Þeir einir míga tvisvar í sama skóinn, sem þykir gott að vera blautir í fæturna Kári Stefánsson skrifar 26. febrúar 2021 16:00 Þann 9. febrúar birtist i Fréttablaðinu grein eftir fimm heimsspekinga sem fjallaði um hugmynd að rannsókn á bóluefni Pfizers á Íslandi. Í greininni gáfu þeir sér að hugmyndin væri partur af tilraun til þess að svindla Íslandi fram fyrir aðrar þjóðir í biðröðinni eftir bóluefnum, enda engin þörf á frekari rannsóknum. Þeir tóku sem sagt nokkuð óljósa hugmynd annarra og útfærðu hana í höfðum sér þannig að hún leit svo sannarlega út fyrir að vera vafasöm og þess eðlis að heimsspekingar ættu að fordæma hana. Sem sagt tilvalið viðfangsefni fyrir verktakafyrirtæki heimsspekinga. Ég svaraði heimsspekingunum með grein sem ég sendi inn þann 22. febrúar. Sama dag sendu heimsspekingarnir fimm, aðra grein sína til Fréttablaðsins, um bóluefnatilraunina sem aldrei varð, með frekari útlistingum á fordæmingu sinni á eigin hugmyndum um hana og útfærslu hennar. Fréttablaðið bauð þeim að lesa mína grein áður en hún birtist og svara röksemdum mínum, en þeir höfnuðu því og birtu í stað þess fordæmingu númer tvö á eigin hugarburði. Það er nefnilega töluvert frelsi sem felst í því að vita ekki hverjar hugmyndir manna eru áður en þú fordæmir þær. Síðan er það með ólíkindum hvernig heimsspekingarnir nýta sér þetta frelsi til þess að rjúka út í sömu mýrina aftur og aftur. Til dæmis: 1. „Allar ígrundaðar ákvarðanir okkar byggja bæði á skoðunum okkar um staðreyndir og á gildum okkar og markmiðum.“ Það er ljóst að sú ákvörðun heimsspekinganna að fordæma hugmyndina að bóluefnatilraun á Íslandi var byggð á skoðun þeirra á eigin hugarburði og engu öðru. Það má að vísu halda því fram með réttu, að hugarburður þeirra sé staðreynd og þeir hafi fullan rétt á því að hafa skoðun á honum , en það er með öllu óásættanlegt að ætla hugarburðinn öðrum en sjálfum sér. Fréttablaðið bauð þeim að takast á við raunveruleikann en þeir höfnuðu því. Kannski raunveruleikinn og heimsspekin þeirra blandist illa saman. 2.„Er til dæmis forsvaranlegt að ein þjóð stígi út úr samkomulagi við aðrar þjóðir um að tryggja sanngjarna dreifingu bóluefna, jafnvel þótt væntingar standi til þess að það skili vísindalegum niðurstöðum?“Ísland er aðili að samningum Evrópusambandsins um kaup á bóluefnum frá hinum ýmsu framleiðendum og er sá samningur ein helsta hindrunin í vegi fyrir sanngjarnri dreifingu bóluefna um heiminn. Með aðild að þessum samningum Evrópusambandsins brýtur Ísland COVAX samninginn um réttláta dreifingu bóluefna. Samningar Evrópusambandsins, og svipaðir samningar Bretlands og Bandaríkjanna eru ábyrgir fyrir því að fátæk lönd heimsins fá lítið sem ekkert fyrr en að ári. Síðan er það hitt að ef hugmyndinni um bólusetningartilraun á Íslandi hefði verið hrint í framkvæmd hefði það ekki brotið í bága við samkomulagið við Evrópusambandið um kaup á bóluefni. Tilraunin hefði ekki falið í sér kaup á bóluefni heldur tilraun með bóluefni sem Pfizer hefði lagt að mörkum til þess að auka skilning á því hvernig það virkar. Það var mat Pfizers á sínum tíma að það vantaði töluvert upp á þann skilning og að því marki að það gæti staðið í vegi fyrir að það nýttist sem best. Sú staðreynd að heimsspekingarnir efast um réttmæti þeirrar skoðunar Pfizers er í besta falli hlægileg. 3.„Í því samhengi má rifja upp að ekki er liðið ár frá því að forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sakaði Persónuvernd um glæpsamlegt athæfi þegar stofnunin afgreiddi umsókn fyrirtækisins ekki samdægurs. Augljóst er að afdrifarík siðferðisleg álitamál er ekki hægt að ræða nægilega vel innan slíks tímaramma.“ Það geysaði faraldur smitsjúkdóms sem harla lítið var vitað um og saga hans til þess tíma leit út eins og fyrsti kapítulinn í sögunni um útrýmingu mannkyns. Það lá mikið á að afla frekari upplýsinga, ekki fyrir Íslenska erfðagreiningu (ÍE) heldur sóttvarnaryfirvöld, en það kom í hlut ÍE að afla þeirra vegna þess að það voru ekki aðrir í landinu með getu til þess. Vísindasiðanefnd sem er sá aðili í stjórnsýslunni, sem fjallar um siðferðileg álitamál, kallaði saman fund og afgreiddi umsóknina samdægurs en Persónuvernd ákvað að fresta afgreiðslu fram yfir helgi. Það var að öllum líkindum ekki til þess að ræða siðferðisleg álitamál heldur til þess að setja menn á sinn stað, sem er ekki alltaf af hinu vonda en bagalegt í farsótt, sem krefst þess að menn hreyfi sig hratt til þess að hefta útbreiðslu hennar. 4.„Hefði Ísland átt að leita til Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar (WHO) til þess að leggja blessun sína yfir rannsóknina, til dæmis í ljósi afleiðinga fyrir bóluefnadreifingu til annarra þjóða“ Það er engin hefð fyrir því að WHO tjái sig um gagnsemi klínískra rannsókna með lyf enda hefur hún ekki yfir að ráða getu til þess. Það er verkefni Evrópsku lyfjastofnunarinnar og systurstofnana hennar um allan heim. Það hefði hins vegar verið við hæfi að leita álits WHO á kaupsamingum Evrópusambandsins við bóluefnaframleiðendur, af því að þeir hamla öðru frekar réttlátri dreifingu bóluefna um heiminn. Það er ekki heiglum hent að sanna hvað vakir fyrir mönnum með gerðum þeirra og enn erfiðara að sanna hvað vakti fyrir mönnum þegar þeir ætluðu að gera það sem þeir gerðu ekki, en lesendur góðir hugið að þessu: Pfizer og samstarfsaðlilar þess bjuggu til bóluefni sem sýnt var fram á að virkaði vel og var samþykkt á markað. Vísindamenn Pfizers voru engu að síður áhyggjufullir vegna þess að þeim fannst eins og vantaði töluvert upp á að þeir vissu það sem vita þyrfti til þess að þeir væru öruggir um að ekki væri þörf á því að bæta bóluefnið eða bæta við öðru bóluefni til þess að hemja skepnuna. Þeim leist vel á að gera tilraun á Íslandi til þess að sækja þá vitneskju sem á vantaði, en þegar kom að því að hanna tilraunina þótti vísindamönnum Pfizers og íslenskum kollegum þeirra hún ekki líkleg til árangurs, vegna þess að pestin hefði verið kveðin í kútinn á Íslandi með sóttvörnum. Spurning til lesenda í lokin: Finnst ykkur eins og okkur beri skylda til þess að troða heimsspekingunum í þurra sokka eða er það siðferðislegur réttur þeirra að fá að ganga um hland-blautir í báða fætur? Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Stefánsson Bólusetningar Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Þann 9. febrúar birtist i Fréttablaðinu grein eftir fimm heimsspekinga sem fjallaði um hugmynd að rannsókn á bóluefni Pfizers á Íslandi. Í greininni gáfu þeir sér að hugmyndin væri partur af tilraun til þess að svindla Íslandi fram fyrir aðrar þjóðir í biðröðinni eftir bóluefnum, enda engin þörf á frekari rannsóknum. Þeir tóku sem sagt nokkuð óljósa hugmynd annarra og útfærðu hana í höfðum sér þannig að hún leit svo sannarlega út fyrir að vera vafasöm og þess eðlis að heimsspekingar ættu að fordæma hana. Sem sagt tilvalið viðfangsefni fyrir verktakafyrirtæki heimsspekinga. Ég svaraði heimsspekingunum með grein sem ég sendi inn þann 22. febrúar. Sama dag sendu heimsspekingarnir fimm, aðra grein sína til Fréttablaðsins, um bóluefnatilraunina sem aldrei varð, með frekari útlistingum á fordæmingu sinni á eigin hugmyndum um hana og útfærslu hennar. Fréttablaðið bauð þeim að lesa mína grein áður en hún birtist og svara röksemdum mínum, en þeir höfnuðu því og birtu í stað þess fordæmingu númer tvö á eigin hugarburði. Það er nefnilega töluvert frelsi sem felst í því að vita ekki hverjar hugmyndir manna eru áður en þú fordæmir þær. Síðan er það með ólíkindum hvernig heimsspekingarnir nýta sér þetta frelsi til þess að rjúka út í sömu mýrina aftur og aftur. Til dæmis: 1. „Allar ígrundaðar ákvarðanir okkar byggja bæði á skoðunum okkar um staðreyndir og á gildum okkar og markmiðum.“ Það er ljóst að sú ákvörðun heimsspekinganna að fordæma hugmyndina að bóluefnatilraun á Íslandi var byggð á skoðun þeirra á eigin hugarburði og engu öðru. Það má að vísu halda því fram með réttu, að hugarburður þeirra sé staðreynd og þeir hafi fullan rétt á því að hafa skoðun á honum , en það er með öllu óásættanlegt að ætla hugarburðinn öðrum en sjálfum sér. Fréttablaðið bauð þeim að takast á við raunveruleikann en þeir höfnuðu því. Kannski raunveruleikinn og heimsspekin þeirra blandist illa saman. 2.„Er til dæmis forsvaranlegt að ein þjóð stígi út úr samkomulagi við aðrar þjóðir um að tryggja sanngjarna dreifingu bóluefna, jafnvel þótt væntingar standi til þess að það skili vísindalegum niðurstöðum?“Ísland er aðili að samningum Evrópusambandsins um kaup á bóluefnum frá hinum ýmsu framleiðendum og er sá samningur ein helsta hindrunin í vegi fyrir sanngjarnri dreifingu bóluefna um heiminn. Með aðild að þessum samningum Evrópusambandsins brýtur Ísland COVAX samninginn um réttláta dreifingu bóluefna. Samningar Evrópusambandsins, og svipaðir samningar Bretlands og Bandaríkjanna eru ábyrgir fyrir því að fátæk lönd heimsins fá lítið sem ekkert fyrr en að ári. Síðan er það hitt að ef hugmyndinni um bólusetningartilraun á Íslandi hefði verið hrint í framkvæmd hefði það ekki brotið í bága við samkomulagið við Evrópusambandið um kaup á bóluefni. Tilraunin hefði ekki falið í sér kaup á bóluefni heldur tilraun með bóluefni sem Pfizer hefði lagt að mörkum til þess að auka skilning á því hvernig það virkar. Það var mat Pfizers á sínum tíma að það vantaði töluvert upp á þann skilning og að því marki að það gæti staðið í vegi fyrir að það nýttist sem best. Sú staðreynd að heimsspekingarnir efast um réttmæti þeirrar skoðunar Pfizers er í besta falli hlægileg. 3.„Í því samhengi má rifja upp að ekki er liðið ár frá því að forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sakaði Persónuvernd um glæpsamlegt athæfi þegar stofnunin afgreiddi umsókn fyrirtækisins ekki samdægurs. Augljóst er að afdrifarík siðferðisleg álitamál er ekki hægt að ræða nægilega vel innan slíks tímaramma.“ Það geysaði faraldur smitsjúkdóms sem harla lítið var vitað um og saga hans til þess tíma leit út eins og fyrsti kapítulinn í sögunni um útrýmingu mannkyns. Það lá mikið á að afla frekari upplýsinga, ekki fyrir Íslenska erfðagreiningu (ÍE) heldur sóttvarnaryfirvöld, en það kom í hlut ÍE að afla þeirra vegna þess að það voru ekki aðrir í landinu með getu til þess. Vísindasiðanefnd sem er sá aðili í stjórnsýslunni, sem fjallar um siðferðileg álitamál, kallaði saman fund og afgreiddi umsóknina samdægurs en Persónuvernd ákvað að fresta afgreiðslu fram yfir helgi. Það var að öllum líkindum ekki til þess að ræða siðferðisleg álitamál heldur til þess að setja menn á sinn stað, sem er ekki alltaf af hinu vonda en bagalegt í farsótt, sem krefst þess að menn hreyfi sig hratt til þess að hefta útbreiðslu hennar. 4.„Hefði Ísland átt að leita til Alþjóðaheilbrigðismála-stofnunarinnar (WHO) til þess að leggja blessun sína yfir rannsóknina, til dæmis í ljósi afleiðinga fyrir bóluefnadreifingu til annarra þjóða“ Það er engin hefð fyrir því að WHO tjái sig um gagnsemi klínískra rannsókna með lyf enda hefur hún ekki yfir að ráða getu til þess. Það er verkefni Evrópsku lyfjastofnunarinnar og systurstofnana hennar um allan heim. Það hefði hins vegar verið við hæfi að leita álits WHO á kaupsamingum Evrópusambandsins við bóluefnaframleiðendur, af því að þeir hamla öðru frekar réttlátri dreifingu bóluefna um heiminn. Það er ekki heiglum hent að sanna hvað vakir fyrir mönnum með gerðum þeirra og enn erfiðara að sanna hvað vakti fyrir mönnum þegar þeir ætluðu að gera það sem þeir gerðu ekki, en lesendur góðir hugið að þessu: Pfizer og samstarfsaðlilar þess bjuggu til bóluefni sem sýnt var fram á að virkaði vel og var samþykkt á markað. Vísindamenn Pfizers voru engu að síður áhyggjufullir vegna þess að þeim fannst eins og vantaði töluvert upp á að þeir vissu það sem vita þyrfti til þess að þeir væru öruggir um að ekki væri þörf á því að bæta bóluefnið eða bæta við öðru bóluefni til þess að hemja skepnuna. Þeim leist vel á að gera tilraun á Íslandi til þess að sækja þá vitneskju sem á vantaði, en þegar kom að því að hanna tilraunina þótti vísindamönnum Pfizers og íslenskum kollegum þeirra hún ekki líkleg til árangurs, vegna þess að pestin hefði verið kveðin í kútinn á Íslandi með sóttvörnum. Spurning til lesenda í lokin: Finnst ykkur eins og okkur beri skylda til þess að troða heimsspekingunum í þurra sokka eða er það siðferðislegur réttur þeirra að fá að ganga um hland-blautir í báða fætur? Höfundur er forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun