Handbolti

Björgvin Páll: Maður sá sára menn sem voru búnir með alla orku

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson bar fyrirliðabandið í síðustu tveimur leikjum Íslands á HM í Egyptalandi.
Björgvin Páll Gústavsson bar fyrirliðabandið í síðustu tveimur leikjum Íslands á HM í Egyptalandi. vísir/vilhelm

Björgvin Páll Gústavsson var fyrirliði íslenska liðsins gegn því norska í síðasta leik þess á HM í Egyptalandi. Íslendingar léku vel í leiknum en það dugði ekki til gegn öflugum Norðmönnum sem unnu tveggja marka sigur, 33-35.

„Ég er stoltur af frammistöðunni og af liðinu okkar í öllum leikjunum á mótinu,“ sagði Björgvin við Vísi eftir leik.

„Í klefanum eftir leik sá maður sára menn sem voru búnir með alla orku. Við skildum allt eftir á vellinum.“

Sóknarleikur íslenska liðsins var framúrskarandi í dag og það er ekki á hverjum degi sem Noregur fær á sig 33 mörk í leik.

„Þetta var stórkostlegur sóknarleikur, sérstaklega þar sem varnarleikurinn hjá Noregi er mjög góður. Menn eins og Ólafur Guðmundsson stigu upp og allir sem komu inn á skiluðu sínu,“ sagði Björgvin.

Íslendingum gekk aftur á móti erfiðlega að eiga við Norðmenn í vörninni.

„Við lentum í smá vandræðum þar. Þeir eru mjög þungir og mjög góðir og það varð eitthvað að gefa,“ sagði Björgvin.

Hann segir að framtíð íslenska liðsins sé björt, á því liggi ekki nokkur vafi.

„Algjörlega, það er sama hver kemur inn, allir skila sínu. Elliði mætir til dæmis inn og skilar ekkert eðlilega góðu stórmóti,“ sagði Björgvin. „Þetta er öflugur og samheldinn hópur sem berst sem einn maður.“


Tengdar fréttir

„Mér finnst framtíðin ótrúlega björt“

„Þetta er einstakur hópur og ég vona að það skili sér heim í stofu hvers konar ofboðsleg barátta og ósérhlífni er hér í gangi.“ Þetta sagði Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari við RÚV eftir síðasta leik Íslands á HM í handbolta í Egyptalandi.

„Sáttur og stoltur að vera partur af þessu liði“

„Við spiluðum mjög góða sókn mest allan leikinn. Við fáum frábært færi nánast hverri sókn en eins góð vörnin hefur verið þá klikkar hún dálítið í dag,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, eftir tapið gegn Norðmönnum á HM í Egyptalandi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×