Af hverju treystir heilbrigðisráðherra ekki sérfræðingum? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 18. febrúar 2021 07:31 Læknafélag Íslands hefur nú ályktað að með flutningi rannsóknarhluta krabbameinsskimana í leghálsi séu mikilvæg sérhæfð störf flutt úr landi. Það er líka álit Félags íslenskra kvensjúkdóma og fæðingarlækna, Félags rannsóknarlækna, Embættis landlæknis og meirihluta fagráðs um skimun fyrir leghálskrabbameini. Gegn áliti allra þessara fagaðila fór ráðherra. Þessir fagaðilar vilja að allir þættir skimunarferlisins verði framkvæmdir hérlendis. Enn vantar niðurstöður úr 90% þeirra leghálssýna sem send hafa verið til Danmerkur síðan heilsugæslan tók við skimun um áramótin. Forstjóri heilsugæslunnar lýsti áhyggjum af seinagangi. Áður hefur komið fram að 15 prósent kvenna þurfa að fara aftur í sýnatöku vegna þess hvernig staðið var að yfirfærslu. Í Læknablaðinu lýsir Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi prófessor og forstöðulæknir kvennadeildar Landspítalans efasemdum um þessar fyrirkomulagi á legháls- og brjóstakrabbameinsleit. Hann óttast að mikilvæg þekking glatist hérlendis. Það er orðið sjálfstætt viðfangsefni að efla traust fólks og ekki síst að efla traust kvenna til þessa kerfis í ljósi þess hvernig að þessu hefur verið staðið. Það er tímabært að rýna málið, forsendur og afleiðingar. Mörgum brá þegar breytingar voru gerðar á skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Eftir hörð viðbrögð við því að ætla að hefja skimun fyrir brjótakrabbameini við 50 ára aldur í stað 40 ára tilkynnti heilbrigðisráðherra að fresta ætti gildistökunni hvað varðar aldursviðmið brjóstaskimana. Ákvörðun stjórnvalda um skimun leghálskrabbameins stendur hins vegar. Almenningur hefur enn litlar röksemdir heyrt um ástæður þess að nú eigi að skima fyrir leghálskrabbameini á 5 ára fresti í stað 3 ára eða hvers vegna það er betra að heilsugæslan sinni þessu verkefni nú. Almenningur hefur ekki heldur heyrt hvers vegna það þykir betra að rannsóknarstofa í Danmörku rannsaki sýnin. Alveg hefur vantað að útskýra hvers vegna Landspítalinn má ekki greina þessi sýni eða hvort stjórnvöld leituðu yfirleitt til Landspítalans um að sinna þessu verkefni. Hvers vegna er betra fyrir almenning að þetta verkefni flytjist til Danmerkur? Allt bendir til þess að undirbúningur þessa flutnings hafi verið illa unninn. Nú síðast heyrist í umræðunni að konur sem eru vanar að fara til kvensjúkdómalæknis í skimun fyrir leghálskrabbameini og vilja gera það áfram munu greiða fyrir það fullt gjald en þær sem leita til heilsugæslunnar greiði lægra gjald. Stefnan er að allar konur eigi að fara á heilsugæsluna. Raunverulegt valfrelsi verður því ekki til staðar, nema fyrir þær konur sem geta og vilja greiða hærra gjald fyrir grundvallarheilbrigðisþjónustu. Konur sem eiga erfiða eða sára reynslu af meðgöngu og fæðingu, vegna kynferðisofbeldis eða af öðrum ástæðum þekkja vel hversu miklir skiptir að skoðunin fari fram af lækni sem hefur innsýn í þær aðstæður. Þær aðstæður eru fyrir hendi hjá kvensjúkdómalækninum sem þekkir sögu konunnar. Sú breyting að færa þessa skoðun til heilsugæslunnar er í mínum huga afturför. Við erum einfaldlega komin á þann stað að traustið er laskað. Og það þarf að skoða þetta mál og ferlið allt til þess að endurheimta þetta traust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Skimun fyrir krabbameini Viðreisn Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur nú ályktað að með flutningi rannsóknarhluta krabbameinsskimana í leghálsi séu mikilvæg sérhæfð störf flutt úr landi. Það er líka álit Félags íslenskra kvensjúkdóma og fæðingarlækna, Félags rannsóknarlækna, Embættis landlæknis og meirihluta fagráðs um skimun fyrir leghálskrabbameini. Gegn áliti allra þessara fagaðila fór ráðherra. Þessir fagaðilar vilja að allir þættir skimunarferlisins verði framkvæmdir hérlendis. Enn vantar niðurstöður úr 90% þeirra leghálssýna sem send hafa verið til Danmerkur síðan heilsugæslan tók við skimun um áramótin. Forstjóri heilsugæslunnar lýsti áhyggjum af seinagangi. Áður hefur komið fram að 15 prósent kvenna þurfa að fara aftur í sýnatöku vegna þess hvernig staðið var að yfirfærslu. Í Læknablaðinu lýsir Reynir Tómas Geirsson fyrrverandi prófessor og forstöðulæknir kvennadeildar Landspítalans efasemdum um þessar fyrirkomulagi á legháls- og brjóstakrabbameinsleit. Hann óttast að mikilvæg þekking glatist hérlendis. Það er orðið sjálfstætt viðfangsefni að efla traust fólks og ekki síst að efla traust kvenna til þessa kerfis í ljósi þess hvernig að þessu hefur verið staðið. Það er tímabært að rýna málið, forsendur og afleiðingar. Mörgum brá þegar breytingar voru gerðar á skimunum fyrir krabbameinum í brjóstum og leghálsi. Eftir hörð viðbrögð við því að ætla að hefja skimun fyrir brjótakrabbameini við 50 ára aldur í stað 40 ára tilkynnti heilbrigðisráðherra að fresta ætti gildistökunni hvað varðar aldursviðmið brjóstaskimana. Ákvörðun stjórnvalda um skimun leghálskrabbameins stendur hins vegar. Almenningur hefur enn litlar röksemdir heyrt um ástæður þess að nú eigi að skima fyrir leghálskrabbameini á 5 ára fresti í stað 3 ára eða hvers vegna það er betra að heilsugæslan sinni þessu verkefni nú. Almenningur hefur ekki heldur heyrt hvers vegna það þykir betra að rannsóknarstofa í Danmörku rannsaki sýnin. Alveg hefur vantað að útskýra hvers vegna Landspítalinn má ekki greina þessi sýni eða hvort stjórnvöld leituðu yfirleitt til Landspítalans um að sinna þessu verkefni. Hvers vegna er betra fyrir almenning að þetta verkefni flytjist til Danmerkur? Allt bendir til þess að undirbúningur þessa flutnings hafi verið illa unninn. Nú síðast heyrist í umræðunni að konur sem eru vanar að fara til kvensjúkdómalæknis í skimun fyrir leghálskrabbameini og vilja gera það áfram munu greiða fyrir það fullt gjald en þær sem leita til heilsugæslunnar greiði lægra gjald. Stefnan er að allar konur eigi að fara á heilsugæsluna. Raunverulegt valfrelsi verður því ekki til staðar, nema fyrir þær konur sem geta og vilja greiða hærra gjald fyrir grundvallarheilbrigðisþjónustu. Konur sem eiga erfiða eða sára reynslu af meðgöngu og fæðingu, vegna kynferðisofbeldis eða af öðrum ástæðum þekkja vel hversu miklir skiptir að skoðunin fari fram af lækni sem hefur innsýn í þær aðstæður. Þær aðstæður eru fyrir hendi hjá kvensjúkdómalækninum sem þekkir sögu konunnar. Sú breyting að færa þessa skoðun til heilsugæslunnar er í mínum huga afturför. Við erum einfaldlega komin á þann stað að traustið er laskað. Og það þarf að skoða þetta mál og ferlið allt til þess að endurheimta þetta traust. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun