Handbolti

Garðbæingar kæra eigin framkvæmd - Óska eftir jafntefli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leik í Garðabæ.
Úr leik í Garðabæ.

Stjórn handknattleiksdeildar Stjörnunnar hefur kært framkvæmd leiks Stjörnunnar og KA/Þór í Olís-deild kvenna sem fram fór í gær.

Tólfta mark Stjörnunnar var fyrst um sinn skráð á KA/Þór og staðan því 18-11 á þeim tímapunkti en þegar þau mistök uppgötvuðust var stöðunni breytt í 18-12 í stað 17-12 eins og staðan raunverulega var.

Leiknum lauk með eins marks sigri KA/Þór, 26-27, en Garðbæingar óska eftir því að úrslitunum verði breytt í jafntefli.

Yfirlýsing frá Stjórn Stjörnunnar vegna leiks Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild kvenna 

Mistök áttu sér stað í leik Stjörnunnar og KA/Þórs í Olísdeild Kvenna þann 13.febrúar. Í fyrri hálfleik leiksins eru ranglega skráð 18 mörk á KA/Þór en í raun skoraði KA/Þór 17 mörk. Það er hafið yfir allan vafa að hálfleikstölur leiksins hefðu því átt að vera 12-17, en ekki 12-18. Í ljósi þess að markið hafði áhrif á niðurstöðu leiksins hefur Stjórn Handknattleiksdeildar Stjörnunnar ákveðið að kæra framkvæmd leiksins vegna ofangreindra mistaka. Þetta atvik er ekki einungis leiðinlegt fyrir Stjörnuna heldur einnig KA/Þór og alla aðila sem komu að þessum leik. Handknattleiksdeild Stjörnunnar óskar eftir því að úrslit leiksins verði leiðrétt. 

Virðingarfyllst, Pétur Bjarnason.


Tengdar fréttir

Draugamark í Garðabæ í sigri KA/Þór

KA/Þór vann dramatískan sigur á Stjörnunni í gær. Samkvæmt heimasíðu Handknattleikssambandsins endaði leikurinn 27-26 en norðanstúlkur virðast bara hafa skorað 26 mörk í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×