Körfubolti

Meistaraliðin mætast í bikarnum

Sindri Sverrisson skrifar
Stjarnan varð bikarmeistari á síðustu leiktíð og á titil að verja.
Stjarnan varð bikarmeistari á síðustu leiktíð og á titil að verja. vísir/Daníel

Fimm úrvalsdeildarslagir verða í 16-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta. Aðeins Tindastóll og Grindavík sleppa við að mæta úrvalsdeildarliði. Bikarmeistarar Skallagríms mæta Íslandsmeisturum Vals í VÍS-bikar kvenna.

Ríkjandi bikar- og Íslandsmeistarar mætast einnig í 16-liða úrslitum karla því Stjarnan dróst gegn KR. Höttur fær topplið Keflavíkur í heimsókn á Egilsstaði, ÍR fær aðra tilraun til að leggja Þór Þorlákshöfn að velli, og Njarðvík og Valur mætast.

Sextán liða úrslit karla verða leikin 22. apríl en áður en að þeim kemur verða fimm leikir í forkeppni og undankeppni.

VÍS-bikar karla:

Forkeppni, 9. apríl:

  • Skallagrímur – Hamar

Undankeppni fyrir 16-liða úrslitin, 18. apríl:

  • Selfoss – Vestri
  • Sindri – Skallagrímur eða Hamar
  • Álftanes – Fjölnir
  • Breiðablik – Hrunamenn

16-liða úrslitin, 22. apríl:

  • Tindastóll – Álftanes eða Fjölnir
  • Höttur – Keflavík
  • Haukar – Þór Akureyri
  • ÍR – Þór Þorlákshöfn
  • Stjarnan – KR
  • Selfoss eða Vestri – Sindri eða Skallagrímur eða Hamar
  • Njarðvík – Valur
  • Grindavík – Breiðablik eða Hrunamenn
Skallagrímur varð bikarmeistari í fyrsta sinn í fyrra.vísir/daníel

Í bikarkeppni kvenna eru akkúrat 16 lið og því engin forkeppni. Þar mætast meðal annars Valur og Skallagrímur eins og fyrr segir, Fjölnir og Breiðablik, og Keflavík og Snæfell.

VÍS-bikar kvenna:

16-liða úrslit:

  • Stjarnan – Tindastóll
  • Haukar – Hamar/Þór
  • Keflavík B – Vestri
  • Valur – Skallagrímur
  • Fjölnir – Breiðablik
  • KR – ÍR
  • Grindavík – Njarðvík
  • Keflavík – Snæfell



Fleiri fréttir

Sjá meira


×