Kyrie keyrði Knicks í kaf og Mavericks lagði topplið Jazz Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 07:30 Kyrie Irving skoraði 40 stig er Brooklyn Nets vann nauman sigur á New York Knicks í borgarslag New York-borgar. Al Bello/Getty Images Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Brooklyn Nets vann New York Knicks í slagnum um New York, 114-112, þökk sé ótrúlegum leik Kyrie Irving. Julius Randle var með þrefalda tvennu í liði New York. Þá lagði Dallas Mavericks lagði topplið deildarinnar Utah Jazz, 111-103, þökk sé frábærum leik Luka Dončić. James Harden sneri aftur í byrjunarlið Nets eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum. Hann entist aðeins í rúmar fjórar mínútur og Nets því án Harden og Kevins Durant í leik næturinnar. Kyrie Irving, þriðja ofurstjarna liðsins, var hins vegar með og setti liðið einfaldlega á sínar herðar þegar allt var undir. Knicks byrjuðu leikinn reyndar betur og voru tíu stigum yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik fór Kyrie að hitna og komst Nets í kjölfarið inn í leikinn. Fjórði og síðasti leikhluti leiksins var svo æsispennandi en þegar 25 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan jöfn 112-112. Nets náðu langri sókn þar sem brotið var á Jeff Green. Hann setti bæði vítaskotin niður og staðan 114-112 fyrir Nets þegar 3.7 sekúndur voru til leiksloka. Julius Randle átti möguleika á að jafna metin fyrir Knicks en sniðskot hans geigaði og Nets vann borgarslaginn, lokatölur 114-112. Kyrie Irving skoraði 40 stig í leiknum ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Þar á eftir kom maðurinn sem tryggði sigurinn, Jeff Green, með 23 stig. Þó Randle hafi ekki verið stigahæstur hjá Knicks þá var hann þeirra besti maður í nótt. Hann endaði með þrefalda tvennu en hann skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. RJ Barrett var hins vegar stigahæstur með 22 stig. Kyrie drops 40 Tough bucket after tough bucket for @KyrieIrving in the @BrooklynNets win. pic.twitter.com/vnhW3pNrKj— NBA (@NBA) April 6, 2021 Topplið NBA-deildarinnar sótti Luka Dončić og félaga í Dallas Mavericks heim. Undir lok fyrsta leikhluta tóku heimamenn völdin og neituðu einfaldlega að gefa hana upp á bátinn. Staðan í hálfleik 50-42 Dallas í vil sem áttu eftir að gera enn betur í þriðja leikhluta. Staðan að honum loknum var 87-69 en Dončić skoraði 16 stig í leikhlutanum. Utah klóraði í bakkann í fjórða leikhluta en var í raun aldrei nálægt því að vinna leikinn, lokatölur í Dallas 111-103 heimamönnum í vil. Það ætti ekki að koma á óvart að Dončić hafi endaði stigahæstur í liði Dallas en það gæti komið á óvart að hann einnig flestar stoðsendingar og tók flest fráköst. Slóveninn skoraði 31 stig, gaf átta stoðsendingar og tók níu fráköst. Dorian Finney-Smith kom þar á eftir með 23 stig. @luka7doncic (31 PTS, 9 REB, 8 AST) leads the @dallasmavs to 5 straight wins! pic.twitter.com/cmmt4DlE61— NBA (@NBA) April 6, 2021 Hjá Utah var Mike Conley Jr. stigahæstur með 28 stig ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Rudy Gobert var með tvöfalda tvennu en hann skoraði 14 stig og tók 15 fráköst. Phoenix Suns heldur áfram að gera það gott þó liðið hafi aðeins rétt svo unnið Houston Rockets í nótt, 133-130 lokatölur þar. Var þetta sjötti sigur Suns í röð en liðið hefur nú unnið 27 af síðustu 33 leikjum sínum. Devin Booker fór mikinn að venju og skoraði 36 stig á meðan Chris Paul skoraði 19 og gaf 11 stoðsendingar 36 PTS for @DevinBook.18 in the 4th quarter. 27 PTS for @DeandreAyton.11 boards, 2 blocks. 6 straight for the @Suns.27-6 in last 33 games. pic.twitter.com/2KZ1eiQXdW— NBA (@NBA) April 6, 2021 Önnur úrslit Minnesota Timberwolves 116-106 Sacramento Kings Oklahoma City Thunder 108-132 Detroit Pistons San Antonio Spurs 101-125 Cleveland Cavaliers Toronto Raptors 103-101 Washington Wizards NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Þá lagði Dallas Mavericks lagði topplið deildarinnar Utah Jazz, 111-103, þökk sé frábærum leik Luka Dončić. James Harden sneri aftur í byrjunarlið Nets eftir að hafa misst af síðustu tveimur leikjum. Hann entist aðeins í rúmar fjórar mínútur og Nets því án Harden og Kevins Durant í leik næturinnar. Kyrie Irving, þriðja ofurstjarna liðsins, var hins vegar með og setti liðið einfaldlega á sínar herðar þegar allt var undir. Knicks byrjuðu leikinn reyndar betur og voru tíu stigum yfir í hálfleik. Í síðari hálfleik fór Kyrie að hitna og komst Nets í kjölfarið inn í leikinn. Fjórði og síðasti leikhluti leiksins var svo æsispennandi en þegar 25 sekúndur voru eftir af leiknum var staðan jöfn 112-112. Nets náðu langri sókn þar sem brotið var á Jeff Green. Hann setti bæði vítaskotin niður og staðan 114-112 fyrir Nets þegar 3.7 sekúndur voru til leiksloka. Julius Randle átti möguleika á að jafna metin fyrir Knicks en sniðskot hans geigaði og Nets vann borgarslaginn, lokatölur 114-112. Kyrie Irving skoraði 40 stig í leiknum ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Þar á eftir kom maðurinn sem tryggði sigurinn, Jeff Green, með 23 stig. Þó Randle hafi ekki verið stigahæstur hjá Knicks þá var hann þeirra besti maður í nótt. Hann endaði með þrefalda tvennu en hann skoraði 19 stig, tók 15 fráköst og gaf 12 stoðsendingar. RJ Barrett var hins vegar stigahæstur með 22 stig. Kyrie drops 40 Tough bucket after tough bucket for @KyrieIrving in the @BrooklynNets win. pic.twitter.com/vnhW3pNrKj— NBA (@NBA) April 6, 2021 Topplið NBA-deildarinnar sótti Luka Dončić og félaga í Dallas Mavericks heim. Undir lok fyrsta leikhluta tóku heimamenn völdin og neituðu einfaldlega að gefa hana upp á bátinn. Staðan í hálfleik 50-42 Dallas í vil sem áttu eftir að gera enn betur í þriðja leikhluta. Staðan að honum loknum var 87-69 en Dončić skoraði 16 stig í leikhlutanum. Utah klóraði í bakkann í fjórða leikhluta en var í raun aldrei nálægt því að vinna leikinn, lokatölur í Dallas 111-103 heimamönnum í vil. Það ætti ekki að koma á óvart að Dončić hafi endaði stigahæstur í liði Dallas en það gæti komið á óvart að hann einnig flestar stoðsendingar og tók flest fráköst. Slóveninn skoraði 31 stig, gaf átta stoðsendingar og tók níu fráköst. Dorian Finney-Smith kom þar á eftir með 23 stig. @luka7doncic (31 PTS, 9 REB, 8 AST) leads the @dallasmavs to 5 straight wins! pic.twitter.com/cmmt4DlE61— NBA (@NBA) April 6, 2021 Hjá Utah var Mike Conley Jr. stigahæstur með 28 stig ásamt því að gefa sjö stoðsendingar. Rudy Gobert var með tvöfalda tvennu en hann skoraði 14 stig og tók 15 fráköst. Phoenix Suns heldur áfram að gera það gott þó liðið hafi aðeins rétt svo unnið Houston Rockets í nótt, 133-130 lokatölur þar. Var þetta sjötti sigur Suns í röð en liðið hefur nú unnið 27 af síðustu 33 leikjum sínum. Devin Booker fór mikinn að venju og skoraði 36 stig á meðan Chris Paul skoraði 19 og gaf 11 stoðsendingar 36 PTS for @DevinBook.18 in the 4th quarter. 27 PTS for @DeandreAyton.11 boards, 2 blocks. 6 straight for the @Suns.27-6 in last 33 games. pic.twitter.com/2KZ1eiQXdW— NBA (@NBA) April 6, 2021 Önnur úrslit Minnesota Timberwolves 116-106 Sacramento Kings Oklahoma City Thunder 108-132 Detroit Pistons San Antonio Spurs 101-125 Cleveland Cavaliers Toronto Raptors 103-101 Washington Wizards NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins