Halda vart vatni yfir mosfellsku skyttunni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2021 16:31 Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur skotist fram á sjónarsviðið í vetur. Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur leikið vel með Aftureldingu í upphafi tímabils og hrifið sérfræðinga Seinni bylgjunnar. Þorsteinn skoraði átta mörk úr níu skotum þegar Afturelding tapaði fyrir FH, 27-33, í Olís-deildinni í gær þrátt fyrir að spila lengst af hægra megin fyrir utan. Þessi átján ára skytta er markahæsti leikmaður Aftureldingar á tímabilinu með 26 mörk í sjö leikjum. „Hann er að leysa þetta frábærlega. Hann gerir helling af mistökum, aðallega sendingar. Hann er stór og er kannski enn að læra á líkamann. Hann er enn að þroskast,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Hann lýgur engu með að Þorsteinn sé stór, nánar tiltekið 2,05 metrar á hæð og vel yfir hundrað kíló. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Leó Jóhann Gunnar kveðst ánægður með hversu mikið traust Þorsteinn fær frá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar. „Hann er ekkert að kippa honum út af. Það kviknar á honum og hann tekur þrjú til fjögur mörk í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að Þorsteinn sé ekki bara langskytta, hann hafi ýmislegt annað fram að færa. „Hann virðist vera flinkur. Hann er að brjótast í gegn og er mjög lunkinn í að fiska menn út af. Mér finnst hann þurfa að skjóta aðeins meira fyrir utan. Það þarf nýta þessa miklu stærð sem hann hefur og skotlagið hans er þannig að hann er mjög hátt með höndina,“ sagði Ásgeir Örn. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Umfjöllun: Afturelding - FH 27-33 | FH aftur á beinu brautina Eftir jafntefli gegn KA um helgina komst FH aftur á beinu brautina eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. 8. febrúar 2021 21:11 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Þorsteinn skoraði átta mörk úr níu skotum þegar Afturelding tapaði fyrir FH, 27-33, í Olís-deildinni í gær þrátt fyrir að spila lengst af hægra megin fyrir utan. Þessi átján ára skytta er markahæsti leikmaður Aftureldingar á tímabilinu með 26 mörk í sjö leikjum. „Hann er að leysa þetta frábærlega. Hann gerir helling af mistökum, aðallega sendingar. Hann er stór og er kannski enn að læra á líkamann. Hann er enn að þroskast,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson í Seinni bylgjunni í gær. Hann lýgur engu með að Þorsteinn sé stór, nánar tiltekið 2,05 metrar á hæð og vel yfir hundrað kíló. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Leó Jóhann Gunnar kveðst ánægður með hversu mikið traust Þorsteinn fær frá Gunnari Magnússyni, þjálfara Aftureldingar. „Hann er ekkert að kippa honum út af. Það kviknar á honum og hann tekur þrjú til fjögur mörk í röð,“ sagði Jóhann Gunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að Þorsteinn sé ekki bara langskytta, hann hafi ýmislegt annað fram að færa. „Hann virðist vera flinkur. Hann er að brjótast í gegn og er mjög lunkinn í að fiska menn út af. Mér finnst hann þurfa að skjóta aðeins meira fyrir utan. Það þarf nýta þessa miklu stærð sem hann hefur og skotlagið hans er þannig að hann er mjög hátt með höndina,“ sagði Ásgeir Örn. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Afturelding Seinni bylgjan Tengdar fréttir Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59 Umfjöllun: Afturelding - FH 27-33 | FH aftur á beinu brautina Eftir jafntefli gegn KA um helgina komst FH aftur á beinu brautina eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. 8. febrúar 2021 21:11 Mest lesið Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Íslenski boltinn „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Íslenski boltinn Haukar og Fram með mikilvæga sigra Handbolti Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins Handbolti Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Fótbolti Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Fótbolti Fleiri fréttir Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Sjá meira
Björgvin Páll til Vals? „Of mikill fagmaður til að þetta hafi áhrif“ Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður í handbolta, gæti verið á leið til Vals í sumar eftir að ljóst varð að hann yrði ekki áfram hjá Haukum. Málið var rætt í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. 9. febrúar 2021 09:59
Umfjöllun: Afturelding - FH 27-33 | FH aftur á beinu brautina Eftir jafntefli gegn KA um helgina komst FH aftur á beinu brautina eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbæ. 8. febrúar 2021 21:11