Körfubolti

„Þór Þor­láks­höfn er mann­skaps­lega séð ekki með leik­menn á pari við önnur lið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Þórsarar hafa gert afar vel í Dominos deildinni það sem af er leiktíð.
Þórsarar hafa gert afar vel í Dominos deildinni það sem af er leiktíð. vísir/elín björg

Jón Halldór Eðvaldsson, einn spekinga Domino's Körfuboltakvöld, segir Þór Þorlákshöfn vera með verri mannskap en mörg lið í Domino's deildinni en hins vegar betra lið.

Þór Þorlákshöfn var til umræðu í Domino's Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið en þeir eru í öðru sæti deildarinnar er tíu umferðir eru búnar. Kjartan Atli Kjartansson, Jón Halldór og Sævar Sævarsson ræddu um Þórsliðið á föstudaginn var.

„Ef þú tekur þetta á pappír, kalt mat og lænar þessu upp gegn hinum liðunum í deildinni, þá er Þór Þorlákshöfn mannskapslega séð ekki með leikmenn á pari við önnur lið. Það er mín skoðun og tilfinning,“ sagði Jón Halldór og hélt áfram.

„Þetta er hins vegar flott lið. Það er ekki hægt að segja um öll liðin í deildinni. Önnur lið eru með flotta leikmenn, ekki með flott lið,“ bætti Jón Halldór við. Sævar tók svo við af boltanum.

„Þeir harmónera vel saman. Það eru mismunandi púsl á hverju stað og þegar þeir taka inn af bekknum kemur enn eitt púslið.“

Alla umræðuna um Þór Þorlákshöfn má sjá hér að neðan sem og hláturskast félaganna.

Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Þór Þorlákshöfn

Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×