeim símtölum. Skerpa á að fara yfir gátlistann. Hjálpa fólki að skilja þetta betur,“ segir Víðir og vísar til þess að fólk hafi verið að túlka sóttkví með ólíkum hætti. „Svo er stefnan að setja í gang heimsóknir sem eru af sama meiði.“ Ræða við öryggisfyrirtæki Með heimsóknum til fólks eigi að hjálpa því að vanda sig í sóttkví, gera hana markvissari og betri. Auka gæði hennar. „Við erum fyrst og fremst að horfa á áhættumatið í þessu eftirliti út frá því að reyna að skerpa á leiðbeiningum og hjálpa fólki að skilja betur.“ Tala þurfi við fólk einu sinni, kannski tvisvar eða jafnvel þrisvar og svo mögulega kíkja í heimsókn til að ganga úr skugga um að fólk sinni sóttkví rétt. „Þetta verður ekki lögreglueftirlit. Ekki lögregla sem fer í heimsóknir eða eitthvað slíkt. Við erum að skoða að gera samninga við aðila, þeir vinna undir faglegri stjórn sóttvarnalæknis. Lögregla fer ekki í þessar heimsóknir.“ Slíkir aðilar gætu verið öryggisfyrirtæki. „Það er alveg möguleiki. Það hafa tvö öryggisfyrirtæki sett sig í samband við okkur og lýst yfir vilja að koma í samstarf. Við erum í miklu samstarfi við þessi fyrirtæki, til dæmis í sóttvarnahúsunum, úti á Keflavíkurflugvelli, í sýnatökum hérna á höfuðborgarsvæðinu og þau hafa verið góðir samstarsðilar. Það gæti verið mjög hentugt að gera það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Nýleg reglugerð á landamærum heimilar öllum sem koma til landsins og hafa dvalarstað að fara í fimm daga heimasóttkví í stað þess að fara á sóttvarnahótel. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til aukið eftirlit með heimasóttkví sem nú er að komast mynd á. Víðir segir eftirlitið fyrst og fremst leiðbeinandi. „Það sem við erum að gera núna er að skerpa á þeim símtölum sem fólk fær. Það fá allir núna eitt símtal og við ætlum að fjölga þeim símtölum. Skerpa á að fara yfir gátlistann. Hjálpa fólki að skilja þetta betur,“ segir Víðir og vísar til þess að fólk hafi verið að túlka sóttkví með ólíkum hætti. „Svo er stefnan að setja í gang heimsóknir sem eru af sama meiði.“ Ræða við öryggisfyrirtæki Með heimsóknum til fólks eigi að hjálpa því að vanda sig í sóttkví, gera hana markvissari og betri. Auka gæði hennar. „Við erum fyrst og fremst að horfa á áhættumatið í þessu eftirliti út frá því að reyna að skerpa á leiðbeiningum og hjálpa fólki að skilja betur.“ Tala þurfi við fólk einu sinni, kannski tvisvar eða jafnvel þrisvar og svo mögulega kíkja í heimsókn til að ganga úr skugga um að fólk sinni sóttkví rétt. „Þetta verður ekki lögreglueftirlit. Ekki lögregla sem fer í heimsóknir eða eitthvað slíkt. Við erum að skoða að gera samninga við aðila, þeir vinna undir faglegri stjórn sóttvarnalæknis. Lögregla fer ekki í þessar heimsóknir.“ Slíkir aðilar gætu verið öryggisfyrirtæki. „Það er alveg möguleiki. Það hafa tvö öryggisfyrirtæki sett sig í samband við okkur og lýst yfir vilja að koma í samstarf. Við erum í miklu samstarfi við þessi fyrirtæki, til dæmis í sóttvarnahúsunum, úti á Keflavíkurflugvelli, í sýnatökum hérna á höfuðborgarsvæðinu og þau hafa verið góðir samstarsðilar. Það gæti verið mjög hentugt að gera það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira