Körfubolti

Elvar Már með sjö stig í sigri Siaulia

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elvar Már skoraði sjö stig í sigrinum í dag, ásamt því að eiga 11 stoðsendingar.
Elvar Már skoraði sjö stig í sigrinum í dag, ásamt því að eiga 11 stoðsendingar. Alex Goodlett/Getty

BC Siaulia heimsótti Pieno Zvaigzdes í litháensku deildinni í körfubolta í dag. Elvar Már Friðriksson átti flottan leik í liði Siaulia, en skoraði sjö stig, ásamt því að eiga 11 stoðsendingar á liðsfélaga sína.

Siaulia þurfti virkilega á sigrinum að halda en þeir sitja á botni litháensku deildarinnar, og eru því í fallhættu. Pieno Zvaigzdes sitja í fimmta sæti deildarinnar, og því ljóst að um erfiðan útileik var að ræða hjá Elvari og félögum.

Siaulia eiga einn leik til góða á Nevezis-OPTIBET sem eru í sætinu fyrir ofan og Elvar og liðsfélagar hans þurfa á sigri að halda í þeim leik til að lyfta sér upp úr fallsæti.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.