Veist þú fyrir hvað Svansmerkið stendur? Hildur Harðardóttir og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir skrifa 15. febrúar 2021 20:00 Rúm þrjátíu ár eru nú síðan Ísland tók þátt í að stofna eitt þekktasta umhverfismerki Evrópu – norræna umhverfismerkið Svaninn. Segja má að Svanurinn hafi ef til vill ekki verið áberandi í umræðunni hér á landi. Síðustu ár hafa fyrirtæki og stofnanir þó lagt sitt lóð á vogarskálarnar og ljáð merkinu rödd sína í ört stækkandi hópi þeirra sem hlotið hafa Svansvottun. Í dag þekkja um 88% Íslendinga Svaninn. Samstarf Norðurlandanna um Svaninn hefur verið farsælt og er fyrirmynd umhverfismerkja um allan heim. En af hverju ættu fyrirtæki að velja Svansvottun? Svansvottuð vara og þjónusta tryggir að hugað er að umhverfinu og heilsu okkar. Umhverfisvitund hefur síðustu ár orðið sífellt mikilvægari þáttur í lífi okkar og teljum við nauðsynlegt að neytendur séu meðvitaðir um lífsferil vöru og þjónustu sem sótt er í. Hinsvegar getur vegferð fyrirtækja í umhverfismálum verið flókin og jafnvel óskýr. Svansvottun er því skýr og metnaðarfull leið fyrir fyrirtæki að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með kerfisbundnum hætti. Svanurinn gerir ríkar umhverfiskröfur til þeirra sem sækjast eftir Svansvottun og þeim kröfum þarf að viðhalda til að missa ekki vottunina. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansins og leiðbeinir umsækjendum í vottunarferlinu. Ávinningur fyrirtækja af því að fara í þetta ferli snýr ekki aðeins að því að lágmarka umhverfisáhrif, heldur fylgir innleiðingunni yfirleitt betri yfirsýn yfir innkaup, úrgang og aðra umhverfisþætti. Sömuleiðis fylgir þessari yfirsýn oft sparnaður í rekstri. Vottunin sendir líka ákveðin skilaboð sem gera fyrirtækið aðlaðandi fyrir starfsmenn sem hafa metnað fyrir umhverfismálum. Kröfur Svansins eru ólíkar, eftir því hvað verið er að votta. Kröfurnar fyrir matvöruverslanir snúast meðal annars um framboð á umhverfisvottuðum og lífrænum vörum, bættri orkunýtni, úrgangsflokkun og matarsóun. Svanurinn setur í viðmiðum sínum fram lágmarks árangur sem þarf að nást í mismunandi flokkum til að fyrirtækið geti hlotið vottun. Krónunni varð fljótt ljóst að kröfur Svansins voru í takt við áherslur sem unnið hafði verið eftir í rekstri fyrirtækisins. Þegar hafði verið lögð mikil áhersla á að minnka matarsóun í aðfangakeðjunni, en vottunin gerir bæði kröfur um að eftirfylgni árangurs sé með mælanlegum hætti og að gögnum sé reglulega miðlað til starfsfólks til stöðugra úrbóta. Svansvottaðar matvöruverslanir þurfa líka að hvetja viðskiptavininn til að nýta sér matvöru „á síðasta séns“ og um leið forðast magntilboð sem auka líkur á matarsóun á heimilum viðskiptavina. Í lok árs 2020 voru allar verslanir Krónunnar Svansvottaðar og er Krónan fyrsta matvöruverslunarkeðjan á Íslandi sem hlýtur Svansvottun. Vottunarferlið var krefjandi og lagði starfsfólk Krónunnar sig mikið fram við að ná þessu markmiði. Stærsta verkefnið var að bæta allt skráningarferli á vörum en ávinningur fyrir Krónuna og viðskiptavini snýr ekki einungis að umhverfismálum heldur jókst gagnsæi með aðgengilegri upplýsingum um vörurnar. Það er krafa um að vottaðar matvöruverslanir bjóði ákveðið vöruúrval af lífrænni og umhverfisvottaðri vöru og mun Krónan nýta sér þessa gagnaskráningu til að miðla til viðskiptavinarins á verðhillumiðum hvort varan sé t.d. lífrænt vottuð og/eða umhverfisvottuð. Hér á landi hafa 43 fyrirtæki hlotið Svansvottun. Það eru þó ekki bara fyrirtæki og vörur sem eru Svansvottaðar, í Urriðarholti í Garðabæ má til dæmis finna einbýlishús og fjölbýlishús sem hlotið hafa Svansvottun. Krónan og Umhverfisstofnun hvetja fyrirtæki og stofnanir, og í raun bara alla, til að skoða sitt nærumhverfi, leggja umhverfinu lið og kanna hvort Svansvottun sé mögulegt markmið fyrir árið 2021. Höfundar eru Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Svansins á Íslandi, og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verslun Umhverfismál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Rúm þrjátíu ár eru nú síðan Ísland tók þátt í að stofna eitt þekktasta umhverfismerki Evrópu – norræna umhverfismerkið Svaninn. Segja má að Svanurinn hafi ef til vill ekki verið áberandi í umræðunni hér á landi. Síðustu ár hafa fyrirtæki og stofnanir þó lagt sitt lóð á vogarskálarnar og ljáð merkinu rödd sína í ört stækkandi hópi þeirra sem hlotið hafa Svansvottun. Í dag þekkja um 88% Íslendinga Svaninn. Samstarf Norðurlandanna um Svaninn hefur verið farsælt og er fyrirmynd umhverfismerkja um allan heim. En af hverju ættu fyrirtæki að velja Svansvottun? Svansvottuð vara og þjónusta tryggir að hugað er að umhverfinu og heilsu okkar. Umhverfisvitund hefur síðustu ár orðið sífellt mikilvægari þáttur í lífi okkar og teljum við nauðsynlegt að neytendur séu meðvitaðir um lífsferil vöru og þjónustu sem sótt er í. Hinsvegar getur vegferð fyrirtækja í umhverfismálum verið flókin og jafnvel óskýr. Svansvottun er því skýr og metnaðarfull leið fyrir fyrirtæki að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið með kerfisbundnum hætti. Svanurinn gerir ríkar umhverfiskröfur til þeirra sem sækjast eftir Svansvottun og þeim kröfum þarf að viðhalda til að missa ekki vottunina. Á Íslandi er Umhverfisstofnun umsjónaraðili Svansins og leiðbeinir umsækjendum í vottunarferlinu. Ávinningur fyrirtækja af því að fara í þetta ferli snýr ekki aðeins að því að lágmarka umhverfisáhrif, heldur fylgir innleiðingunni yfirleitt betri yfirsýn yfir innkaup, úrgang og aðra umhverfisþætti. Sömuleiðis fylgir þessari yfirsýn oft sparnaður í rekstri. Vottunin sendir líka ákveðin skilaboð sem gera fyrirtækið aðlaðandi fyrir starfsmenn sem hafa metnað fyrir umhverfismálum. Kröfur Svansins eru ólíkar, eftir því hvað verið er að votta. Kröfurnar fyrir matvöruverslanir snúast meðal annars um framboð á umhverfisvottuðum og lífrænum vörum, bættri orkunýtni, úrgangsflokkun og matarsóun. Svanurinn setur í viðmiðum sínum fram lágmarks árangur sem þarf að nást í mismunandi flokkum til að fyrirtækið geti hlotið vottun. Krónunni varð fljótt ljóst að kröfur Svansins voru í takt við áherslur sem unnið hafði verið eftir í rekstri fyrirtækisins. Þegar hafði verið lögð mikil áhersla á að minnka matarsóun í aðfangakeðjunni, en vottunin gerir bæði kröfur um að eftirfylgni árangurs sé með mælanlegum hætti og að gögnum sé reglulega miðlað til starfsfólks til stöðugra úrbóta. Svansvottaðar matvöruverslanir þurfa líka að hvetja viðskiptavininn til að nýta sér matvöru „á síðasta séns“ og um leið forðast magntilboð sem auka líkur á matarsóun á heimilum viðskiptavina. Í lok árs 2020 voru allar verslanir Krónunnar Svansvottaðar og er Krónan fyrsta matvöruverslunarkeðjan á Íslandi sem hlýtur Svansvottun. Vottunarferlið var krefjandi og lagði starfsfólk Krónunnar sig mikið fram við að ná þessu markmiði. Stærsta verkefnið var að bæta allt skráningarferli á vörum en ávinningur fyrir Krónuna og viðskiptavini snýr ekki einungis að umhverfismálum heldur jókst gagnsæi með aðgengilegri upplýsingum um vörurnar. Það er krafa um að vottaðar matvöruverslanir bjóði ákveðið vöruúrval af lífrænni og umhverfisvottaðri vöru og mun Krónan nýta sér þessa gagnaskráningu til að miðla til viðskiptavinarins á verðhillumiðum hvort varan sé t.d. lífrænt vottuð og/eða umhverfisvottuð. Hér á landi hafa 43 fyrirtæki hlotið Svansvottun. Það eru þó ekki bara fyrirtæki og vörur sem eru Svansvottaðar, í Urriðarholti í Garðabæ má til dæmis finna einbýlishús og fjölbýlishús sem hlotið hafa Svansvottun. Krónan og Umhverfisstofnun hvetja fyrirtæki og stofnanir, og í raun bara alla, til að skoða sitt nærumhverfi, leggja umhverfinu lið og kanna hvort Svansvottun sé mögulegt markmið fyrir árið 2021. Höfundar eru Hildur Harðardóttir, markaðsstjóri Svansins á Íslandi, og Hjördís Elsa Ásgeirsdóttir, markaðsstjóri Krónunnar.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun