Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Sindri Sverrisson skrifar 9. febrúar 2021 09:59 Björgvin Páll Gústavsson er nýkominn heim eftir að hafa verið með landsliðinu á HM í Egyptalandi. Hann mun spila með Haukum fram á sumar en söðla svo um. vísir/Vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. „Við höfum heyrt því hvíslað að Hlíðarendafélagið Valur gæti verið hugsanleg endastöð hjá Björgvini,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar. Í yfirlýsingu frá Björgvini í gærkvöld, þegar greint var frá því að hann vildi nýta sér uppsagnarákvæði og yfirgefa Hauka í sumar, sagðist hann vilja meiri tíma með fjölskyldu sinni. „Valsmenn bara standa best. Þarna kemur fram að hann vill komast í fullt starf í handboltanum. Það eru ekki mörg félög sem hafa efni á því,“ sagði Henry. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Björgvin Páll á förum „Þetta rímar við það sem við heyrum í fótboltanum, að þeir ætli að vera með menn uppi á Hlíðarenda allan daginn og séu virkilega farnir að hugsa um sportið eins og þeir séu atvinnumenn. Það er þá kannski það sem hann er að spá í,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Kannski hefur Aron minni þolinmæði Björgvin mun klára tímabilið með Haukum en mun það hafa áhrif á hans frammistöðu, eða gengi Hauka? „Ég held ekki,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Menn eru oft að spila á móti bræðrum sínum eða fyrrverandi liðsfélögum, og oft eru menn búnir að gera munnlegt samkomulag um að ganga í lið án þess að það sé nokkuð uppi á borði. Ég held að þetta hafi svo sem engin áhrif. Kannski hefur Aron Kristjánsson eitthvað minni þolinmæði og lætur Andra Scheving spila meira, eða einhver þannig pirringur. En Bjöggi er bara það góður markvörður og of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif,“ sagði Jóhann og bætti við: „Ég held að hann vilji meira en allt klára þetta með titli hjá Haukum. Hann rétt missti af því þegar hann var þar síðast og ég held að hann langi mikið að klára þennan titil í ár.“ Ásgeir tók í sama streng: „Bjöggi er fagmaður í sínu. Haukarnir hugsa umfram allt um að vinna titla. Þeir leggja höfuðáherslu á að láta eitthvað svona ekki trufla það. Bara áfram gakk og tökum næsta titil.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Valur Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira
„Við höfum heyrt því hvíslað að Hlíðarendafélagið Valur gæti verið hugsanleg endastöð hjá Björgvini,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson, stjórnandi Seinni bylgjunnar. Í yfirlýsingu frá Björgvini í gærkvöld, þegar greint var frá því að hann vildi nýta sér uppsagnarákvæði og yfirgefa Hauka í sumar, sagðist hann vilja meiri tíma með fjölskyldu sinni. „Valsmenn bara standa best. Þarna kemur fram að hann vill komast í fullt starf í handboltanum. Það eru ekki mörg félög sem hafa efni á því,“ sagði Henry. Umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Björgvin Páll á förum „Þetta rímar við það sem við heyrum í fótboltanum, að þeir ætli að vera með menn uppi á Hlíðarenda allan daginn og séu virkilega farnir að hugsa um sportið eins og þeir séu atvinnumenn. Það er þá kannski það sem hann er að spá í,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Kannski hefur Aron minni þolinmæði Björgvin mun klára tímabilið með Haukum en mun það hafa áhrif á hans frammistöðu, eða gengi Hauka? „Ég held ekki,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. „Menn eru oft að spila á móti bræðrum sínum eða fyrrverandi liðsfélögum, og oft eru menn búnir að gera munnlegt samkomulag um að ganga í lið án þess að það sé nokkuð uppi á borði. Ég held að þetta hafi svo sem engin áhrif. Kannski hefur Aron Kristjánsson eitthvað minni þolinmæði og lætur Andra Scheving spila meira, eða einhver þannig pirringur. En Bjöggi er bara það góður markvörður og of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif,“ sagði Jóhann og bætti við: „Ég held að hann vilji meira en allt klára þetta með titli hjá Haukum. Hann rétt missti af því þegar hann var þar síðast og ég held að hann langi mikið að klára þennan titil í ár.“ Ásgeir tók í sama streng: „Bjöggi er fagmaður í sínu. Haukarnir hugsa umfram allt um að vinna titla. Þeir leggja höfuðáherslu á að láta eitthvað svona ekki trufla það. Bara áfram gakk og tökum næsta titil.“ Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Valur Haukar Seinni bylgjan Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Níu marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Þrír markverðir valdir en enginn Bjarki Már Haukar einir á toppnum og HK á hraðri leið upp töfluna Tíu marka kvöld hjá Orra í Meistaradeildinni KA-menn fögnuðu fjórða sigrinum í röð og nú á móti Val Ekki góð ferð til Lemgo hjá Hauki og félögum Meira harpix á milli Íslands, Færeyja og Grænlands Gæti misst af HM ef hún fær ekki vegabréf fyrir nýfædda dóttur sína Fórnaði frægasta hári handboltans Portúgalarnir í skýjunum yfir gestrisni Framara Hafa unnið 31 af síðustu 33 leikjum í deild og Meistaradeild „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss Sjá meira