Sport

Net­verjar grættu sjón­­varps­­konu BBC eftir lands­­leik Eng­lands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sonja til hægri og fyrirliðin Owen til vinstri.
Sonja til hægri og fyrirliðin Owen til vinstri. getty/mike egerton

Enska landsliðið í ruðningi tapaði nokkuð óvænt 40-24 fyrir grönnum sínum í Wales í gær og það vakti eðlilega ekki mikla gleði stuðningsmanna liðsins.

Þeirra reiði fór þó algjörlega úr böndunum og sjónvarpskonan Sonja McLaughlan fékk mörg miður falleg skilaboð á Twitter eftir leikinn í gær.

McLaughlan tók viðtal við fyrirliðann Owen Farrell í leikslok en í leiknum hafði Owen verið afar ósáttur með dómgæsluna í leiknum.

McLaughlan gekk á Owen og spurði hann út í þessa reiði hans gagnvart dómurunum og við það voru netverjar ekki sáttir.

„Eitruð, vandræðaleg, skammarlegt, skelfilegt. Hluti af því sem ég hef fengið að heyra. Takk fyrir að nota @ merkið svo þetta skili sér allt,“ skrifaði hún á Twitter síðu sína eftir viðtalið.

„Hugsa sér að fá þetta flæðandi yfir sig fyrir að sinna vinnunni sinni. Er í bílnum grátandi. Vonandi eruði ánægð,“ bætti hún við.

Sonja fékk mikinn stuðning eftir tístið sitt meðal annars frá ruðningssambandinu og fleira fólki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×