Tatum frábær í naumum sigri Boston og toppliðin unnu öll Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 07:31 Tatum var frábær í liði Celtics í nótt. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann eins stigs sigur á Portland Trail Blazers, 116-115, en annars var allt eftir bókinni. Boston Celtics virðast vera að hitna nú þegar styttist í úrslitakeppnina og höfðu unnið þrjá í röð fyrir leik næturinnar á meðan Portland hefur hikstað. Leikurinn var frábær skemmtun og nokkuð jafn nær allan tímann þó Dame Lillard og félagar hafi verið yfirhöndina framan af fyrri hálfleik. Munurinn var aldrei meira en nokkur stig fram í fjórða leikhluta þegar Celtics náðu átta stiga forystu, 99-91. Lillard jafnaði metin fyrir Portland í 109-109 með frábæru þriggja stiga skoti úr horninu þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Portland var svo komið stigi yfir þegar mínúta var eftir, 112-111. Fljótt skipast veður í lofti en Boston nýtti tvær næstu sóknir og var 116-112 yfir áður en Norman Powell minnkaði muninn í 116-115 sem reyndust lokatölur leiksins. Damian Lillard var stigahæstur hjá Portland með 28 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Carmelo Anthony með 25 stig. Jayson Tatum skoraði 32 stig í liði Celtics ásamt því að taka níu fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Jaylen Brown kom þar á eftir með 24 stig. @jaytatum0 drops 25 of his 32 PTS in the 2nd half... @celtics win their 4th in a row! #BleedGreen pic.twitter.com/nG4UGDsNhe— NBA (@NBA) April 14, 2021 Kyle Kuzma skorðai 24 stig er Los Angeles Lakers vann Charlotte Hornets, 101-93. Bojan Bogdanović skoraði 23 stig fyrir Utah Jazz er liðið vann Oklahoma City Thunder með tíu stiga mun, 106-96. Kevin Durant skoraði 31 stig þegar Brooklyn Nets valtaði yfir Minnesota Timberwolves, 127-97. Paul George skoraði 36 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 126-115. Var þetta sjötti sigurleikur Clippers í röð. Paul George sparks the @LAClippers 6th win in a row! #ClipperNation 36 PTS, 7 REB, 8 AST 4th straight 30-point game pic.twitter.com/o8FhXo3XYQ— NBA (@NBA) April 14, 2021 Bogdan Bogdanović skoraði jafn mörg og nafni sinn Bojan er Atlanta Hawks vann Toronto Raptors 108-103.Clint Capela skoraði 19 stig og tók 21 frákast í liði Atlanta á meðan Pascal Siakam skoraði 30 stig í liði Raptors. Að lokum valtaði Phoenix Suns yfir Miami Heat, 106-86, þar sem sex leikmenn Suns skoruðu 12 stig eða meira. Deandre Ayton þeirra stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 13 fráköst. Staðan í deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Boston Celtics virðast vera að hitna nú þegar styttist í úrslitakeppnina og höfðu unnið þrjá í röð fyrir leik næturinnar á meðan Portland hefur hikstað. Leikurinn var frábær skemmtun og nokkuð jafn nær allan tímann þó Dame Lillard og félagar hafi verið yfirhöndina framan af fyrri hálfleik. Munurinn var aldrei meira en nokkur stig fram í fjórða leikhluta þegar Celtics náðu átta stiga forystu, 99-91. Lillard jafnaði metin fyrir Portland í 109-109 með frábæru þriggja stiga skoti úr horninu þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Portland var svo komið stigi yfir þegar mínúta var eftir, 112-111. Fljótt skipast veður í lofti en Boston nýtti tvær næstu sóknir og var 116-112 yfir áður en Norman Powell minnkaði muninn í 116-115 sem reyndust lokatölur leiksins. Damian Lillard var stigahæstur hjá Portland með 28 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Carmelo Anthony með 25 stig. Jayson Tatum skoraði 32 stig í liði Celtics ásamt því að taka níu fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Jaylen Brown kom þar á eftir með 24 stig. @jaytatum0 drops 25 of his 32 PTS in the 2nd half... @celtics win their 4th in a row! #BleedGreen pic.twitter.com/nG4UGDsNhe— NBA (@NBA) April 14, 2021 Kyle Kuzma skorðai 24 stig er Los Angeles Lakers vann Charlotte Hornets, 101-93. Bojan Bogdanović skoraði 23 stig fyrir Utah Jazz er liðið vann Oklahoma City Thunder með tíu stiga mun, 106-96. Kevin Durant skoraði 31 stig þegar Brooklyn Nets valtaði yfir Minnesota Timberwolves, 127-97. Paul George skoraði 36 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 126-115. Var þetta sjötti sigurleikur Clippers í röð. Paul George sparks the @LAClippers 6th win in a row! #ClipperNation 36 PTS, 7 REB, 8 AST 4th straight 30-point game pic.twitter.com/o8FhXo3XYQ— NBA (@NBA) April 14, 2021 Bogdan Bogdanović skoraði jafn mörg og nafni sinn Bojan er Atlanta Hawks vann Toronto Raptors 108-103.Clint Capela skoraði 19 stig og tók 21 frákast í liði Atlanta á meðan Pascal Siakam skoraði 30 stig í liði Raptors. Að lokum valtaði Phoenix Suns yfir Miami Heat, 106-86, þar sem sex leikmenn Suns skoruðu 12 stig eða meira. Deandre Ayton þeirra stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 13 fráköst. Staðan í deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins