Lausnin er úti á landi Guðmundur Gunnarsson skrifar 11. apríl 2021 09:01 Þetta er grein um það hvernig við ætlum að vaxa út úr kreppunni. Spyrna okkur aftur upp. Sigla út úr öldudalnum. Ég gæti notað allar klisjurnar. Þetta er svoleiðis grein. Nema, hún er ekki um það hvernig við ætlum að endurvekja fortíðina. Hún er ekki rómantískt afturhvarf til áranna fyrir grímuskyldu. Þetta er ekki svoleiðis grein. Þessi grein er skrifuð út frá öðru sjónarhorni. Með augum landsbyggðatúttu sem hefur takmarkaðan áhuga á að færa allt í fyrra horf. Þessi grein fjallar um vannýttu tækifærin úti á landi. Þið vitið, svæðið sem nær yfir bróðurpart landsins og hýsir okkar fámennustu, en jafnframt öflugustu, samfélög. Svæðið sem við ranglega tölum um í eintölu en ættum auðvitað alltaf að vísa til í fleirtölu. Vegna stærðar og mikilvægis. Mitt innlegg er að við breytum viðhorfi okkar til landsbyggðanna. Þá aðallega, viðhorfi okkar til opinberra framkvæmda á landsbyggðunum. Hefjum okkur upp úr því afdankaða viðhorfi að fjárfestingar hins opinbera úti á landi séu einhver ölmusa. Eins og þeirra eini tilgangur sé að seinka hinu óumflýjanlega og gera nógu lítið til að halda í horfinu. Hið rétta er að það er einmitt á þessum svæðum sem okkar stærstu ónýttu tækifæri lúra. Okkar allra mestu verðmæti. Í fólkinu, fyrirtækjunum og umhverfinu. Ég er að tala um fjárfestingu sem endurspeglar raunverulega trú á samfélögin. Áætlun sem nærir æðakerfið í dreifbýlinu. Í þorpunum. Þar sem viðspyrnan býr. Tökum Árneshrepp sem dæmi. Algjört jaðardæmi. Svæði sem hefur verið haldið í einangrun frá grunnkerfum samfélagsins frá upphafi. Þar býr enn fólk sem berst á hæl og hnakka við að halda hreppnum í byggð. Skapar sín eigin tækifæri þrátt fyrir endalaust andstreymi. Skýrt dæmi um kraftinn sem kraumar í þeim samfélögum þar sem sjálf lífsbaráttan er barningur. Og við erum bara að tala um að veita þeim sambærileg tækifæri og við hin njótum. Þjónustu sem þau eiga rétt á. Án tillits til búsetu. Ég vil að við nálgumst uppbyggingu í dreifbýlinu eins og hverja aðra metnaðarfulla opinbera fjárfestingu. Eins og að byggja spítala, flugvöll eða þjóðarleikvang. Og nei, ég er ekki að tala um að eitt útiloki annað eða stilla dreifbýlinu upp andspænis borginni. Ég er að tala um að koma þessum löngu tímabæru áformum á kortið, stilla upp heildstæðu plani sem tekur til uppbyggingar allra grunnkerfa. Veita landsbyggðunum sömu tækifæri, sömu þjónustu, sambærilegt öryggi. Það er lang arðbærasta fjárfestingin sem þjóð, umvafin auðlindum, getur ráðist í. Gott dæmi um slíka nálgun er til dæmis að finna í boðuðum breytingum á þjónustu í þágu farsældar barna. Það er framtíðarsýnin og metnaðurinn sem ég vil sjá fyrir landsbyggðirnar. Allar okkar fyrri áætlanir fyrir landsbyggðirnar eiga það sameiginlegt að skorta þrótt og hugrekki. Þær skortir nægilegt eldsneyti til að leysa kraftinn úti á landi úr læðingi. Ég er að kalla eftir áformum sem endurspegla framtíðarsýnina sem landsbyggðirnar verðskulda. Við munum öll hagnast á því. Svo snýst þetta líka á endanum um réttlæti. Að við einsetjum okku að jafna aðgengi að opinberri þjónustu og grunnkerfum um allt land. Eins og okkur ber að gera. Getan til að skjóta efnahag landsins aftur upp eins og korktappa býr nefnilega í þorpunum. Við eigum að að hafa kjarkinn til að veðja á þau. Þótt fyrr hefði verið. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Vinnumarkaður Guðmundur Gunnarsson Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er grein um það hvernig við ætlum að vaxa út úr kreppunni. Spyrna okkur aftur upp. Sigla út úr öldudalnum. Ég gæti notað allar klisjurnar. Þetta er svoleiðis grein. Nema, hún er ekki um það hvernig við ætlum að endurvekja fortíðina. Hún er ekki rómantískt afturhvarf til áranna fyrir grímuskyldu. Þetta er ekki svoleiðis grein. Þessi grein er skrifuð út frá öðru sjónarhorni. Með augum landsbyggðatúttu sem hefur takmarkaðan áhuga á að færa allt í fyrra horf. Þessi grein fjallar um vannýttu tækifærin úti á landi. Þið vitið, svæðið sem nær yfir bróðurpart landsins og hýsir okkar fámennustu, en jafnframt öflugustu, samfélög. Svæðið sem við ranglega tölum um í eintölu en ættum auðvitað alltaf að vísa til í fleirtölu. Vegna stærðar og mikilvægis. Mitt innlegg er að við breytum viðhorfi okkar til landsbyggðanna. Þá aðallega, viðhorfi okkar til opinberra framkvæmda á landsbyggðunum. Hefjum okkur upp úr því afdankaða viðhorfi að fjárfestingar hins opinbera úti á landi séu einhver ölmusa. Eins og þeirra eini tilgangur sé að seinka hinu óumflýjanlega og gera nógu lítið til að halda í horfinu. Hið rétta er að það er einmitt á þessum svæðum sem okkar stærstu ónýttu tækifæri lúra. Okkar allra mestu verðmæti. Í fólkinu, fyrirtækjunum og umhverfinu. Ég er að tala um fjárfestingu sem endurspeglar raunverulega trú á samfélögin. Áætlun sem nærir æðakerfið í dreifbýlinu. Í þorpunum. Þar sem viðspyrnan býr. Tökum Árneshrepp sem dæmi. Algjört jaðardæmi. Svæði sem hefur verið haldið í einangrun frá grunnkerfum samfélagsins frá upphafi. Þar býr enn fólk sem berst á hæl og hnakka við að halda hreppnum í byggð. Skapar sín eigin tækifæri þrátt fyrir endalaust andstreymi. Skýrt dæmi um kraftinn sem kraumar í þeim samfélögum þar sem sjálf lífsbaráttan er barningur. Og við erum bara að tala um að veita þeim sambærileg tækifæri og við hin njótum. Þjónustu sem þau eiga rétt á. Án tillits til búsetu. Ég vil að við nálgumst uppbyggingu í dreifbýlinu eins og hverja aðra metnaðarfulla opinbera fjárfestingu. Eins og að byggja spítala, flugvöll eða þjóðarleikvang. Og nei, ég er ekki að tala um að eitt útiloki annað eða stilla dreifbýlinu upp andspænis borginni. Ég er að tala um að koma þessum löngu tímabæru áformum á kortið, stilla upp heildstæðu plani sem tekur til uppbyggingar allra grunnkerfa. Veita landsbyggðunum sömu tækifæri, sömu þjónustu, sambærilegt öryggi. Það er lang arðbærasta fjárfestingin sem þjóð, umvafin auðlindum, getur ráðist í. Gott dæmi um slíka nálgun er til dæmis að finna í boðuðum breytingum á þjónustu í þágu farsældar barna. Það er framtíðarsýnin og metnaðurinn sem ég vil sjá fyrir landsbyggðirnar. Allar okkar fyrri áætlanir fyrir landsbyggðirnar eiga það sameiginlegt að skorta þrótt og hugrekki. Þær skortir nægilegt eldsneyti til að leysa kraftinn úti á landi úr læðingi. Ég er að kalla eftir áformum sem endurspegla framtíðarsýnina sem landsbyggðirnar verðskulda. Við munum öll hagnast á því. Svo snýst þetta líka á endanum um réttlæti. Að við einsetjum okku að jafna aðgengi að opinberri þjónustu og grunnkerfum um allt land. Eins og okkur ber að gera. Getan til að skjóta efnahag landsins aftur upp eins og korktappa býr nefnilega í þorpunum. Við eigum að að hafa kjarkinn til að veðja á þau. Þótt fyrr hefði verið. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun