Handbolti

Ýmir: Hafði trú á að við gætum farið í átta liða úrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ýmir Örn Gíslason brýtur á Christian O'Sullivan.
Ýmir Örn Gíslason brýtur á Christian O'Sullivan. epa/Anne-Christine Poujoulat

Ýmir Örn Gíslason stóð að venju í ströngu í íslensku vörninni gegn Noregi í dag. Hann var svekktur en jafnframt stoltur eftir leikinn sem endaði með norskum sigri, 33-35.

„Vissulega er maður stoltur, hvernig við komum inn í leikinn og allt. Í þessum síðustu tveimur leikjum sést hvað er orðinn lítill munur á okkur og þessum þjóðum. Við erum algjörlega að taka næsta skref,“ sagði Ýmir við Vísi eftir leik.

„Við spiluðum vel, sérstaklega þar sem þetta er í lok móts og við einungis að spila upp á stoltið. Mér fannst við klára þetta vel en fórum með dauðafæri í lokin sem er dýrt gegn svona stórum liðum.“

Íslenska liðið fékk tækifæri til að jafna undir lokin en nýtti þau ekki.

„Við áttum að gera betur og setja pressu á þá. Þetta er spurning um að skora og verja á réttum tíma,“ sagði Ýmir.

Honum finnst íslenska liðið vera á betri stað núna en fyrir heimsmeistaramótið.

„Já, ég hafði samt bullandi trú á þessu fyrir móti og trúði virkilega að við gætum farið lengra og í átta liða úrslit,“ sagði Ýmir.

„Ég hef fulla trú á að við séum að stíga rétt skref. Svissleikurinn situr mest í okkur og síðustu tíu mínúturnar gegn Frökkum.“


Tengdar fréttir

„Sáttur og stoltur að vera partur af þessu liði“

„Við spiluðum mjög góða sókn mest allan leikinn. Við fáum frábært færi nánast hverri sókn en eins góð vörnin hefur verið þá klikkar hún dálítið í dag,“ sagði Gísli Þorgeir Kristjánsson, leikmaður Íslands, eftir tapið gegn Norðmönnum á HM í Egyptalandi í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.