Hafa mesta trú á hinn íslenski BKG vinni heimsleikana í fjarveru Mat Fraser Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. febrúar 2021 09:00 Björgvin Karl Guðmundsson endaði í áttunda sæti á heimsleikunum í fyrra en var mjög nálægt því að komast í fimm manna ofurúrslitin um heimsmeistaratitilinn. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson er sigurstranglegastur á næstu heimsleikum í CrossFit samkvæmt netkönnun Heaton Minded vefsíðunnar. Það er pláss á toppi CrossFit fjallsins eftir að fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser tilkynnti á dögunum að hann væri hættur að keppa. Þetta ættu að vera mjög góðar fréttir fyrir íslensku CrossFit stjörnuna Björgvin Karl Guðmundsson ef marka má skoðanir fólks í CrossFit heiminum. Björgvin Karl hefur komist tvisvar sinnum á verðlaunapallinn á heimsleikunum en var ekki meðal þeirra fimm sem komust alla leið í ofurúrslitin í fyrra. Björgvin Karl varð í þriðja sæti bæði 2015 og 2019. Á árunum á milli endaði hann tvisvar í fimmta sæti og einu sinni í áttunda sæti. Heaton Minded setti upp netkönnun um það hver væri líklegastur til að vinna heimsmeistaratitilinn í haust. Sigurvegarinn var enginn annar en Björgvin Karl Guðmundsson eða BKG eins og hann er oft kallaður. View this post on Instagram A post shared by Heatonminded | Crossfit Stats (@heatonminded) Eins og sjá má hér fyrir ofan á niðurstöðum könnunarinnar þá er Björgvin Karl Guðmundsson líklegastur til að vinna heimsleikana í ár. Björgvin Karl fékk 23 prósent atkvæða og var fjórum prósentum á undan Kanadamanninum Patrick Vellner. Björgvin Karl hefur verið meðal átta bestu á heimsleikunum undanfarin sex ár og sá stöðugleiki er örugglega að skila honum mörgum atkvæðum. Patrick Vellner var á verðlaunapallinum þrjú ár í röð frá 2016 til 2018. Hann náði sínum besta árangri 2018 þegar hann endaði í öðru sæti. BKG hefur staðið sig frábærlega í langan tíma en hefur vantað herslumuninn á að fara alla leið. Nú lítur hins vegar út fyrir að fjarvera Fraser gæti opnað fyrir hann leiðina á toppinn. Justin Medeiros fékk síðan fimmtán prósent atkvæða og fjórði var Noah Olsen með þrettán prósent. CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Það er pláss á toppi CrossFit fjallsins eftir að fimmfaldi heimsmeistarinn Mat Fraser tilkynnti á dögunum að hann væri hættur að keppa. Þetta ættu að vera mjög góðar fréttir fyrir íslensku CrossFit stjörnuna Björgvin Karl Guðmundsson ef marka má skoðanir fólks í CrossFit heiminum. Björgvin Karl hefur komist tvisvar sinnum á verðlaunapallinn á heimsleikunum en var ekki meðal þeirra fimm sem komust alla leið í ofurúrslitin í fyrra. Björgvin Karl varð í þriðja sæti bæði 2015 og 2019. Á árunum á milli endaði hann tvisvar í fimmta sæti og einu sinni í áttunda sæti. Heaton Minded setti upp netkönnun um það hver væri líklegastur til að vinna heimsmeistaratitilinn í haust. Sigurvegarinn var enginn annar en Björgvin Karl Guðmundsson eða BKG eins og hann er oft kallaður. View this post on Instagram A post shared by Heatonminded | Crossfit Stats (@heatonminded) Eins og sjá má hér fyrir ofan á niðurstöðum könnunarinnar þá er Björgvin Karl Guðmundsson líklegastur til að vinna heimsleikana í ár. Björgvin Karl fékk 23 prósent atkvæða og var fjórum prósentum á undan Kanadamanninum Patrick Vellner. Björgvin Karl hefur verið meðal átta bestu á heimsleikunum undanfarin sex ár og sá stöðugleiki er örugglega að skila honum mörgum atkvæðum. Patrick Vellner var á verðlaunapallinum þrjú ár í röð frá 2016 til 2018. Hann náði sínum besta árangri 2018 þegar hann endaði í öðru sæti. BKG hefur staðið sig frábærlega í langan tíma en hefur vantað herslumuninn á að fara alla leið. Nú lítur hins vegar út fyrir að fjarvera Fraser gæti opnað fyrir hann leiðina á toppinn. Justin Medeiros fékk síðan fimmtán prósent atkvæða og fjórði var Noah Olsen með þrettán prósent.
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira