Ólöglegt eftirlit á Akranesi Karl Hrannar Sigurðsson skrifar 13. apríl 2021 12:01 Á Akranesi fer fram eftirlit með hraðakstri ökumanna. Slíkt eftirlit er auðvitað gott og blessað, enda mikilvægt að ökumenn keyri innan hraðamarka til að tryggja öryggi sitt og annarra vegfarenda. Eftirlitið á Akranesi fer þó fram með fremur athyglisverðum hætti. Hvítri bifreið af gerðinni Volkswagen Caddy er lagt hér og þar um bæinn, oftast ólöglega. Í bifreiðinni er myndavél sem tekur myndir af þeim sem aka of hratt. Hún ber ekki með sér að vera lögreglubifreið, enda ekki merkt sem slík. Ég gef mér þó að þarna sé lögregla á ferð, eða a.m.k. aðili sem þjónustar lögregluna á einhvern hátt. Undirritaður þekkir þó nokkra sem lent hafa í klóm bifreiðarinnar, sumir þeirra oftar einu sinni. Má eftirlitið fara fram með leynd? Um eftirlitið og þær myndir sem teknar eru í hvítu bifreiðinni gilda lög nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Í lögunum er tiltekið að vinnsla á persónuupplýsingum, þ.e. myndataka í þessu tilfelli, eigi að fara fram með sanngjörnum hætti. Í því felst að gagnsæi verður að vera til staðar gagnvart einstaklingum, þ.e. að þeir séu meðvitaðir um eftirlitið. Á kröfunni um gagnsæi eru þó að sjálfsögðu ákveðnar undantekningar. Henni er ekki ætlað að koma í veg fyrir að löggæsluyfirvöld sinni starfsemi sem miðar að því að koma í veg fyrir, rannsaka, koma upp um, saksækja fyrir refsiverð brot eða fullnægja refsiviðurlögum. Slík starfsemi verður þó að teljast nauðsynleg og hófleg ráðstöfun. Í einföldu máli má segja að vöktun með leynd sé heimil í ákveðnum tilvikum þar sem vægari úrræði duga ekki til. Gefum okkur til dæmis að rökstuddur grunur sé uppi um að tilteknir einstaklingar standi að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Lögregla grípur til þess ráðs að hlera símtöl þeirra. Hér gefur augaleið að óheppilegt væri að upplýsa hina meintu fíkniefnasala um eftirlitið, enda myndu þeir eflaust grípa á það ráð að eiga tiltekin samskipti með öðrum hætti en í gegnum síma. Þar með gætu þeir haldið áfram að komast upp með hið meinta ólögmæta athæfi. Í þessu tilfelli má segja að vöktun með leynd sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir refsivert brot og ekki þarf því að upplýsa um hana. Hið sama verður ekki sagt um eftirlit með hraðakstri ökumanna. Ólíkt hinum meintu fíkniefnasölum, þá er yfirleitt ekki um einbeittan brotavilja að ræða hjá ökumönnum og ólíklegt að þeir grípi til ráðstafana til að komast upp með þá háttsemi að keyra of hratt, svo sem fari aðra leið til að svala þörf sinni fyrir hraðakstur. Með vitneskju um staðsetningu lögreglunnar grípa flestir ökumenn á það sjálfsagða ráð að virða hraðamörk. Eftirlit með leynd er því á engan hátt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir brot þeirra. Undirritaður vill taka fram að hann er á engan hátt talsmaður hraðaksturs og öll erum við eflaust sammála um að hann er hættulegur. Með sýnileika lögreglu er komið í veg fyrir hraðakstur og hættunni sem af honum hlýst er afstýrt. Þegar lögregla liggur í leyni er hinu hættulega ástandi aftur á móti viðhaldið og aðferðin því ekki til þess fallin að tryggja öryggi ökumanna og annarra vegfarenda. Höfundur býr á Akranesi og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Persónuvernd Umferðaröryggi Akranes Lögreglan Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Á Akranesi fer fram eftirlit með hraðakstri ökumanna. Slíkt eftirlit er auðvitað gott og blessað, enda mikilvægt að ökumenn keyri innan hraðamarka til að tryggja öryggi sitt og annarra vegfarenda. Eftirlitið á Akranesi fer þó fram með fremur athyglisverðum hætti. Hvítri bifreið af gerðinni Volkswagen Caddy er lagt hér og þar um bæinn, oftast ólöglega. Í bifreiðinni er myndavél sem tekur myndir af þeim sem aka of hratt. Hún ber ekki með sér að vera lögreglubifreið, enda ekki merkt sem slík. Ég gef mér þó að þarna sé lögregla á ferð, eða a.m.k. aðili sem þjónustar lögregluna á einhvern hátt. Undirritaður þekkir þó nokkra sem lent hafa í klóm bifreiðarinnar, sumir þeirra oftar einu sinni. Má eftirlitið fara fram með leynd? Um eftirlitið og þær myndir sem teknar eru í hvítu bifreiðinni gilda lög nr. 75/2019 um vinnslu persónuupplýsinga í löggæslutilgangi. Í lögunum er tiltekið að vinnsla á persónuupplýsingum, þ.e. myndataka í þessu tilfelli, eigi að fara fram með sanngjörnum hætti. Í því felst að gagnsæi verður að vera til staðar gagnvart einstaklingum, þ.e. að þeir séu meðvitaðir um eftirlitið. Á kröfunni um gagnsæi eru þó að sjálfsögðu ákveðnar undantekningar. Henni er ekki ætlað að koma í veg fyrir að löggæsluyfirvöld sinni starfsemi sem miðar að því að koma í veg fyrir, rannsaka, koma upp um, saksækja fyrir refsiverð brot eða fullnægja refsiviðurlögum. Slík starfsemi verður þó að teljast nauðsynleg og hófleg ráðstöfun. Í einföldu máli má segja að vöktun með leynd sé heimil í ákveðnum tilvikum þar sem vægari úrræði duga ekki til. Gefum okkur til dæmis að rökstuddur grunur sé uppi um að tilteknir einstaklingar standi að stórfelldum fíkniefnainnflutningi. Lögregla grípur til þess ráðs að hlera símtöl þeirra. Hér gefur augaleið að óheppilegt væri að upplýsa hina meintu fíkniefnasala um eftirlitið, enda myndu þeir eflaust grípa á það ráð að eiga tiltekin samskipti með öðrum hætti en í gegnum síma. Þar með gætu þeir haldið áfram að komast upp með hið meinta ólögmæta athæfi. Í þessu tilfelli má segja að vöktun með leynd sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir refsivert brot og ekki þarf því að upplýsa um hana. Hið sama verður ekki sagt um eftirlit með hraðakstri ökumanna. Ólíkt hinum meintu fíkniefnasölum, þá er yfirleitt ekki um einbeittan brotavilja að ræða hjá ökumönnum og ólíklegt að þeir grípi til ráðstafana til að komast upp með þá háttsemi að keyra of hratt, svo sem fari aðra leið til að svala þörf sinni fyrir hraðakstur. Með vitneskju um staðsetningu lögreglunnar grípa flestir ökumenn á það sjálfsagða ráð að virða hraðamörk. Eftirlit með leynd er því á engan hátt nauðsynlegt til að koma í veg fyrir brot þeirra. Undirritaður vill taka fram að hann er á engan hátt talsmaður hraðaksturs og öll erum við eflaust sammála um að hann er hættulegur. Með sýnileika lögreglu er komið í veg fyrir hraðakstur og hættunni sem af honum hlýst er afstýrt. Þegar lögregla liggur í leyni er hinu hættulega ástandi aftur á móti viðhaldið og aðferðin því ekki til þess fallin að tryggja öryggi ökumanna og annarra vegfarenda. Höfundur býr á Akranesi og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun