Stigahæst og komin í úrslitaleikinn eftir kveðjuna frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 14:31 Íslenska körfuboltakonan Dagný Lísa Davíðsdóttir sést hér horfa á kveðjuna. Twitter/@@wyo_wbb Íslenska körfuboltakonan Dagný Lísa Davíðsdóttir og félagar hennar í liði Wyoming Cowgirls eru komnar alla leið í úrslitaleikinn í Mountain West deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum eftir fimmtán stiga sigur á Boise State í undanúrslitunum í nótt. Dagný Lísa átti mjög flottan leik í undanúrslitunum og var akkúrat munurinn á liðunum. Hún skoraði nefnilega fimmtán stig Wyoming fyrir þessum 53-38 sigri. Dagný Lísa var einnig með fjögur fráköst, tvær stoðsendingar og stolinn bolta í leiknum. Dagný hitti úr 7 af 10 skotum sínum í leiknum en þetta var einn besti leikur hennar á tímabilinu og sá kom á besta tíma. Hér fyrir neðan má sjá hana skora eina af körfum sínum. Grace Dagny for pic.twitter.com/L7CJEQgiEp— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 10, 2021 Dagný Lísa er á síðasta ári sínu í háskólaboltanum og í aðdraganda úrslitakeppninnar þá fékk hún og aðrir lokaársnemar í liðinu kveðjur frá fjölskyldum sínum. Wyoming Cowgirls settu myndband inn á samfélagsmiðla sína þar sem mátti sjá stelpurnar fá kveðjurnar og þar á meðal var Dagný Lísa. „Á láta mig fara að gráta núna,“ sagði Dagný Lísa þegar hún frétti hvað var í gangi. Faðir hennar (Davíð Davíðsson), móðir (Guðrún Hafsteinsdóttir) og bræður sendu sinni konu kveðju frá Hveragerði en kveðja þeirra var á ensku. Kveðjurnar má sjá hér fyrir neðan. All the feels for our Cowgirl seniors right here Thank you for everything! #OneWyoming #GoWyo pic.twitter.com/lZZOhWebvc— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 5, 2021 Mamma hennar hrósaði stelpunni sinni meðal annars fyrir hvað hún hefur þroskast og vaxið á tíma sínum í Bandaríkjunum en eins þakkaði hún Wyoming fyrir að hugsa vel um hana og spurði síðan Dagnýju hreint út hvort hún væri alveg örugglega að koma heim. Dagný Lísa spilaði með Hamar í Hveragerði áður en hún fór út í nám til Bandaríkjanna en hún hefur verið úti síðan tímabilið 2014-15. Fyrstu tvö árin var hún í menntaskóla, svo í fjögur tímabil með Niagara University. Hún var síðan í vetur í Wyoming. Dagný Lísa meiddist illa og missti af einu tímabili. Hún fékk því að taka fjórða árið sitt í vetur og var því í fimm tímabil í bandaríska háskólaboltanum. Í vetur er hún með 8,8 stig og 5,7 fráköst að meðaltali á 24,9 mínútum í leik. Úrslitaleikurinn í Mountain West deildinni er á móti Fresno State og fer fram í kvöld. LET S GO The Cowgirls are @MountainWest Championship Game bound! @wyo_wbb pic.twitter.com/dVd1HoudXp— Wyoming Athletics (@wyoathletics) March 10, 2021 Körfubolti Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira
Dagný Lísa átti mjög flottan leik í undanúrslitunum og var akkúrat munurinn á liðunum. Hún skoraði nefnilega fimmtán stig Wyoming fyrir þessum 53-38 sigri. Dagný Lísa var einnig með fjögur fráköst, tvær stoðsendingar og stolinn bolta í leiknum. Dagný hitti úr 7 af 10 skotum sínum í leiknum en þetta var einn besti leikur hennar á tímabilinu og sá kom á besta tíma. Hér fyrir neðan má sjá hana skora eina af körfum sínum. Grace Dagny for pic.twitter.com/L7CJEQgiEp— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 10, 2021 Dagný Lísa er á síðasta ári sínu í háskólaboltanum og í aðdraganda úrslitakeppninnar þá fékk hún og aðrir lokaársnemar í liðinu kveðjur frá fjölskyldum sínum. Wyoming Cowgirls settu myndband inn á samfélagsmiðla sína þar sem mátti sjá stelpurnar fá kveðjurnar og þar á meðal var Dagný Lísa. „Á láta mig fara að gráta núna,“ sagði Dagný Lísa þegar hún frétti hvað var í gangi. Faðir hennar (Davíð Davíðsson), móðir (Guðrún Hafsteinsdóttir) og bræður sendu sinni konu kveðju frá Hveragerði en kveðja þeirra var á ensku. Kveðjurnar má sjá hér fyrir neðan. All the feels for our Cowgirl seniors right here Thank you for everything! #OneWyoming #GoWyo pic.twitter.com/lZZOhWebvc— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 5, 2021 Mamma hennar hrósaði stelpunni sinni meðal annars fyrir hvað hún hefur þroskast og vaxið á tíma sínum í Bandaríkjunum en eins þakkaði hún Wyoming fyrir að hugsa vel um hana og spurði síðan Dagnýju hreint út hvort hún væri alveg örugglega að koma heim. Dagný Lísa spilaði með Hamar í Hveragerði áður en hún fór út í nám til Bandaríkjanna en hún hefur verið úti síðan tímabilið 2014-15. Fyrstu tvö árin var hún í menntaskóla, svo í fjögur tímabil með Niagara University. Hún var síðan í vetur í Wyoming. Dagný Lísa meiddist illa og missti af einu tímabili. Hún fékk því að taka fjórða árið sitt í vetur og var því í fimm tímabil í bandaríska háskólaboltanum. Í vetur er hún með 8,8 stig og 5,7 fráköst að meðaltali á 24,9 mínútum í leik. Úrslitaleikurinn í Mountain West deildinni er á móti Fresno State og fer fram í kvöld. LET S GO The Cowgirls are @MountainWest Championship Game bound! @wyo_wbb pic.twitter.com/dVd1HoudXp— Wyoming Athletics (@wyoathletics) March 10, 2021
Körfubolti Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Ronaldo hittir Trump í dag Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Portúgal - Ísland | Komast stelpurnar okkar á sigurbraut? Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjá meira