Körfubolti

„Langt frá því að vera nógu góðir og það er á­hyggju­efni“

Karl Jónsson skrifar
Finnur á hliðarlínunni í kvöld.
Finnur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/vilhelm

Finnur Freyr Stefánsson þjálfari Valsmanna byrjaði á því að hrósa Þórsurum fyrir þeirra leik eftir að Valur tapaði fyrir Þór norða heiða í dag.

„Þeir voru frábærir og þegar við náðum að hægja eitthvað á Ivan og Dedrick stigu aðrir upp.“

Finnur sagði að frammistaða dagsins snúist ekki um hvað vantar í liðið heldur að frammistaða leikmanna hafi ekki verið nægilega góð.

„Þegar við náðum að stoppa þá í vörninni, tóku þeir sóknarfráköst, eða við töpum boltanum á fáránlegan hátt auk þess sem sumar varnarróteringar voru ekki í lagi.“

Finnur sagði liðið ekkert vera á neitt góðum stað.

„Jú við erum vissulega komnir með einhverja þrjá sigra en við erum langt frá því að vera nógu góðir og það er áhyggjuefni. Við eigum von á bandarískum leikmanni en stóra málið er að vinna með þann hóp sem er á gólfinu í dag,“ sagði Finnur að lokum.


Tengdar fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Þór Ak. - Valur 98-89 | Annar sigur Þórs í röð

Þórsarar voru í góðu færi á að tengja tvo sigurleiki saman þegar Valsmenn komu í heimsókn í Höllina í dag. Leikurinn var nánast á messutíma, eða kl. 15.30 vegna hagræðis fyrir aðkomuliðið að komast fram og til baka með flugi. Í stuttu máli var ljóst strax í upphafi að Þórsarar ætluðu að keyra upp hraðann og baráttuna í vörninni og sigur þeirra var mjög sanngjarn 98-89.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×