Tryggvi og Jón Axel á toppnum á tveimur tölfræðilistum hvor Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2021 13:30 Tryggvi Snær Hlinason og Jón Axel Guðmundsson léku mjög vel með íslenska körfuboltalandsliðinu í forkeppninni. Hér eru þeir í leiknum á móti Lúxemborg. fiba.basketball Íslensku landsliðsstrákarnir voru áberandi á tölfræðilistum forkeppninnar sem lauk um helgina með fimmta sigri íslenska körfuboltalandsliðsins í röð. Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér sæti á næsta stigi í undankeppni HM í körfubolta með því að vinna sinn riðil og það voru sérstaklega tveir leikmenn íslenska liðsins voru að skila mjög flottum tölum í leikjunum. Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson náðu báðir að vinna tvo tölfræðiþætti í í forkeppninni að undankeppni HM 2023. Jón Axel var efstur í stoðsendingum og stolnum boltum en Tryggvi Snær var efstur í vörðum skotum og skotnýtingu. Þeir voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi og Tryggvi var annar í fráköstum. Jón Axel gaf 23 stoðsendingar í fjórum leikjum eða 5,8 að meðaltali í leik. Næstu menn voru Ægir Þór Steinarsson og Diogo Da Costa hjá Portúgal með 5,0 stoðsendingar í leik. Jón Axel stal einnig 11 boltum í leikjunum fjórum eða 2,8 í leik. Ægir var þar einnig í öðru sæti með 2,3 stolna bolta í leik en han deildi því sæti með Uladzislau Mikulski frá Hvíta-Rússlandi. Tryggvi Snær varði 19 skot í sex leikjum eða 3,2 að meðaltali í leik. Næstur honum kom Vladimír Brodziansky frá Slóvakíu með 2,5 varin skot í leik. Tryggvi var líka með bestu skotnýtingu allra leikmanna en hann skilaði 63,9 prósent skota sinna í körfuna og var sá eini sem var með betri en 56 prósent nýtingu. Umræddur Brodziansky var í öðru sæti með 55,7 prósent skotnýtingu. Tryggvi Snær var lengi vel í baráttu um frákastatitilinn en endaði þar í öðru sæti með 11,3 fráköst í leik. Clancy Rugg hjá Lúxemborg tók flest fráköst í leik eða 12,2 í leik. Jón Axel var í sjötta sæti í fráköstunum með 7,8 í leik. Tryggvi Snær og Jón Axel voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi. Tryggvi Snær skoraði 18,8 stig í leik og varð þriðji stigahæstur. Jón Axel kom næstur á eftir honum með 18,3 stig að meðaltali í leik. Þeir félagar voru í sömu sætum í framlagi, Tryggvi þriðji með 26,3 framlagsstig í leik og Jón Axel fjórði með 24,5 framlagsstig í leik. Elvar Már Friðriksson varð annar í vítanýtingu með 90,5 prósent en þar var Ægir þriðji með 88,9 prósent vítanýtingu. Sigurvegarar tölfræðiþáttanna í forkeppninni að und. HM 2023: Flest stig: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 23,3 Flest fráköst: Clancy Rugg, Lúxemborg 12,2 Flestar stoðsendingar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 5,8 Flestir stolnir boltar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 2,8 Flest varin skot: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 3,2 Hæsta framlag: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 28,0 Besta skotnýting: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 63,9% Besta þriggja stiga skotnýting: Andrei Stabrouski, Hvíta-Rússlandi 65,2% Besta vítanýting: Diogo Da Costa Ventura, Portúgal 95,5% Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tryggði sér sæti á næsta stigi í undankeppni HM í körfubolta með því að vinna sinn riðil og það voru sérstaklega tveir leikmenn íslenska liðsins voru að skila mjög flottum tölum í leikjunum. Miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason og bakvörðurinn Jón Axel Guðmundsson náðu báðir að vinna tvo tölfræðiþætti í í forkeppninni að undankeppni HM 2023. Jón Axel var efstur í stoðsendingum og stolnum boltum en Tryggvi Snær var efstur í vörðum skotum og skotnýtingu. Þeir voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi og Tryggvi var annar í fráköstum. Jón Axel gaf 23 stoðsendingar í fjórum leikjum eða 5,8 að meðaltali í leik. Næstu menn voru Ægir Þór Steinarsson og Diogo Da Costa hjá Portúgal með 5,0 stoðsendingar í leik. Jón Axel stal einnig 11 boltum í leikjunum fjórum eða 2,8 í leik. Ægir var þar einnig í öðru sæti með 2,3 stolna bolta í leik en han deildi því sæti með Uladzislau Mikulski frá Hvíta-Rússlandi. Tryggvi Snær varði 19 skot í sex leikjum eða 3,2 að meðaltali í leik. Næstur honum kom Vladimír Brodziansky frá Slóvakíu með 2,5 varin skot í leik. Tryggvi var líka með bestu skotnýtingu allra leikmanna en hann skilaði 63,9 prósent skota sinna í körfuna og var sá eini sem var með betri en 56 prósent nýtingu. Umræddur Brodziansky var í öðru sæti með 55,7 prósent skotnýtingu. Tryggvi Snær var lengi vel í baráttu um frákastatitilinn en endaði þar í öðru sæti með 11,3 fráköst í leik. Clancy Rugg hjá Lúxemborg tók flest fráköst í leik eða 12,2 í leik. Jón Axel var í sjötta sæti í fráköstunum með 7,8 í leik. Tryggvi Snær og Jón Axel voru báðir meðal fjögurra efstu í stigum og framlagi. Tryggvi Snær skoraði 18,8 stig í leik og varð þriðji stigahæstur. Jón Axel kom næstur á eftir honum með 18,3 stig að meðaltali í leik. Þeir félagar voru í sömu sætum í framlagi, Tryggvi þriðji með 26,3 framlagsstig í leik og Jón Axel fjórði með 24,5 framlagsstig í leik. Elvar Már Friðriksson varð annar í vítanýtingu með 90,5 prósent en þar var Ægir þriðji með 88,9 prósent vítanýtingu. Sigurvegarar tölfræðiþáttanna í forkeppninni að und. HM 2023: Flest stig: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 23,3 Flest fráköst: Clancy Rugg, Lúxemborg 12,2 Flestar stoðsendingar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 5,8 Flestir stolnir boltar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 2,8 Flest varin skot: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 3,2 Hæsta framlag: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 28,0 Besta skotnýting: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 63,9% Besta þriggja stiga skotnýting: Andrei Stabrouski, Hvíta-Rússlandi 65,2% Besta vítanýting: Diogo Da Costa Ventura, Portúgal 95,5%
Sigurvegarar tölfræðiþáttanna í forkeppninni að und. HM 2023: Flest stig: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 23,3 Flest fráköst: Clancy Rugg, Lúxemborg 12,2 Flestar stoðsendingar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 5,8 Flestir stolnir boltar: Jón Axel Guðmundsson, Íslandi 2,8 Flest varin skot: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 3,2 Hæsta framlag: Vladimír Brodziansky, Slóvakíu 28,0 Besta skotnýting: Tryggvi Snær Hlinason, Íslandi 63,9% Besta þriggja stiga skotnýting: Andrei Stabrouski, Hvíta-Rússlandi 65,2% Besta vítanýting: Diogo Da Costa Ventura, Portúgal 95,5%
Körfubolti HM 2023 í körfubolta Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Sjá meira