Erlent

Arrested De­velop­ment-stjarnan Jessi­ca Walter er látin

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jessica Walter átti að baki langan og farsælan feril í sjónvarpi og kvikmyndum.
Jessica Walter átti að baki langan og farsælan feril í sjónvarpi og kvikmyndum. Vísir/Getty

Bandaríska leikkonan Jessica Walter, sem í seinni tíð er þekktust fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Arrested Development, lést í gær. Walter var áttræð og átti að baki feril sem spannaði fimm áratugir.

Deadline greinir frá því að Walter hafi látist í svefni á heimili sínu í New York en dóttir hennar, Brooke Bowman, staðfestir andlát móður sinnar í yfirlýsingu.

Walter hóf leiklistarferil sinn ung. Hún lék til að mynda í Play Misty for Me, fyrstu kvikmyndinni sem Clint Eastwood leikstýrði, og rómantísku gamanyndinni The Flamingo Kid. Þá var hún tilnefnd til Emmy-verðlauna fyrir leik sinn í þáttaröðunum Trapper John M.D. og Streets of San Fransisco.

Þá verður Walter einna helst minnst fyrir frammistöðu sína sem hin ógleymanlega Lucille Bluth, ættmóðir Bluth-fjölskyldunnar, í þáttunum Arrested Development. Þá ljáði hún Malory Archer rödd sína í teiknimyndaþáttaröðinni Archer.

Walter lætur eftir sig áðurnefnda dóttur og eitt barnabarn.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×