Handbolti

Drauga­marks­leikurinn verður endur­tekinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ekki liggur fyrir hvenær leikur Stjörnunnar og KA/Þórs verður endurtekinn.
Ekki liggur fyrir hvenær leikur Stjörnunnar og KA/Þórs verður endurtekinn. vísir/daníel

Leikur Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta verður endurtekinn. Endurskipaður áfrýjunardómstóll staðfesti fyrri dóm dómstólsins.

Þetta kemur fram á Akureyri.net í dag. Sem kunnugt er vann KA/Þór Stjörnuna í Garðabænum 13. febrúar, 26-27, þrátt fyrir að hafa aðeins skorað 26 mörk í leiknum. Vegna mistaka á ritaraborði var eitt marka Akureyrarliðsins oftalið.

 Stjarnan kærði úrslit leiksins en dómstóll HSÍ vísaði kröfu félagsins frá. Áfrýjunardómstóll HSÍ sneri dómnum hins vegar við og féllst á kröfu Stjörnunnar að leikurinn skyldi endurtekinn.

KA/Þór óskaði eftir því að málið yrði tekið fyrir á ný hjá áfrýjunardómstólnum en skipan hans yrði önnur.

Áfrýjunardómstólinn hefur nú staðfest fyrri niðurstöðu dómstólsins og leikur þarf því að fara aftur fram.

Ljóst er að úrslit hans geta haft mikil áhrif á lokaniðurstöðu Olís-deildarinnar. KA/Þór er með eins stigs forskot á toppi deildarinnar en Stjarnan er í 6. sæti hennar.

Uppfært kl. 13.30: HSÍ hefur nú birt dóminn á vef sínum og má lesa hann hér.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir

„Ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins“

Framkvæmdastjóri KA er gáttaður á úrskurði áfrýjunardómstóls HSÍ um að endurtaka eigi leik KA/Þórs og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna. Akureyringar hafa eitt og annað við málsmeðferðina að athuga og segja að gleymst hafi að tilkynna þeim um áfrýjunina.

Endurtaka þarf leik Stjörnunnar og KA/Þórs

Samkvæmt heimildum Vísis hefur Áfrýjunardómstóll HSÍ ógilt úrslit Stjörnunnar og KA/Þórs og komist að þeirri niðurstöðu að endurtaka þurfi leikinn.

Draugamarkið í Mýrinni stendur

Úrslitin í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna 13. febrúar síðastliðinn standa þrátt fyrir að eitt marka KA/Þórs hafi verið oftalið. Dómstóll HSÍ hefur úrskurðað í málinu.

Misskilningurinn í Mýrinni

Draugamarkið svokallaða í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olís-deild kvenna í handbolta var að sjálfsögðu til umfjöllunar í Seinni bylgjunni.

Síðasta sambærilega dæmið frá 2007 og þá stóðu úrslitin

Kæra handknattleiksdeildar Stjörnunnar á úrslitum í leik gegn KA/Þór í Olís-deild kvenna á laugardaginn er komin inn á borð dómstóls HSÍ. KA/Þór vann leikinn, 26-27, en mistök á ritaraborði urðu til þess að eitt marka liðsins var oftalið. Síðasta sambærilega dæmið um að úrslit hafi verið kærð vegna rangrar skráningar marka er frá 2007.

Draugamark í Garðabæ í sigri KA/Þór

KA/Þór vann dramatískan sigur á Stjörnunni í gær. Samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambandsins endaði leikurinn 27-26 en norðanstúlkur virðast bara hafa skorað 26 mörk í leiknum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.