Körfubolti

Jón Axel allt í öllu hjá Skyliners

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Axel átti frábæran leik í dag.
Jón Axel átti frábæran leik í dag. Fraport Skyliners

Jón Axel Guðmundsson átti stórleik í átta stiga sigri Fraport Skyliners á Crailsheim Merlins í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í dag, lokaölur 92-84.

Skyliners hafði tapað þremur leikjum í röð áður en kom að leik dagsins. Ef ekki hefði verið fyrir Jón Axel hefði liðið eflaust tapað sínum fjórða leik í röð í dag.

Grindvíkingurinn var allt í öllu í sóknarleik liðsins og skoraði 22 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar og taka þrjú fráköst.

Eftir sigur dagsins eru Jón Axel og félagar með 22 stig í 10. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Bamberg sem er í 8. sæti en það er síðasta sætið sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppni deildarinnar.

Liðin eiga níu til sjö leiki eftir af deildarkeppninni áður en úrslitakeppnin hefst. Bamberg á tvo leiki til góða á Skyliners.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.