Körfubolti

Breiða­blik af­greiddi KR í síðari hálf­leik og Skalla­grímur hafði betur í granna­slagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Breiðablik vann góðan sigur á KR í kvöld.
Breiðablik vann góðan sigur á KR í kvöld. vísir/vilhelm

Breiðablik vann öruggan sigur á botnliði KR og Skallagrímur hafði betur gegn grönnum sínum í Snæfæll í Domino's deild kvenna í kvöld.

Breiðablik skellti KR, 74-49, en það voru hins vegar gestirnir úr Vesturbænum sem voru sterkari aðilinn framan af leik og leiddu meðal annars 32-23 í hálfleik.

Blikarnir settu hins vegar í fluggírinn í síðari hálfleik; unnu þriðja leikhlutann 27-10, fjórða leikhlutann 24-7 og leikinn samtals 74-49.

Sóllilja Bjarnadóttir var frábær í Blikaliðinu. Hún gerði 28 stig, tók níu fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Isabella Ósk Sigurðardóttir gerði þrettán stig, tók þrettán fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Annika Holopainen var stigahæst í liði KR sem fyrr. Hún gerði tuttugu stig, tók þrettán fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Perla Jóhannsdóttir kom næst með átta stig en Breiðablik er í sjötta sætinu með sex stig á meðan KR er í því neðsta með tvö.

Skallagrímur vann svo eins stigs sigur á grönnum sínum í Snæfell, 66-65, eftir jafnan og spennandi leik í Stykkishólmi. Staðan var 32-31, Skallagrími í vil í hálfleik, en leikurinn var afar jafn og spennandi.

Keira Breeanne Robinson var stigahæst hjá Skallagrím með 24 stig og fjórtán fráköst. Nikita Telesford bætti við tíu stigum og fjórtán fráköstum. Haiden Denise Palmer gerði 22 stig fyrir Snæfell og tók fimmtán fráköst og Emese Vida gerði þrettán stig og tók 21 frákast.

Skallagrímur er eftir sigurinn í fimmta sæti deildarinnar með tíu stig en Snæfell er í næst neðsta sætinu með fjögur stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×