Miklar væntingar gerðar til Söru og Björgvins og nú eru peningar í spilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. febrúar 2021 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson og Sara Sigmundsdóttir hafa bæði verið að gera frábæra hluti í The Open undanfarin ár. vísir/vilhelm Tæpar tvær milljónir eru í boði fyrir sigur í The Open í ár og bæði Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson er í hópi þeirra sem þykja líklegur sigurvegarar. Peningaverðlaun verða í boði í opna hluta heimsleikanna í ár og að sjálfsögðu er íslensk afreksfólk á blaði þegar er spáð er hvaða CrossFit fólk muni skara fram úr í ár. Morning Chalk Up tók það saman hvaða CrossFit fólk sé sigurstranglegast í karla- og kvennaflokki. The Open hefst eftir rétt tæpar tvær vikur eða 11. mars næstkomandi. Þetta árið mun keppnin taka þrjár vikur en þetta markar upphaf keppnistímabilsins í CrossFit. Það vakti athygli að myndin með fréttinni hjá Morning Chalk Up er af engum öðrum en Íslendingnum Björgvini Karli Guðmundssyni. Björgvin Karl er nefndur sem einn af fjórum sigurstranglegustu körlunum á The Open í ár. Það eru talsverða sviptingar í karlaflokknum þar sem að fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser er hættur keppni. Björgvin Karl hefur verið að gera góða hluti í The Open undanfarin ár. Hann var fjórði í fyrra og annar árið á undan auk þess að náð fjórða sætinu árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Hinir sem þykja sigurstranglegir eru Noah Ohlsen, Patrick Vellner og Jean-Simon Roy-Lemaire. Roy-Lemaire meiddist á hásin í lok síðasta árs en væri annars í þessum hópi. Þá eru líka taldir upp fjórir í viðbót sem gætu komið á óvart en það eru Jacob Heppner, Samuel Cournoyer, Jeffery Adler og Rich Froning. Sara Sigmundsdóttir er jafnframt ein af þeim fimm sigurstranglegustu í kvennaflokki en hún er nefnd ásamt þeim Kristin Holte, Tia-Clair Toomey, Jamie Simmonds og Brooke Wells. Sara hefur unnið The Open undanfarin tvö ár og alls þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Það þarf ekki að koma á óvart að fólk hafi mikla trú á henni. Sara hefur farið á kostum í The Open en hefur aftur á móti átt í vandræðum með að ná sínu besta fram á heimsleikunum sjálfum. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur aftur á móti gert betur á heimsleikunum sjálfum heldur en í The Open. Hún er samt ein af þeim sem eru fá heiðurstilnefningu en hinar eru Amanda Barnhart, Kari Pearce, Emma McQuaid, Carol-Ann Reason-Thibeault og Karin Freyova. Þessar þykja ekki sigurstranglegar en eigi þó möguleika á því að skapa usla. Það eru peningaverðlaun í boði fyrir fimm fyrstu sætin í The Open í ár þar af fimmtán þúsund Bandaríkjadalir fyrir sigurvegarann eða 1,88 milljónir íslenskra króna. Annað sætið fær tíu þúsund dollara og þriðja til fimmta sæti fær síðan frá 7500 dollara niður í fimm þúsund dollara. CrossFit Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira
Peningaverðlaun verða í boði í opna hluta heimsleikanna í ár og að sjálfsögðu er íslensk afreksfólk á blaði þegar er spáð er hvaða CrossFit fólk muni skara fram úr í ár. Morning Chalk Up tók það saman hvaða CrossFit fólk sé sigurstranglegast í karla- og kvennaflokki. The Open hefst eftir rétt tæpar tvær vikur eða 11. mars næstkomandi. Þetta árið mun keppnin taka þrjár vikur en þetta markar upphaf keppnistímabilsins í CrossFit. Það vakti athygli að myndin með fréttinni hjá Morning Chalk Up er af engum öðrum en Íslendingnum Björgvini Karli Guðmundssyni. Björgvin Karl er nefndur sem einn af fjórum sigurstranglegustu körlunum á The Open í ár. Það eru talsverða sviptingar í karlaflokknum þar sem að fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser er hættur keppni. Björgvin Karl hefur verið að gera góða hluti í The Open undanfarin ár. Hann var fjórði í fyrra og annar árið á undan auk þess að náð fjórða sætinu árið 2017. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Hinir sem þykja sigurstranglegir eru Noah Ohlsen, Patrick Vellner og Jean-Simon Roy-Lemaire. Roy-Lemaire meiddist á hásin í lok síðasta árs en væri annars í þessum hópi. Þá eru líka taldir upp fjórir í viðbót sem gætu komið á óvart en það eru Jacob Heppner, Samuel Cournoyer, Jeffery Adler og Rich Froning. Sara Sigmundsdóttir er jafnframt ein af þeim fimm sigurstranglegustu í kvennaflokki en hún er nefnd ásamt þeim Kristin Holte, Tia-Clair Toomey, Jamie Simmonds og Brooke Wells. Sara hefur unnið The Open undanfarin tvö ár og alls þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum. Það þarf ekki að koma á óvart að fólk hafi mikla trú á henni. Sara hefur farið á kostum í The Open en hefur aftur á móti átt í vandræðum með að ná sínu besta fram á heimsleikunum sjálfum. Katrín Tanja Davíðsdóttir hefur aftur á móti gert betur á heimsleikunum sjálfum heldur en í The Open. Hún er samt ein af þeim sem eru fá heiðurstilnefningu en hinar eru Amanda Barnhart, Kari Pearce, Emma McQuaid, Carol-Ann Reason-Thibeault og Karin Freyova. Þessar þykja ekki sigurstranglegar en eigi þó möguleika á því að skapa usla. Það eru peningaverðlaun í boði fyrir fimm fyrstu sætin í The Open í ár þar af fimmtán þúsund Bandaríkjadalir fyrir sigurvegarann eða 1,88 milljónir íslenskra króna. Annað sætið fær tíu þúsund dollara og þriðja til fimmta sæti fær síðan frá 7500 dollara niður í fimm þúsund dollara.
CrossFit Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Vélmennið leiðir Opna breska Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Reyndi allt til að koma kúlunni niður Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Veiðimaðurinn leiðir á Opna breska Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Sjá meira