Stigahæst og komin í úrslitaleikinn eftir kveðjuna frá Íslandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 14:31 Íslenska körfuboltakonan Dagný Lísa Davíðsdóttir sést hér horfa á kveðjuna. Twitter/@@wyo_wbb Íslenska körfuboltakonan Dagný Lísa Davíðsdóttir og félagar hennar í liði Wyoming Cowgirls eru komnar alla leið í úrslitaleikinn í Mountain West deildinni í bandaríska háskólakörfuboltanum eftir fimmtán stiga sigur á Boise State í undanúrslitunum í nótt. Dagný Lísa átti mjög flottan leik í undanúrslitunum og var akkúrat munurinn á liðunum. Hún skoraði nefnilega fimmtán stig Wyoming fyrir þessum 53-38 sigri. Dagný Lísa var einnig með fjögur fráköst, tvær stoðsendingar og stolinn bolta í leiknum. Dagný hitti úr 7 af 10 skotum sínum í leiknum en þetta var einn besti leikur hennar á tímabilinu og sá kom á besta tíma. Hér fyrir neðan má sjá hana skora eina af körfum sínum. Grace Dagny for pic.twitter.com/L7CJEQgiEp— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 10, 2021 Dagný Lísa er á síðasta ári sínu í háskólaboltanum og í aðdraganda úrslitakeppninnar þá fékk hún og aðrir lokaársnemar í liðinu kveðjur frá fjölskyldum sínum. Wyoming Cowgirls settu myndband inn á samfélagsmiðla sína þar sem mátti sjá stelpurnar fá kveðjurnar og þar á meðal var Dagný Lísa. „Á láta mig fara að gráta núna,“ sagði Dagný Lísa þegar hún frétti hvað var í gangi. Faðir hennar (Davíð Davíðsson), móðir (Guðrún Hafsteinsdóttir) og bræður sendu sinni konu kveðju frá Hveragerði en kveðja þeirra var á ensku. Kveðjurnar má sjá hér fyrir neðan. All the feels for our Cowgirl seniors right here Thank you for everything! #OneWyoming #GoWyo pic.twitter.com/lZZOhWebvc— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 5, 2021 Mamma hennar hrósaði stelpunni sinni meðal annars fyrir hvað hún hefur þroskast og vaxið á tíma sínum í Bandaríkjunum en eins þakkaði hún Wyoming fyrir að hugsa vel um hana og spurði síðan Dagnýju hreint út hvort hún væri alveg örugglega að koma heim. Dagný Lísa spilaði með Hamar í Hveragerði áður en hún fór út í nám til Bandaríkjanna en hún hefur verið úti síðan tímabilið 2014-15. Fyrstu tvö árin var hún í menntaskóla, svo í fjögur tímabil með Niagara University. Hún var síðan í vetur í Wyoming. Dagný Lísa meiddist illa og missti af einu tímabili. Hún fékk því að taka fjórða árið sitt í vetur og var því í fimm tímabil í bandaríska háskólaboltanum. Í vetur er hún með 8,8 stig og 5,7 fráköst að meðaltali á 24,9 mínútum í leik. Úrslitaleikurinn í Mountain West deildinni er á móti Fresno State og fer fram í kvöld. LET S GO The Cowgirls are @MountainWest Championship Game bound! @wyo_wbb pic.twitter.com/dVd1HoudXp— Wyoming Athletics (@wyoathletics) March 10, 2021 Körfubolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Dagný Lísa átti mjög flottan leik í undanúrslitunum og var akkúrat munurinn á liðunum. Hún skoraði nefnilega fimmtán stig Wyoming fyrir þessum 53-38 sigri. Dagný Lísa var einnig með fjögur fráköst, tvær stoðsendingar og stolinn bolta í leiknum. Dagný hitti úr 7 af 10 skotum sínum í leiknum en þetta var einn besti leikur hennar á tímabilinu og sá kom á besta tíma. Hér fyrir neðan má sjá hana skora eina af körfum sínum. Grace Dagny for pic.twitter.com/L7CJEQgiEp— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 10, 2021 Dagný Lísa er á síðasta ári sínu í háskólaboltanum og í aðdraganda úrslitakeppninnar þá fékk hún og aðrir lokaársnemar í liðinu kveðjur frá fjölskyldum sínum. Wyoming Cowgirls settu myndband inn á samfélagsmiðla sína þar sem mátti sjá stelpurnar fá kveðjurnar og þar á meðal var Dagný Lísa. „Á láta mig fara að gráta núna,“ sagði Dagný Lísa þegar hún frétti hvað var í gangi. Faðir hennar (Davíð Davíðsson), móðir (Guðrún Hafsteinsdóttir) og bræður sendu sinni konu kveðju frá Hveragerði en kveðja þeirra var á ensku. Kveðjurnar má sjá hér fyrir neðan. All the feels for our Cowgirl seniors right here Thank you for everything! #OneWyoming #GoWyo pic.twitter.com/lZZOhWebvc— Wyoming Cowgirl Basketball (@wyo_wbb) March 5, 2021 Mamma hennar hrósaði stelpunni sinni meðal annars fyrir hvað hún hefur þroskast og vaxið á tíma sínum í Bandaríkjunum en eins þakkaði hún Wyoming fyrir að hugsa vel um hana og spurði síðan Dagnýju hreint út hvort hún væri alveg örugglega að koma heim. Dagný Lísa spilaði með Hamar í Hveragerði áður en hún fór út í nám til Bandaríkjanna en hún hefur verið úti síðan tímabilið 2014-15. Fyrstu tvö árin var hún í menntaskóla, svo í fjögur tímabil með Niagara University. Hún var síðan í vetur í Wyoming. Dagný Lísa meiddist illa og missti af einu tímabili. Hún fékk því að taka fjórða árið sitt í vetur og var því í fimm tímabil í bandaríska háskólaboltanum. Í vetur er hún með 8,8 stig og 5,7 fráköst að meðaltali á 24,9 mínútum í leik. Úrslitaleikurinn í Mountain West deildinni er á móti Fresno State og fer fram í kvöld. LET S GO The Cowgirls are @MountainWest Championship Game bound! @wyo_wbb pic.twitter.com/dVd1HoudXp— Wyoming Athletics (@wyoathletics) March 10, 2021
Körfubolti Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum