Viðar Örn: Ég var að teikna upp kerfi og svo kemur höggið Smári Jökull Jónsson skrifar 4. mars 2021 21:52 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir „Ég er hrikalega stoltur af mínum mönnum að klára þetta hérna. Svekktur að hafa ekki farið með þetta í átta stigin. Ég skora bara á KKÍ að setja deildina í þrefalda umferð þannig að þetta innbyrðis dæmi hætti,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir sigur hans manna í Grindavík í Domino´s deildinni í kvöld. „Leikurinn er farinn þegar 5 sekúndur eru eftir og við að reyna að taka leikhlé. Þetta er gegn einhverjum óskrifuðum reglum í körfubolta en við þurfum að hugsa um rassinn á sjálfum okkur. Við vorum að reyna að koma þessu í átta stig til að eiga innbyrðisviðureignirnar á þá.“ Grindavík leiddi með fimm stigum í hálfleik og virtust ætla að sigla fram úr í upphafi þriðja leikhluta þegar þeir komust mest níu stigum yfir. En þá vöknuðu Hattarmenn heldur betur og menn af bekknum skiluðu góðu framlagi. „Juan Navarro, minn maður, er búinn að vera að ströggla á tímabilinu og fara í gegnum meiðsli. Bomban bara mætti og hann var hrikalega öflugur fyrir okkur. Hann fór að frákasta fyrir okkur, Grindavík tók alltof mikið af sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Hann kemur inn með 10 stig, fráköst og hörku varnarleik og það smitar út frá sér. Það gaf okkur hrikalega mikið. Ég er ánægður með þann styrk sem við sýnum. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) var ekki góður í kvöld og hans besta ákvörðun var kannski á æfingu fyrir 4-5 vikum þegar hann fór að nefna að Matej Karlovic ætti bara að spila seinni hálfleik,“ en umræddur Karlovic kom afar sterkur inn af bekknum eftir hlé. „Hann er búinn að vera að eiga við meiðsli. Það virkaði í dag og það var kannski besta framlagið frá Sigga. Við sýndum breiddina sem við höfum, mann sem spilar bara seinni hálfleikinn og svo varamiðherjann okkar sem kemur með risa framlag til að landa þessum sigri.“ Rétt áður en flautað til leiks reið yfir stór jarðskjálfti sem átti upptök sín afar nálægt Grindavík. HS Orku-höllinn hristist vel og duglega og mönnum brá heldur betur í brún. „Þetta var bara eins og Bubbu Morthens, BOBA. Ég hef aldrei verið í jarðskjálfta en þetta var geggjað. Ég var að reyna að teikna upp einhver kerfi og svo kemur höggið og það var enginn með einbeitingu. Menn eru að lenda í þessu í fyrsta skipti og urðu aðeins litlir í sér.“ „Ég vorkenni fólkinu sem býr hérna sem þarf að eiga við alls konar vandamál með sín heimili og vonandi fer þetta að líða hjá. Ég verð að segja að þetta var lífsreynsla fyrir mig, pínu win-win. Ég hafði gaman af því að vinna leikinn og gaman af því að lenda í þessum jarðskjálfta,“ sagði Viðar Örn að lokum. Körfubolti UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Höttur 89-96 | Baráttusigur Hattarmanna í Grindavík Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík í HS Orku-höllinni í kvöld. Frábær vörn í síðari hálfleiknum lagði grunninn að sigrinum og Höttur er kominn með í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Umfjöllun og viðtöl birtast á Vísi síðar í kvöld. 4. mars 2021 20:53 Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni. 4. mars 2021 20:11 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
„Leikurinn er farinn þegar 5 sekúndur eru eftir og við að reyna að taka leikhlé. Þetta er gegn einhverjum óskrifuðum reglum í körfubolta en við þurfum að hugsa um rassinn á sjálfum okkur. Við vorum að reyna að koma þessu í átta stig til að eiga innbyrðisviðureignirnar á þá.“ Grindavík leiddi með fimm stigum í hálfleik og virtust ætla að sigla fram úr í upphafi þriðja leikhluta þegar þeir komust mest níu stigum yfir. En þá vöknuðu Hattarmenn heldur betur og menn af bekknum skiluðu góðu framlagi. „Juan Navarro, minn maður, er búinn að vera að ströggla á tímabilinu og fara í gegnum meiðsli. Bomban bara mætti og hann var hrikalega öflugur fyrir okkur. Hann fór að frákasta fyrir okkur, Grindavík tók alltof mikið af sóknarfráköstum í fyrri hálfleik.“ „Hann kemur inn með 10 stig, fráköst og hörku varnarleik og það smitar út frá sér. Það gaf okkur hrikalega mikið. Ég er ánægður með þann styrk sem við sýnum. Siggi (Sigurður Gunnar Þorsteinsson) var ekki góður í kvöld og hans besta ákvörðun var kannski á æfingu fyrir 4-5 vikum þegar hann fór að nefna að Matej Karlovic ætti bara að spila seinni hálfleik,“ en umræddur Karlovic kom afar sterkur inn af bekknum eftir hlé. „Hann er búinn að vera að eiga við meiðsli. Það virkaði í dag og það var kannski besta framlagið frá Sigga. Við sýndum breiddina sem við höfum, mann sem spilar bara seinni hálfleikinn og svo varamiðherjann okkar sem kemur með risa framlag til að landa þessum sigri.“ Rétt áður en flautað til leiks reið yfir stór jarðskjálfti sem átti upptök sín afar nálægt Grindavík. HS Orku-höllinn hristist vel og duglega og mönnum brá heldur betur í brún. „Þetta var bara eins og Bubbu Morthens, BOBA. Ég hef aldrei verið í jarðskjálfta en þetta var geggjað. Ég var að reyna að teikna upp einhver kerfi og svo kemur höggið og það var enginn með einbeitingu. Menn eru að lenda í þessu í fyrsta skipti og urðu aðeins litlir í sér.“ „Ég vorkenni fólkinu sem býr hérna sem þarf að eiga við alls konar vandamál með sín heimili og vonandi fer þetta að líða hjá. Ég verð að segja að þetta var lífsreynsla fyrir mig, pínu win-win. Ég hafði gaman af því að vinna leikinn og gaman af því að lenda í þessum jarðskjálfta,“ sagði Viðar Örn að lokum.
Körfubolti UMF Grindavík Höttur Tengdar fréttir Leik lokið: Grindavík - Höttur 89-96 | Baráttusigur Hattarmanna í Grindavík Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík í HS Orku-höllinni í kvöld. Frábær vörn í síðari hálfleiknum lagði grunninn að sigrinum og Höttur er kominn með í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Umfjöllun og viðtöl birtast á Vísi síðar í kvöld. 4. mars 2021 20:53 Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni. 4. mars 2021 20:11 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Leik lokið: Grindavík - Höttur 89-96 | Baráttusigur Hattarmanna í Grindavík Höttur vann fremur óvæntan sigur á Grindavík í HS Orku-höllinni í kvöld. Frábær vörn í síðari hálfleiknum lagði grunninn að sigrinum og Höttur er kominn með í baráttuna um sæti í úrslitakeppninni.Umfjöllun og viðtöl birtast á Vísi síðar í kvöld. 4. mars 2021 20:53
Höllin í Grindavík skalf fyrir körfuboltaleik Jarðskjálfti upp á 4,1 sem skók Grindavík í kvöld fannst vel í HS-Orku-höllina rétt áður leikur Grindavíkur og Hattar í körfubolta hófst á áttunda tímanum í kvöld. Titringurinn náðist greinilega á mynd í útsendingu Stöðvar 2 frá höllinni. Upptökuna má sjá neðst í fréttinni. 4. mars 2021 20:11