Eru börnin okkar nægilega upplýst? Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir skrifar 28. mars 2021 14:00 Vinsældir TikTok, Snapchat og fleiri samfélagsmiðla eru miklar og þá sérstaklega hjá börnum sem oft á tíðum eru á þessum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki náð tilskildum aldri, þ.e. 13 ára. Margir foreldrar finna fyrir miklum þrýstingi frá börnum sínum til að láta eftir þeim og leyfa þeim að skrá sig á þessa samfélagsmiðla vegna þess að jú „…ALLIR aðrir í bekknum eru þarna...“. Svo er væntanlega í einhverjum tilvikum, sérstaklega þegar börn hafa náð 13 ára aldri, að þau ákveða sjálf að sækja sér þessa miðla í snjallsíma sína án þess að upplýsa foreldra sína um það. Vegna þessara vinsælda og hversu mörg börn eru á þessum miðlum vaknar upp sú spurning hvort börnin séu nægilega upplýst um þá. Sömu spurningu mætti yfirfæra á foreldrana. Hversu upplýst eru börnin? Segja má að spurningin sé tvíþætt. Annars vegar hvort þau séu að fullu meðvituð um hvað samfélagsmiðlarnir gera með upplýsingar þeirra og hins vegar hvort þau séu að fullu meðvituð um hvað getur orðið um upplýsingar sem þau setja þar inn. Ef við lítum aðeins nánar á fyrra atriðið að þegar viðkomandi smáforrit samfélagsmiðils er sótt í síma þarf að samþykkja langan texta á ensku því ef hann er ekki samþykktur er ekki hægt að nota miðilinn. Við þetta vaknar eðlilega sú spurning hversu mörg börn, ef einhver yfir höfuð, lesa textann áður en þau haka við „I agree“? Textinn ætti að innihalda upplýsingar um hvað hver samfélagsmiðill gerir með persónuupplýsingar, til að mynda hvort þeim sé deilt með þriðja aðila, hversu lengi haldið er utan um þær o.s.frv. Hafa verður í huga að fyrirtækin sem eiga þessa samfélagsmiðla hafa hagnast gríðarlega á persónuupplýsingum enda eru þau hagnaðardrifin þrátt fyrir að notkun á samfélagsmiðlunum sé „ókeypis“. Ef við lítum aðeins nánar á síðara atriðið vaknar sú spurning hvort börnin hugsi sig tvisvar um áður en þau setja inn eða birta myndir, myndbönd og aðrar upplýsingar um sig á miðlunum. Í gegnum miðlana er hægt að senda skilaboð og oft á tíðum eru búnir til hópar t.d. á Snapchat þar sem mörg börn geta skipst á skilaboðum. Telja verður að þegar börn tala sín á milli séu þau almennt ekki að ritskoða hvað þau segja en ætli þau geri það áður en þau skrifa sín á milli? Hvort sem það er myndefni eða skrifaður texti virkar það auðvitað þannig að þegar efni er deilt með öðrum í gegnum samfélagsmiðil er alltaf hætta til staðar að einhver ákveði að nýta sér það t.a.m. með því að taka skjáskot af myndefni eða skilaboðum. Einnig eru til smáforrit sem bjóða upp á þann möguleika að einstaklingar geta tekið upp allt það sem þeir gera og skoða í símum sínum. Sem dæmi er ekki hægt að vista myndband sem einstaklingur fær sent í gegnum Snapchat en þessi smáforrit veita möguleika á því. Því miður er raunin því sú að efni sem börnin ákveða að setja á samfélagsmiðla og deila með öðrum getur leitt til þess að einhver þeirra lendi í stríðni, einelti o.fl. Þessu tengt má benda á hversu auðvelt aðgengi er að börnum í gegnum samfélagsmiðlana fyrir einstaklinga sem ætla sér eitthvað misjafnt. Í byrjun árs voru t.a.m. fréttir um að fullorðnir einstaklingar sem væru jafnvel staðsettir erlendis væru að setja sig í samband við íslensk börn í gegnum Netið og bjóða þeim greiðslu fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Er ekki málið bara að foreldrarnir fylgist með öllu sem börnin gera á samfélagsmiðlunum? Eflaust hugsa einhverjir þegar hingað er komið við sögu að foreldrar eigi að hafa fullt eftirlit með því hvað börn þeirra gera á samfélagsmiðlunum. Vissulega er það hlutverk foreldra að huga að velferð barna sinna í hvívetna en ekki má gleyma því að börnin eiga rétt á persónuvernd og friðhelgi einkalífs og er sá réttur varinn í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það að foreldri ætli sér t.a.m. að lesa öll samskipti sem barn á við vini sína í gegnum samfélagsmiðil má líkja við að foreldri hleri samtal milli tveggja vina sem staddir eru í sama herbergi. Að sjálfsögðu er það þó þannig að leiki grunur á að eitthvað misjafnt sé í gangi á þessum miðlum verða foreldrar að kanna það. Hver er í bestu stöðunni til að upplýsa börnin? Það skiptir miklu máli að veita börnunum fræðslu um samfélagsmiðlana. Markmiðið með slíkri fræðslu er að sjálfsögðu að börnin sjálf verði nægilega upplýst um hvernig samfélagsmiðlarnir virka og þau hugsi sig tvisvar um áður en þau deila efni með öðrum. En hver á að sjá um þessa fræðslu? Til þess að foreldrarnir geti veitt fræðsluna þurfa þeir sjálfir að vera að fullu upplýstir um hvernig samfélagsmiðlarnir virka. Hvað með skólana? Jú skólarnir eru í mjög góðri stöðu til að ná til barnanna og í hinum fullkomna heimi væri Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hluti af kennslu í grunnskólum þar sem hægt væri að flétta fræðslu um samfélagsmiðla í kennslu um persónuvernd og rétt til friðhelgi einkalífs barna. En því miður búum við ekki í fullkomnum heimi. Að svo stöddu eru foreldrarnir því í bestu stöðunni til að fræða börnin. Hvort sem börnin séu nú þegar á samfélagsmiðlum eða ekki og óháð aldri, er gott að byrja sem fyrst með fræðsluna og minna reglulega á hana þannig að hún síist hægt og rólega inn hjá þeim og skili árangri. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir Börn og uppeldi Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Vinsældir TikTok, Snapchat og fleiri samfélagsmiðla eru miklar og þá sérstaklega hjá börnum sem oft á tíðum eru á þessum miðlum þrátt fyrir að hafa ekki náð tilskildum aldri, þ.e. 13 ára. Margir foreldrar finna fyrir miklum þrýstingi frá börnum sínum til að láta eftir þeim og leyfa þeim að skrá sig á þessa samfélagsmiðla vegna þess að jú „…ALLIR aðrir í bekknum eru þarna...“. Svo er væntanlega í einhverjum tilvikum, sérstaklega þegar börn hafa náð 13 ára aldri, að þau ákveða sjálf að sækja sér þessa miðla í snjallsíma sína án þess að upplýsa foreldra sína um það. Vegna þessara vinsælda og hversu mörg börn eru á þessum miðlum vaknar upp sú spurning hvort börnin séu nægilega upplýst um þá. Sömu spurningu mætti yfirfæra á foreldrana. Hversu upplýst eru börnin? Segja má að spurningin sé tvíþætt. Annars vegar hvort þau séu að fullu meðvituð um hvað samfélagsmiðlarnir gera með upplýsingar þeirra og hins vegar hvort þau séu að fullu meðvituð um hvað getur orðið um upplýsingar sem þau setja þar inn. Ef við lítum aðeins nánar á fyrra atriðið að þegar viðkomandi smáforrit samfélagsmiðils er sótt í síma þarf að samþykkja langan texta á ensku því ef hann er ekki samþykktur er ekki hægt að nota miðilinn. Við þetta vaknar eðlilega sú spurning hversu mörg börn, ef einhver yfir höfuð, lesa textann áður en þau haka við „I agree“? Textinn ætti að innihalda upplýsingar um hvað hver samfélagsmiðill gerir með persónuupplýsingar, til að mynda hvort þeim sé deilt með þriðja aðila, hversu lengi haldið er utan um þær o.s.frv. Hafa verður í huga að fyrirtækin sem eiga þessa samfélagsmiðla hafa hagnast gríðarlega á persónuupplýsingum enda eru þau hagnaðardrifin þrátt fyrir að notkun á samfélagsmiðlunum sé „ókeypis“. Ef við lítum aðeins nánar á síðara atriðið vaknar sú spurning hvort börnin hugsi sig tvisvar um áður en þau setja inn eða birta myndir, myndbönd og aðrar upplýsingar um sig á miðlunum. Í gegnum miðlana er hægt að senda skilaboð og oft á tíðum eru búnir til hópar t.d. á Snapchat þar sem mörg börn geta skipst á skilaboðum. Telja verður að þegar börn tala sín á milli séu þau almennt ekki að ritskoða hvað þau segja en ætli þau geri það áður en þau skrifa sín á milli? Hvort sem það er myndefni eða skrifaður texti virkar það auðvitað þannig að þegar efni er deilt með öðrum í gegnum samfélagsmiðil er alltaf hætta til staðar að einhver ákveði að nýta sér það t.a.m. með því að taka skjáskot af myndefni eða skilaboðum. Einnig eru til smáforrit sem bjóða upp á þann möguleika að einstaklingar geta tekið upp allt það sem þeir gera og skoða í símum sínum. Sem dæmi er ekki hægt að vista myndband sem einstaklingur fær sent í gegnum Snapchat en þessi smáforrit veita möguleika á því. Því miður er raunin því sú að efni sem börnin ákveða að setja á samfélagsmiðla og deila með öðrum getur leitt til þess að einhver þeirra lendi í stríðni, einelti o.fl. Þessu tengt má benda á hversu auðvelt aðgengi er að börnum í gegnum samfélagsmiðlana fyrir einstaklinga sem ætla sér eitthvað misjafnt. Í byrjun árs voru t.a.m. fréttir um að fullorðnir einstaklingar sem væru jafnvel staðsettir erlendis væru að setja sig í samband við íslensk börn í gegnum Netið og bjóða þeim greiðslu fyrir kynferðislegar myndir af þeim. Er ekki málið bara að foreldrarnir fylgist með öllu sem börnin gera á samfélagsmiðlunum? Eflaust hugsa einhverjir þegar hingað er komið við sögu að foreldrar eigi að hafa fullt eftirlit með því hvað börn þeirra gera á samfélagsmiðlunum. Vissulega er það hlutverk foreldra að huga að velferð barna sinna í hvívetna en ekki má gleyma því að börnin eiga rétt á persónuvernd og friðhelgi einkalífs og er sá réttur varinn í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það að foreldri ætli sér t.a.m. að lesa öll samskipti sem barn á við vini sína í gegnum samfélagsmiðil má líkja við að foreldri hleri samtal milli tveggja vina sem staddir eru í sama herbergi. Að sjálfsögðu er það þó þannig að leiki grunur á að eitthvað misjafnt sé í gangi á þessum miðlum verða foreldrar að kanna það. Hver er í bestu stöðunni til að upplýsa börnin? Það skiptir miklu máli að veita börnunum fræðslu um samfélagsmiðlana. Markmiðið með slíkri fræðslu er að sjálfsögðu að börnin sjálf verði nægilega upplýst um hvernig samfélagsmiðlarnir virka og þau hugsi sig tvisvar um áður en þau deila efni með öðrum. En hver á að sjá um þessa fræðslu? Til þess að foreldrarnir geti veitt fræðsluna þurfa þeir sjálfir að vera að fullu upplýstir um hvernig samfélagsmiðlarnir virka. Hvað með skólana? Jú skólarnir eru í mjög góðri stöðu til að ná til barnanna og í hinum fullkomna heimi væri Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna hluti af kennslu í grunnskólum þar sem hægt væri að flétta fræðslu um samfélagsmiðla í kennslu um persónuvernd og rétt til friðhelgi einkalífs barna. En því miður búum við ekki í fullkomnum heimi. Að svo stöddu eru foreldrarnir því í bestu stöðunni til að fræða börnin. Hvort sem börnin séu nú þegar á samfélagsmiðlum eða ekki og óháð aldri, er gott að byrja sem fyrst með fræðsluna og minna reglulega á hana þannig að hún síist hægt og rólega inn hjá þeim og skili árangri. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem ráðgjafi á sviði persónuverndar.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun