Vilja að KKÍ og íþróttahreyfingin yfir höfuð taki tillit til allra kynja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 20:31 Finnur Freyr Stefánsson og Hannes S. Jónsson eru á því að það þurfi að lagfæra skiptingu yngri flokka í körfuboltanum hér á landi. Vísir/Vilhelm Tillaga þess efnis að stráka- og stelpnalið fái að keppa í sama flokki á Íslandsmótinu í körfubolta til 14 ára aldurs var felld á ársþingi KKÍ í dag. Það virðist þó sem sambandið sé tilbúið að skoða kynjablöndun í yngri flokkum á komandi misserum. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í Dominos-deild karla, styður það að blanda kynjunum. Frá þessu greindi hann í Facebook-pistli fyrr í dag. Pistilinn má lesa í heild sinni hér að neðan. „Ég hef hugsað töluvert um þessi mál síðustu misseri og ég sé einfaldlega engar neikvæðar afleiðingar þess að leyfa kynjablöndunina, þar er að segja að leyfa stelpum að spila við og með strákum í „þeirra“ Íslandsmóti,“ segir Finnur Freyr. „Ef eitthvað er þá finnst mér ekki tillagan ganga nógu langt. Eitt sinn var nefnilega talað um bæði kynin en með aukinni vitundarvakningu tölum við nú um öll kynin. Og það er eitt af stóru verkefnunum sem við í körfuboltahreyfingunni og allri í íþróttahreyfingunni þurfum að finna lausn á í sameiningu – hvernig við þróum okkar starf á þann hátt að allir geti fundið sér samastað.“ Finnur fer síðan yfir að krakkar sem skilgreina sig ekki sem karl- eða kvenkyns eigi ekki augljóst heimili innan kerfis KKÍ. Er það eitthvað sem Finnur vill sjá breytingu á. Telur hann að lausnin gæti falist í að keppa frekar í opnum flokkum þar sem allir, óháð kyni þeirra, geta tekið þátt. Í dag, laugardaginn 13.mars, er haldið 54. ársþing Körfuknattleikssamband Íslands þar sem saman koma félögin auk...Posted by Finnur Freyr Stefánsson on Saturday, March 13, 2021 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tekur undir hugmyndir Finns en hann ræddi við mbl.is að þingi loknu í dag. „Mér fannst margir tala fyrir því að vilja leyfa kynjablönduð lið, upp að vissu marki. Ég finn að fólk vill mæta þessari kröfu, en það er ýmislegt annað sem þarf að taka inn í þetta eins og staðan er í dag,“ sagði Hannes í viðtali við mbl.is í dag. „Persónulega þá langar mig að skoða þetta enn frekar. Ég tel að við, ekki bara körfuboltinn heldur íþróttahreyfingin yfir höfuð, þurfum að setjast niður og skoða þessa hluti. Í dag tölum við ekki bara um stelpur og stráka. Þess vegna þurfum við að taka alla kynjaumræðu með inn í þetta. Þessir hlutir hafa breyst mjög hratt á síðustu árum til hins betra og við sem íþróttahreyfing þurfum að vera tilbúin að koma inn og ræða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes að lokum um núverandi kynjafyrirkomulag í körfubolta hér á landi. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Erlendum leikmönnum verður ekki fækkað: Tillagan felld Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag. 13. mars 2021 18:32 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals í Dominos-deild karla, styður það að blanda kynjunum. Frá þessu greindi hann í Facebook-pistli fyrr í dag. Pistilinn má lesa í heild sinni hér að neðan. „Ég hef hugsað töluvert um þessi mál síðustu misseri og ég sé einfaldlega engar neikvæðar afleiðingar þess að leyfa kynjablöndunina, þar er að segja að leyfa stelpum að spila við og með strákum í „þeirra“ Íslandsmóti,“ segir Finnur Freyr. „Ef eitthvað er þá finnst mér ekki tillagan ganga nógu langt. Eitt sinn var nefnilega talað um bæði kynin en með aukinni vitundarvakningu tölum við nú um öll kynin. Og það er eitt af stóru verkefnunum sem við í körfuboltahreyfingunni og allri í íþróttahreyfingunni þurfum að finna lausn á í sameiningu – hvernig við þróum okkar starf á þann hátt að allir geti fundið sér samastað.“ Finnur fer síðan yfir að krakkar sem skilgreina sig ekki sem karl- eða kvenkyns eigi ekki augljóst heimili innan kerfis KKÍ. Er það eitthvað sem Finnur vill sjá breytingu á. Telur hann að lausnin gæti falist í að keppa frekar í opnum flokkum þar sem allir, óháð kyni þeirra, geta tekið þátt. Í dag, laugardaginn 13.mars, er haldið 54. ársþing Körfuknattleikssamband Íslands þar sem saman koma félögin auk...Posted by Finnur Freyr Stefánsson on Saturday, March 13, 2021 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, tekur undir hugmyndir Finns en hann ræddi við mbl.is að þingi loknu í dag. „Mér fannst margir tala fyrir því að vilja leyfa kynjablönduð lið, upp að vissu marki. Ég finn að fólk vill mæta þessari kröfu, en það er ýmislegt annað sem þarf að taka inn í þetta eins og staðan er í dag,“ sagði Hannes í viðtali við mbl.is í dag. „Persónulega þá langar mig að skoða þetta enn frekar. Ég tel að við, ekki bara körfuboltinn heldur íþróttahreyfingin yfir höfuð, þurfum að setjast niður og skoða þessa hluti. Í dag tölum við ekki bara um stelpur og stráka. Þess vegna þurfum við að taka alla kynjaumræðu með inn í þetta. Þessir hlutir hafa breyst mjög hratt á síðustu árum til hins betra og við sem íþróttahreyfing þurfum að vera tilbúin að koma inn og ræða þetta heilt yfir,“ sagði Hannes að lokum um núverandi kynjafyrirkomulag í körfubolta hér á landi.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Erlendum leikmönnum verður ekki fækkað: Tillagan felld Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag. 13. mars 2021 18:32 Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Erlendum leikmönnum verður ekki fækkað: Tillagan felld Tillaga um takmarkamir á erlendum leikmönnum í körfuboltaliðum landsins var fellt á ársþingi Körfuknattleikssambands Íslands sem fram fór í dag. 13. mars 2021 18:32