Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 09:00 Ísland hefur lýst því yfir að það ætli að vera leiðtogi í loftslagsmálum og skipar sér í hóp þeirra ríkja sem vilja stuðla að því að meðalhækkun hitastigs jarðar verði ekki umfram 1,5°C frá iðnbyltingu. Þetta eru vafalaust fögur fyrirheit en staðreyndin er sú að erfitt er að sjá hvernig aðgerðir íslenskra stjórnvalda endurspegla það leiðtogahlutverk sem við höfum tekið að okkur. Hvað varðar alþjóðlegar skuldbindingar hefur Ísland fremur verið að reka lestina en að leiða með góðu fordæmi. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sent út yfirlýsingu um fyrirhugaða uppfærslu á landsmarkmiði (e. NDC) Íslands til Parísarsáttmálans, verður það ekki formlega sent inn fyrr en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en skv. 9. lið 4. gr sáttmálans áttu ríki að senda inn markmið fyrir árslok 2020. Enn fremur sendi Ísland ekki inn þróunaráætlun til langs tíma um litla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árslok 2020 líkt og ríki eru hvött til skv. 19. lið 4. gr. Það hafa hins vegar allar hinar Norðurlandaþjóðirnar gert, sem og ESB, en von er á áætlun frá Íslandi fyrir næstu Loftslagsráðstefnu SÞ (COP26) í nóvember 2021. Markmið Íslands í loftslagsmálum eru heldur ekki til þess fallin að sýna Ísland sem loftslagsleiðtoga. Ísland stefnir á kolefnishlutleysi árið 2040, en frumvarp þess efnis er nú í opnu umsagnarferli. Ísland hefur því ekki lögfest nein losunartengd markmið í loftslagsmálum en sé horft til aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og yfirlýsingu stjórnvalda varðandi landsmarkmið til Parísarsáttmálans mun losun á beinni ábyrgð Íslands dragast saman um allt að 46% frá 2005-2030 og binding aukast. Hér ber hins vegar að hafa í huga að þegar rætt er um losun á beinni ábyrgð Íslands er átt við losun frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum. Ef við hins vegar skoðum heildarlosun, sem tekur einnig tillit til losunar frá stóriðju og landnotkun, sjáum við einungis fram á 15% samdrátt árið 2030. Þar sem brýn þörf er á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda hafa aðildarfélög Loftslagsverkfallsins (UU, LÍS, SHÍ og SÍF) hafið herferðina Aðgerðir strax! en við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Það er lýsandi fyrir ástand loftslagsmála í heiminum að á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans, í desember síðastliðnum, hafi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, kallað eftir því að öll ríki lýstu yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Það hafa íslensk stjórnvöld ekki gert en slík yfirlýsing viðurkennir alvarleika ástandsins og staðfestir vilja stjórnvalda til að bregðast við með viðeigandi hætti. Loftslagsmarkmið verði lögfest Mikilvægt er að lögfesta markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem og markmið um kolefnishlutleysi. Lögfesting markmiða tryggir stefnufestu í málaflokknum og að markmið raungerist þrátt fyrir stjórnarskipti. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Með heildarlosun ásamt landnotkun er átt við þá losun sem fellur undir losun á beina ábyrgð Íslands (þ.e. frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum) ásamt losun frá stóriðju og losun vegna landnotkunar. Markmið um 50% samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir 2030 styður við áform íslenskra stjórnvalda um kolefnishlutleysi fyrir 2040. Sá samdráttur sem ekki næst á fyrri hluta tímabilsins (fyrir 2030) þarf að bæta upp á þeim seinni (2030-2040), og rúmlega það. Losunarmarkmið sem hljóða uppá lægri samdrátt en 50% fyrir 2030, varpa því meirihluta ábyrgðarinnar (og verstu afleiðingum loftslagsbreytinga) á komandi kynslóðir. Framtíð okkar er í húfi og við getum ekki beðið lengur. Við krefjumst aðgerða strax! Höfundur er varaformaður Ungra umhverfissinna og Ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar. Greinin er hluti af Aðgerðir strax! , herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Tinna Hallgrímsdóttir Tengdar fréttir Loftslagshamfarir og landnotkun Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. 13. febrúar 2021 19:01 Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland hefur lýst því yfir að það ætli að vera leiðtogi í loftslagsmálum og skipar sér í hóp þeirra ríkja sem vilja stuðla að því að meðalhækkun hitastigs jarðar verði ekki umfram 1,5°C frá iðnbyltingu. Þetta eru vafalaust fögur fyrirheit en staðreyndin er sú að erfitt er að sjá hvernig aðgerðir íslenskra stjórnvalda endurspegla það leiðtogahlutverk sem við höfum tekið að okkur. Hvað varðar alþjóðlegar skuldbindingar hefur Ísland fremur verið að reka lestina en að leiða með góðu fordæmi. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sent út yfirlýsingu um fyrirhugaða uppfærslu á landsmarkmiði (e. NDC) Íslands til Parísarsáttmálans, verður það ekki formlega sent inn fyrr en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en skv. 9. lið 4. gr sáttmálans áttu ríki að senda inn markmið fyrir árslok 2020. Enn fremur sendi Ísland ekki inn þróunaráætlun til langs tíma um litla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árslok 2020 líkt og ríki eru hvött til skv. 19. lið 4. gr. Það hafa hins vegar allar hinar Norðurlandaþjóðirnar gert, sem og ESB, en von er á áætlun frá Íslandi fyrir næstu Loftslagsráðstefnu SÞ (COP26) í nóvember 2021. Markmið Íslands í loftslagsmálum eru heldur ekki til þess fallin að sýna Ísland sem loftslagsleiðtoga. Ísland stefnir á kolefnishlutleysi árið 2040, en frumvarp þess efnis er nú í opnu umsagnarferli. Ísland hefur því ekki lögfest nein losunartengd markmið í loftslagsmálum en sé horft til aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og yfirlýsingu stjórnvalda varðandi landsmarkmið til Parísarsáttmálans mun losun á beinni ábyrgð Íslands dragast saman um allt að 46% frá 2005-2030 og binding aukast. Hér ber hins vegar að hafa í huga að þegar rætt er um losun á beinni ábyrgð Íslands er átt við losun frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum. Ef við hins vegar skoðum heildarlosun, sem tekur einnig tillit til losunar frá stóriðju og landnotkun, sjáum við einungis fram á 15% samdrátt árið 2030. Þar sem brýn þörf er á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda hafa aðildarfélög Loftslagsverkfallsins (UU, LÍS, SHÍ og SÍF) hafið herferðina Aðgerðir strax! en við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Það er lýsandi fyrir ástand loftslagsmála í heiminum að á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans, í desember síðastliðnum, hafi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, kallað eftir því að öll ríki lýstu yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Það hafa íslensk stjórnvöld ekki gert en slík yfirlýsing viðurkennir alvarleika ástandsins og staðfestir vilja stjórnvalda til að bregðast við með viðeigandi hætti. Loftslagsmarkmið verði lögfest Mikilvægt er að lögfesta markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem og markmið um kolefnishlutleysi. Lögfesting markmiða tryggir stefnufestu í málaflokknum og að markmið raungerist þrátt fyrir stjórnarskipti. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Með heildarlosun ásamt landnotkun er átt við þá losun sem fellur undir losun á beina ábyrgð Íslands (þ.e. frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum) ásamt losun frá stóriðju og losun vegna landnotkunar. Markmið um 50% samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir 2030 styður við áform íslenskra stjórnvalda um kolefnishlutleysi fyrir 2040. Sá samdráttur sem ekki næst á fyrri hluta tímabilsins (fyrir 2030) þarf að bæta upp á þeim seinni (2030-2040), og rúmlega það. Losunarmarkmið sem hljóða uppá lægri samdrátt en 50% fyrir 2030, varpa því meirihluta ábyrgðarinnar (og verstu afleiðingum loftslagsbreytinga) á komandi kynslóðir. Framtíð okkar er í húfi og við getum ekki beðið lengur. Við krefjumst aðgerða strax! Höfundur er varaformaður Ungra umhverfissinna og Ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar. Greinin er hluti af Aðgerðir strax! , herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Loftslagshamfarir og landnotkun Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. 13. febrúar 2021 19:01
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun