Sara ætlar sér að eiga epískustu endurkomuna í sögu CrossFit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 09:01 Sara Sigmundsdóttir er staðráðin í því að koma sterkari til baka eftir þessi erfiðu hnémeiðsli. Hugarfar hennar hefur vakið hrifingu og athygli. Instagram/@wit.fitness Það er mikill hugur og engin uppgjöf í íslensku CrossFit stjörnunni Söru Sigmundsdóttur og jákvæðni hennar hefur ekki aðeins fengið mikið hrós úr hennar herbúðum heldur einnig verið umfjöllunarefni í erlendum miðlum. Það er ekki hægt annað en að hrífast af því hvernig Sara Sigmundsdóttir hefur tekist á við mótlætið eftir að hafa meiðst illa á hné aðeins nokkrum dögum fyrir nýtt tímabil. Þetta var tímabilið þar sem hún ætlaði að verða sú besta í heimi eftir vonbrigði síðustu ára. Christine Beswick hjá vefsíðu Fitnessvolt fjallar um meiðsli Söru og hvað Suðurnesjakonan sagði í sínu fyrsta viðtali eftir að hún sleit krossband í hné. Sara talar þar um það að hún ætli sér að verða betri íþróttamaður eftir þessi erfiðu meiðsli sem hafa af henni allt 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara er að lyfta á fullu þrátt fyrir meiðslin og áður en hún fer í aðgerðina til að laga slitna krossbandið. Sara segist alltaf setja sér markmið og hún hefur þegar sett sér markmið áður en kemur að aðgerðinni. Nú tekur hún fyrir einn mánuð í einu. „Ég er vinna með sjúkraþjálfara og við byrjuðum æfingar í gær. Við erum að reyna að viðhalda sem mestum vöðvamassa í fótunum eins og ég get. Ég hef því þegar markmið fram að aðgerðinni. Eftir aðferðina þá mun ég setja mér nýtt mánaðarmarkmið. Eftir þann mánuð kemur svo nýtt markmið,“ sagði Sara. Sara veit hversu mikilvægt hugfar hennar er í þessu öllu saman. Hún bar niðurbrotin eftir að hún meiddi sig en núna neitar hún að líta á 2021 sem slæmt ár. Hún er staðráðin í að gera aftur æfinguna sem kostaði hana krossbandið. Hún er líka staðráðin í því að líta ekki á sig sem fórnarlamb þótt hún viðurkenni að mannlegi þátturinn hafi herjað á hana um tíma. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Ég hef mína styrktaraðila. Ég á aðdáendur. Ég á mína fjölskyldu. Ég líta á þetta að þau séu öll að lifa þetta í gegnum mig. Nú kom þetta fyrir og þau geta ekki upplifað þetta með mér. Ég hef því þegar ákveðið það að þessi meiðsli munu bara gera mig enn einbeittari í því að eiga epískustu endurkomuna í sögu CrossFit íþróttarinnar,“ sagði Sara. „Ég er staðráðin í að fylgja þessu. Um leið og ég læt neikvæðnina ná tökum á mér, fer að vorkenna sjálfri mér, að sjá mig sem fórnarlamb eða velta því fyrir mér af hverju þerra gerist alltaf fyrir mig. Þá endurstilli ég mig og segi við sjálfa mig: Þetta gerðist fyrir mig og ég geta tekið á þessu á réttan hátt. Ég ætla að nota mér þetta til að vera enn sterkari í framtíðinni,“ sagði Sara í þessu magnaða viðtali. CrossFit Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira
Það er ekki hægt annað en að hrífast af því hvernig Sara Sigmundsdóttir hefur tekist á við mótlætið eftir að hafa meiðst illa á hné aðeins nokkrum dögum fyrir nýtt tímabil. Þetta var tímabilið þar sem hún ætlaði að verða sú besta í heimi eftir vonbrigði síðustu ára. Christine Beswick hjá vefsíðu Fitnessvolt fjallar um meiðsli Söru og hvað Suðurnesjakonan sagði í sínu fyrsta viðtali eftir að hún sleit krossband í hné. Sara talar þar um það að hún ætli sér að verða betri íþróttamaður eftir þessi erfiðu meiðsli sem hafa af henni allt 2021 tímabilið. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Sara er að lyfta á fullu þrátt fyrir meiðslin og áður en hún fer í aðgerðina til að laga slitna krossbandið. Sara segist alltaf setja sér markmið og hún hefur þegar sett sér markmið áður en kemur að aðgerðinni. Nú tekur hún fyrir einn mánuð í einu. „Ég er vinna með sjúkraþjálfara og við byrjuðum æfingar í gær. Við erum að reyna að viðhalda sem mestum vöðvamassa í fótunum eins og ég get. Ég hef því þegar markmið fram að aðgerðinni. Eftir aðferðina þá mun ég setja mér nýtt mánaðarmarkmið. Eftir þann mánuð kemur svo nýtt markmið,“ sagði Sara. Sara veit hversu mikilvægt hugfar hennar er í þessu öllu saman. Hún bar niðurbrotin eftir að hún meiddi sig en núna neitar hún að líta á 2021 sem slæmt ár. Hún er staðráðin í að gera aftur æfinguna sem kostaði hana krossbandið. Hún er líka staðráðin í því að líta ekki á sig sem fórnarlamb þótt hún viðurkenni að mannlegi þátturinn hafi herjað á hana um tíma. View this post on Instagram A post shared by WIT (@wit.fitness) „Ég hef mína styrktaraðila. Ég á aðdáendur. Ég á mína fjölskyldu. Ég líta á þetta að þau séu öll að lifa þetta í gegnum mig. Nú kom þetta fyrir og þau geta ekki upplifað þetta með mér. Ég hef því þegar ákveðið það að þessi meiðsli munu bara gera mig enn einbeittari í því að eiga epískustu endurkomuna í sögu CrossFit íþróttarinnar,“ sagði Sara. „Ég er staðráðin í að fylgja þessu. Um leið og ég læt neikvæðnina ná tökum á mér, fer að vorkenna sjálfri mér, að sjá mig sem fórnarlamb eða velta því fyrir mér af hverju þerra gerist alltaf fyrir mig. Þá endurstilli ég mig og segi við sjálfa mig: Þetta gerðist fyrir mig og ég geta tekið á þessu á réttan hátt. Ég ætla að nota mér þetta til að vera enn sterkari í framtíðinni,“ sagði Sara í þessu magnaða viðtali.
CrossFit Mest lesið Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Enski boltinn McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Golf Martröð á fyrstu æfingu í Róm Fótbolti Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Íslenski boltinn Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Körfubolti Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Fleiri fréttir Wirtz strax kominn á hættusvæði Gátu ekki stokkið í algjöru úrhelli í Lausanne Martröð á fyrstu æfingu í Róm Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Féll fimm metra við að fagna marki Dagskráin: Big Ben í fyrsta sinn, Blikar í Evrópu og Besta deild kvenna Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Erfitt að horfa á félagana detta út Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Sjá meira