„Jonni talar mikið, mjög mikið“ Atli Arason skrifar 20. mars 2021 20:34 Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur. Vísir/Bára Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, átti fínan leik í 74-51 sigri á Skallagrím. Katla setti niður 12 stig ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa eina stoðsendingu. „Ég er glöð, þetta var ógeðslega skemmtilegt. Það er langt síðan við spiluðum leik þar sem við nutum okkur jafn vel í einum leik,“ sagði Katla í viðtali eftir leik. Skallagrímur fekk alls 16 fleiri skot tilraunir umfram heimakonur en Keflavík náði ítrekað að þvinga Skallagrím í erfið skot sem gestirnir gátu ekki nýtt sér. Katla er viss um að sterkur varnarleikur Keflavíkur í leiknum hafi skilað þessum sigri. „Í fyrsta lagi var það vörnin okkar því skotnýtingin var ekki góð. Jonni var að segja mér að hittum alls fjórar þriggja stiga körfur í öllum leiknum.“ Jonni, þjálfari Keflavíkur, var líflegur á hliðarlínunni í dag eins og honum einum er lagið, skellihlæjandi og öskureiður til skiptis. Katla var spurð af því hvernig það væri fyrir leikmann að spila undir leiðsögn Jonna. „Það er mjög gaman. Jonni talar mikið, mjög mikið,“ segir Katla og hlær áður en hún heldur áfram, „en hann veit það alveg sjálfur og hann er samt ekkert að bulla. Við dýrkum hann allar. Ástæðan fyrir því að okkur gengur vel er þetta þjálfarateymi, Jonni og Hössi, þeir eru frábærir saman því þeir vega svo vel á móti hvorum öðrum. Þetta er að ganga ótrúlega vel, það er gaman á æfingum og hann er alltaf hress sama hvernig gengur hjá okkur. Jonni hefur óbilandi trú á okkur og lætur okkur trúa þessu sjálfar sem er bara geggjað. Geggjað að spila fyrir svona þjálfara,“ svaraði Katla með bros á vör. Það er stutt á milli stríða í deildinni þetta tímabilið. Keflavík og Skallagrímur eiga annað einvígi strax aftur á miðvikudaginn næsta í Borgarnesi. Katla kveðst spennt fyrir því að mæta þeim aftur. „Klárlega. Það er bara strax aftur á miðvikudaginn. Það er ekki mikið af pásum í þessu. Við erum búnar að spila allar helgar og alla miðvikudaga í þessum mánuði sem er bara gaman. Við erum ungar og ferskar þannig við erum bara spenntar,“ sagði Katla Rún Garðarsdóttir að lokum. Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
„Ég er glöð, þetta var ógeðslega skemmtilegt. Það er langt síðan við spiluðum leik þar sem við nutum okkur jafn vel í einum leik,“ sagði Katla í viðtali eftir leik. Skallagrímur fekk alls 16 fleiri skot tilraunir umfram heimakonur en Keflavík náði ítrekað að þvinga Skallagrím í erfið skot sem gestirnir gátu ekki nýtt sér. Katla er viss um að sterkur varnarleikur Keflavíkur í leiknum hafi skilað þessum sigri. „Í fyrsta lagi var það vörnin okkar því skotnýtingin var ekki góð. Jonni var að segja mér að hittum alls fjórar þriggja stiga körfur í öllum leiknum.“ Jonni, þjálfari Keflavíkur, var líflegur á hliðarlínunni í dag eins og honum einum er lagið, skellihlæjandi og öskureiður til skiptis. Katla var spurð af því hvernig það væri fyrir leikmann að spila undir leiðsögn Jonna. „Það er mjög gaman. Jonni talar mikið, mjög mikið,“ segir Katla og hlær áður en hún heldur áfram, „en hann veit það alveg sjálfur og hann er samt ekkert að bulla. Við dýrkum hann allar. Ástæðan fyrir því að okkur gengur vel er þetta þjálfarateymi, Jonni og Hössi, þeir eru frábærir saman því þeir vega svo vel á móti hvorum öðrum. Þetta er að ganga ótrúlega vel, það er gaman á æfingum og hann er alltaf hress sama hvernig gengur hjá okkur. Jonni hefur óbilandi trú á okkur og lætur okkur trúa þessu sjálfar sem er bara geggjað. Geggjað að spila fyrir svona þjálfara,“ svaraði Katla með bros á vör. Það er stutt á milli stríða í deildinni þetta tímabilið. Keflavík og Skallagrímur eiga annað einvígi strax aftur á miðvikudaginn næsta í Borgarnesi. Katla kveðst spennt fyrir því að mæta þeim aftur. „Klárlega. Það er bara strax aftur á miðvikudaginn. Það er ekki mikið af pásum í þessu. Við erum búnar að spila allar helgar og alla miðvikudaga í þessum mánuði sem er bara gaman. Við erum ungar og ferskar þannig við erum bara spenntar,“ sagði Katla Rún Garðarsdóttir að lokum.
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Í beinni: KR - Tindastóll | Heimakonur reyna að hefna fyrir ófarir helgarinnar Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum