Arnar Guðjónsson: Þetta var hálfgerð heppni Gunnar Gunnarsson skrifar 7. mars 2021 22:30 Arnar vildi meina að sínir menn hefðu einfaldlega verið heppnir í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, sagði heppnina umfram annað hafa ráðið því að liðið vann 94-93 sigur á Hetti þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Höttur átti síðasta skot leiksins en það geigaði. „Þegar leikurinn fer svona er það happa glappa sem ræður,“ sagði Arnar eftir leikinn. Höttur komst yfir 93-92 þegar 6,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan tók innkast og náði Austin Brodeur að koma boltanum ofan í. Höttur hafði fimm sekúndur í sína sókn og tókst að koma boltanum á Matej Karlovic sem fékk fínt skotfæri utarlega í teignum en brást bogalistin. „Við völdum stutt kerfi því við héldum að þeir myndu brjóta á okkur en við fengum skotið og fórum í það en skildum eftir tækifæri fyrir þá. Matej var búinn að vera stórkostlegur og ég hafði miklar áhyggjur þegar ég sá hann fá boltann, því ég var sannfærður um að hann myndi skora. Sem betur fer fyrir okkur en því miður fyrir Hattarmenn lukkaðist það ekki.“ Staðan var jöfn þegar kom inn í síðasta leikhlutann en þar áttu leikstjórnendur Stjörnunnar, Ægir Þór Steinarsson og Dúi Þór Jónsson, frábæran fjórðung. „Ég held að þeir hafi ráðið úrslitum hér í kvöld, þeir voru algjörlega stórkostlegir. Ægir var góður þegar allt var undir í lokin þótt hann hefði átt erfitt uppdráttar þangað til. Hann hafði heldur ekki fulla orku og því voru mínútur Dúa stórkostlegar. Ég held að framlag Dúa hafi verið ástæðan fyrir að þetta hafðist.“ Arnar hrósaði Hattarliðinu sem var yfir lungann úr leiknum. „Körfuboltaþyrstir íbúar á Egilsstöðum og nágrenni fengu hér frábæra skemmtun þótt úrslitin hafi ekki verið á þeirra veg. Liðið þeirra var frábært, vel undirbúið, vel þjálfað og spilaði vel. Héraðsbúar mega vera stoltir af þessu liði.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 93-94 | Stjarnan marði Hött með einu stigi Stjarnan hafði betur gegn Hetti 94-93 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Liðin skiptust á forskotinu á lokasekúndunum og réðust úrslitin þegar flautuskot Hattar skoppaði upp af hringnum. 7. mars 2021 21:15 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Reyna að endurheimta toppsætið Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Sjá meira
„Þegar leikurinn fer svona er það happa glappa sem ræður,“ sagði Arnar eftir leikinn. Höttur komst yfir 93-92 þegar 6,7 sekúndur voru eftir af leiknum. Stjarnan tók innkast og náði Austin Brodeur að koma boltanum ofan í. Höttur hafði fimm sekúndur í sína sókn og tókst að koma boltanum á Matej Karlovic sem fékk fínt skotfæri utarlega í teignum en brást bogalistin. „Við völdum stutt kerfi því við héldum að þeir myndu brjóta á okkur en við fengum skotið og fórum í það en skildum eftir tækifæri fyrir þá. Matej var búinn að vera stórkostlegur og ég hafði miklar áhyggjur þegar ég sá hann fá boltann, því ég var sannfærður um að hann myndi skora. Sem betur fer fyrir okkur en því miður fyrir Hattarmenn lukkaðist það ekki.“ Staðan var jöfn þegar kom inn í síðasta leikhlutann en þar áttu leikstjórnendur Stjörnunnar, Ægir Þór Steinarsson og Dúi Þór Jónsson, frábæran fjórðung. „Ég held að þeir hafi ráðið úrslitum hér í kvöld, þeir voru algjörlega stórkostlegir. Ægir var góður þegar allt var undir í lokin þótt hann hefði átt erfitt uppdráttar þangað til. Hann hafði heldur ekki fulla orku og því voru mínútur Dúa stórkostlegar. Ég held að framlag Dúa hafi verið ástæðan fyrir að þetta hafðist.“ Arnar hrósaði Hattarliðinu sem var yfir lungann úr leiknum. „Körfuboltaþyrstir íbúar á Egilsstöðum og nágrenni fengu hér frábæra skemmtun þótt úrslitin hafi ekki verið á þeirra veg. Liðið þeirra var frábært, vel undirbúið, vel þjálfað og spilaði vel. Héraðsbúar mega vera stoltir af þessu liði.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 93-94 | Stjarnan marði Hött með einu stigi Stjarnan hafði betur gegn Hetti 94-93 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Liðin skiptust á forskotinu á lokasekúndunum og réðust úrslitin þegar flautuskot Hattar skoppaði upp af hringnum. 7. mars 2021 21:15 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni Enski boltinn Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Fótbolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Stjarnan | Reyna að endurheimta toppsætið Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Stjarnan 93-94 | Stjarnan marði Hött með einu stigi Stjarnan hafði betur gegn Hetti 94-93 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik þegar liðin mættust á Egilsstöðum í kvöld. Liðin skiptust á forskotinu á lokasekúndunum og réðust úrslitin þegar flautuskot Hattar skoppaði upp af hringnum. 7. mars 2021 21:15