Innlent

Bein út­sending Vísis frá gos­stöðvunum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frá gossvæðinu í dag.
Frá gossvæðinu í dag. Vísir/Vilhelm

Vísir verður í beinni útsendingu frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga. Elísabet Inga Sigurðardóttir fréttamaður og Arnar Halldórsson tökumaður eru á svæðinu, fara yfir vendingar dagsins og mynda nýja hraunið.

Uppfært: Beinu útsendingunni er lokið en hér fyrir neðan má sjá nokkrar upptökur úr henni.

Klippa: Þyrlur sveima yfir nýju sprungunum
Klippa: Björn Steinbekk: Maður verður auðmjúkur gagnvart náttúrunni
Klippa: Hraunið á leið yfir neyðarveginn
Klippa: Skoða hvort hægt sé að opna aftur þegar öryggi er tryggt
Klippa: Nýja hraunið flæðir niður hlíðarnar

Um hádegisbil í dag bárust fréttir af því að ný sprunga hefði opnast norðaustur af upphaflegum gosstöðvum í Geldingadölum. Þunnfljótandi hraun úr sprungunni hefur nú runnið til austurs, ofan í Merardali.

Klippa: Nýja hraunið kom á óvart

Í kjölfarið var auka mannskapur lögreglu og björgunarsveita kallaður út til að sinna rýmingu á svæðinu, sem sögð er hafa gengið vel. Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan hafa aðstoðað við aðgerðir á svæðinu.

Klippa: Skiptir mestu máli að það verði ekki slys

Í fréttinni hér að neðan er að finna vakt þar sem fjallað verður um nýjustu vendingar á svæðinu.


Tengdar fréttir

Til­komu­miklar myndir af nýju sprungunum

Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er við gosstöðvarnar á Reykjanesskaga, þar sem hraun flæðir nú ofan í Meradali úr sprungum sem opnuðust í dag.

Rýming gengið vel þó fólk hafi „að­eins maldað í móinn“

Rýming viðbragðsaðila í og við Geldingadali hefur gengið vel, að sögn Gunnars Schram, yfirlögregluþjóns á Suðurnesjum. Nokkur hundruð manns hafi verið á svæðinu þega ný sprunga opnaðist skammt frá upphaflegu gossvæði í hádeginu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×