„Ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 12:15 KA/Þór er ekki sátt með vinnubrögð HSÍ og áfrýjunardómstóls sambandsins. vísir/hag Framkvæmdastjóri KA er gáttaður á úrskurði áfrýjunardómstóls HSÍ um að endurtaka eigi leik KA/Þórs og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna. Akureyringar hafa eitt og annað við málsmeðferðina að athuga og segja að gleymst hafi að tilkynna þeim um áfrýjunina. Félögunum var tilkynnt um ákvörðun áfrýjunardómstólsins í gær. Hún kom KA/Þór í opna skjöldu. „Við erum eiginlega orðlaus yfir þessu og sérstaklega málsmeðferðinni sem er ótrúleg í alla staði. Það gleymist að tilkynna okkur um að málinu hafi verið áfrýjað og það hafi verið tekið fyrir hjá áfrýjunardómstólnum. Allar málsmeðferðarreglur sem þekkjast í íslensku réttarfarsríki voru brotnar,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Vísi í dag. Hann segir rangt að KA/Þór hafi ekki látið málið sérstaklega til sín taka eins og segir í dómi áfrýjunardómstólsins. Hann má lesa með því að smella hér. Leikurinn fór fram 13. febrúar. KA/Þór vann hann, 26-27, en eitt marka liðsins var oftalið vegna mistaka á ritaraborði. Dómstóll HSÍ staðfesti úrslit leiksins 1. mars en Stjarnan áfrýjaði þremur dögum seinna. „Þá ber HSÍ að tilkynna okkur sem málsaðila en það gleymist. Dómstólnum ber að kalla eftir staðfestingu og gögnum frá okkur ef við viljum koma með greinargerð. Það gerist ekki og þar af leiðandi náum við aldrei að taka til varna í málinu,“ sagði Sævar. „Við vissum ekkert um dóminn fyrr en það er búið að úrskurða í málinu sem eru ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins.“ Eini aðilinn sem tapar í málinu Niðurstaðan kom KA/Þór á óvart og Sævar segir skrítið að lið geti kært eigin framkvæmd og það bitni á hinu liðinu. „Hún hlýtur að opna á alls konar fordæmi, að heimaliðið sem er að tapa leik geti gert mistök á klukku og svo endurtekið leikinn. Stjarnan kærir framkvæmd Stjörnunnar í þessum leik og vinnur málið,“ sagði Sævar. „Samkvæmt niðurstöðunni er allur málskostnaður felldur niður sem þýðir að þrátt fyrir að við höfum ekkert komið nálægt framkvæmdinni erum við eini aðilinn sem tapar í málinu, bæði stigum og þetta mun kosta okkur fullt af pening.“ Förum með þetta eins langt og hægt er KA/Þór ætlar að óska eftir endurupptöku málsins hjá áfrýjunardómstólnum og er tilbúið að fara með málið lengra. „Við förum með þetta eins langt og hægt er. Til að byrja með óskum við eftir endurupptöku hjá áfrýjunardómstólnum þar sem þeir gleyma að tilkynna okkur um þetta. Svo munum við leita til áfrýjunardómstóls ÍSÍ og höfum tilkynnt HSÍ að við munum jafnvel leita á náðir almennra dómstóla þar sem við teljum gróflega á okkur brotið með þessari málsmeðferð,“ sagði Sævar. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn verður endurtekinn. „Ég sé ekki fram á að hann verði leikinn á næstu vikum. Við munum fara með þetta mál alla leið og það mun taka þónokkuð margar vikur að vinna það,“ sagði Sævar. Leikurinn verður væntanlega óspilaður langt fram á vor „Við mætum ekki í þennan leik við Stjörnuna fyrr en úr málinu verður skorið fyrir þeim dómstólum sem við munum leita til. Hvaða áhrif það hefur á úrslitakeppnina geri ég mér ekki grein fyrir en þessi leikur verður væntanlega óspilaður langt fram á vor.“ KA/Þór er á toppi Olís-deildarinnar en Stjarnan í 6. sætinu þegar tveimur umferðum er ólokið. Sex liða úrslitakeppni tekur svo við. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Félögunum var tilkynnt um ákvörðun áfrýjunardómstólsins í gær. Hún kom KA/Þór í opna skjöldu. „Við erum eiginlega orðlaus yfir þessu og sérstaklega málsmeðferðinni sem er ótrúleg í alla staði. Það gleymist að tilkynna okkur um að málinu hafi verið áfrýjað og það hafi verið tekið fyrir hjá áfrýjunardómstólnum. Allar málsmeðferðarreglur sem þekkjast í íslensku réttarfarsríki voru brotnar,“ sagði Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, í samtali við Vísi í dag. Hann segir rangt að KA/Þór hafi ekki látið málið sérstaklega til sín taka eins og segir í dómi áfrýjunardómstólsins. Hann má lesa með því að smella hér. Leikurinn fór fram 13. febrúar. KA/Þór vann hann, 26-27, en eitt marka liðsins var oftalið vegna mistaka á ritaraborði. Dómstóll HSÍ staðfesti úrslit leiksins 1. mars en Stjarnan áfrýjaði þremur dögum seinna. „Þá ber HSÍ að tilkynna okkur sem málsaðila en það gleymist. Dómstólnum ber að kalla eftir staðfestingu og gögnum frá okkur ef við viljum koma með greinargerð. Það gerist ekki og þar af leiðandi náum við aldrei að taka til varna í málinu,“ sagði Sævar. „Við vissum ekkert um dóminn fyrr en það er búið að úrskurða í málinu sem eru ótrúleg vinnubrögð af hálfu HSÍ og áfrýjunardómstólsins.“ Eini aðilinn sem tapar í málinu Niðurstaðan kom KA/Þór á óvart og Sævar segir skrítið að lið geti kært eigin framkvæmd og það bitni á hinu liðinu. „Hún hlýtur að opna á alls konar fordæmi, að heimaliðið sem er að tapa leik geti gert mistök á klukku og svo endurtekið leikinn. Stjarnan kærir framkvæmd Stjörnunnar í þessum leik og vinnur málið,“ sagði Sævar. „Samkvæmt niðurstöðunni er allur málskostnaður felldur niður sem þýðir að þrátt fyrir að við höfum ekkert komið nálægt framkvæmdinni erum við eini aðilinn sem tapar í málinu, bæði stigum og þetta mun kosta okkur fullt af pening.“ Förum með þetta eins langt og hægt er KA/Þór ætlar að óska eftir endurupptöku málsins hjá áfrýjunardómstólnum og er tilbúið að fara með málið lengra. „Við förum með þetta eins langt og hægt er. Til að byrja með óskum við eftir endurupptöku hjá áfrýjunardómstólnum þar sem þeir gleyma að tilkynna okkur um þetta. Svo munum við leita til áfrýjunardómstóls ÍSÍ og höfum tilkynnt HSÍ að við munum jafnvel leita á náðir almennra dómstóla þar sem við teljum gróflega á okkur brotið með þessari málsmeðferð,“ sagði Sævar. Ekki liggur fyrir hvenær leikurinn verður endurtekinn. „Ég sé ekki fram á að hann verði leikinn á næstu vikum. Við munum fara með þetta mál alla leið og það mun taka þónokkuð margar vikur að vinna það,“ sagði Sævar. Leikurinn verður væntanlega óspilaður langt fram á vor „Við mætum ekki í þennan leik við Stjörnuna fyrr en úr málinu verður skorið fyrir þeim dómstólum sem við munum leita til. Hvaða áhrif það hefur á úrslitakeppnina geri ég mér ekki grein fyrir en þessi leikur verður væntanlega óspilaður langt fram á vor.“ KA/Þór er á toppi Olís-deildarinnar en Stjarnan í 6. sætinu þegar tveimur umferðum er ólokið. Sex liða úrslitakeppni tekur svo við. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna KA Þór Akureyri Stjarnan Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira