Handbolti

Ó­vænt úr­slit í Safa­mýri, endur­koma fyrir norðan og Grótta vann sex stiga leikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Grótta hafði betur gegn ÍR í gærkvöldi.
Grótta hafði betur gegn ÍR í gærkvöldi. vísir/vilhelm

Olís deild karla er byrjuð að rúlla á nýjan leik. Deildin fór af stað um helgina eftir ansi langa pásu, bæði vegna kórónuveirunnar og HM, en í gær fóru fram þrír leikir.

Það var sex stiga fallslagur í Seltjarnanesi þar sem Grótta hafði betur gegn ÍR, 29-21, en flestir búast við að þessi lið verði að berjast í neðri hlutanum í vetur.

Gróttumenn, sem eru nýliðar, voru í raun mun sterkari aðilinn allan leikinn og unnu verðskuldaðan átta marka sigur.

Þeir eru því komnir með fjögur stig en ÍR er á botni deildarinnar án stiga. Ekki bjart yfir Breiðholtinu.

Fyrir norðan vann Afturelding frábæran sigur á KA, 25-24, og er því enn taplaus í deildinni.

KA menn voru með góð tök á leiknum áður en sóknarleikurinn hrökk í baklás og liðið tapaði hverjum boltanum á fætur öðrum.

Afturelding kom til baka og er á toppnum með níu stig en KA með fjögur stig í áttunda sætinu.

Fram skellti Val í Reykjavíkurslag 26-21, eftir að hafa verið 16-11 yfir í hálfleik.

Úrslitin komu nokkuð á óvart enda Valur talið með eitt sterkasta liðið í deildinni og þetta var annar sigur Fram í fyrstu sex leikjunum.

Valur er með átta stig í þriðja sætinu en Fram er í sjöunda sætinu með fimm stig.

Svava Kristín Grétarsdóttir fór yfir leikina þrjá og yfirferðina má sjá hér að neðan.

Klippa: Sportpakkinn - Olís deildar karla yfirferð

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×