NBA dagsins: Flautuþristur og troðsla LeBrons bæði meðal fimm flottustu tilþrifa næturinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2021 14:45 LeBron James var reyndar ekki svo heitur að hann þurfti að leggjast á kæliboxið en hann hitti engu að síður mjög vel fyrir utan í sigri Los Angeles Lakers í nótt. AP/Troy Taormina Það voru kannski bara þrír leikir á dagskrá í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það vantaði ekki tilþrifin og þeir LeBron James, Donovan Mitchell og RJ Barrett hafa allir ekki skorað meira í einum leik í vetur. LeBron James hitti mjög vel í góðum útisigri Los Angeles Lakers á Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í nótt og gerði mun betur en Giannis Antetokounmpo í uppgjöri tveggja bestu leikmanna síðasta tímabils. LeBron James var neð 34 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst en hann hitti meðal annars úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Giannis skoraði 25 stig en tók 12 fráköst að auki. Los Angeles Lakers liðið hefur þar með unnið 12 af 16 leikjum tímabilsins en Milwaukee Bucks er ekki að gera jafnvel og í fyrra. Bucks er með 9 sigra og 6 töp í vetur. Þetta var það mesta sem LeBron James hefur skorað í einum leik í vetur en annar öflugur leikmaður afrekað það sama í nótt. Donovan Mitchell átti nefnilega frábært kvöld með Utah Jazz í 129-118 sigri á New Orleans Pelicans en þetta var sjöundi sigur Utah liðsins í röð. Mitchell skoraði 36 stig fyrir Utah og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Klippa: NBA dagsins (frá 21. janúar 2021) New York Knicks er að spila vel þessa dagana og vann 119-104 sigur á Golden State Warriors. Þetta var þriðji sigur Knicks í röð en RJ Barrett fór á kostum og skoraði 28 stig. Stephen Curry skoraði 30 stig fyrir Golden State Warriors en Draymond Green var rekinn út úr húsi í lok fyrri hálfleiks fyrir að öskra á liðsfélaga sinn, nýliðann James Wiseman. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir úr þessum þremur leikjum sem voru á dagskránni í NBA-deildinni í þótt. Þar má einnig sjá fimm flottustu tilþrif næturinnar en LeBron James átti fjörutíu prósent þeirra. Fyrri tilþrifin voru glæsileg troðsla og það seinna, tilþrif kvöldsins, var þriggja stiga karfa sem hann skoraði af löngu færi og rétt áður en skotklukkan rann út. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Tengdar fréttir NBA dagsins: Nýklipptur og nýrakaður en ennþá sami „Jókerinn“ Nikola Jokic sýndi það enn á ný í nótt hversu frábær körfuboltamaður hann er. 20. janúar 2021 15:01 NBA dagsins: Steph Curry setti niður stóra skotið en ekki Lebron James Golden State Warriors og Brooklyn Nets sendu skýr skilaboð með góðum sigrum í NBA-deildinni í nótt. 19. janúar 2021 14:31 NBA dagsins: Háloftafuglinn Zion í stuði og Doncic fór fram úr Jordan Zion Williamson og Luka Doncic buðu upp á flott tilþrif í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en útkoman í leikjum liða þeirra var ólík. 18. janúar 2021 15:01 NBA dagsins: Alvöru tröllatroðslur og fleiri tilþrif Miles Bridges átti flottustu tilþrifin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann tróð boltanum af miklum krafti í leik Charlotte Hornets við Toronto Raptors. Tíu bestu tilþrif næturinnar má sjá í meðfylgjandi klippu. 15. janúar 2021 14:32 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
LeBron James hitti mjög vel í góðum útisigri Los Angeles Lakers á Milwaukee Bucks í NBA-deildinni í nótt og gerði mun betur en Giannis Antetokounmpo í uppgjöri tveggja bestu leikmanna síðasta tímabils. LeBron James var neð 34 stig, 8 stoðsendingar og 6 fráköst en hann hitti meðal annars úr 6 af 10 þriggja stiga skotum sínum. Giannis skoraði 25 stig en tók 12 fráköst að auki. Los Angeles Lakers liðið hefur þar með unnið 12 af 16 leikjum tímabilsins en Milwaukee Bucks er ekki að gera jafnvel og í fyrra. Bucks er með 9 sigra og 6 töp í vetur. Þetta var það mesta sem LeBron James hefur skorað í einum leik í vetur en annar öflugur leikmaður afrekað það sama í nótt. Donovan Mitchell átti nefnilega frábært kvöld með Utah Jazz í 129-118 sigri á New Orleans Pelicans en þetta var sjöundi sigur Utah liðsins í röð. Mitchell skoraði 36 stig fyrir Utah og hitti úr 6 af 8 þriggja stiga skotum sínum. Klippa: NBA dagsins (frá 21. janúar 2021) New York Knicks er að spila vel þessa dagana og vann 119-104 sigur á Golden State Warriors. Þetta var þriðji sigur Knicks í röð en RJ Barrett fór á kostum og skoraði 28 stig. Stephen Curry skoraði 30 stig fyrir Golden State Warriors en Draymond Green var rekinn út úr húsi í lok fyrri hálfleiks fyrir að öskra á liðsfélaga sinn, nýliðann James Wiseman. Hér fyrir ofan má sjá svipmyndir úr þessum þremur leikjum sem voru á dagskránni í NBA-deildinni í þótt. Þar má einnig sjá fimm flottustu tilþrif næturinnar en LeBron James átti fjörutíu prósent þeirra. Fyrri tilþrifin voru glæsileg troðsla og það seinna, tilþrif kvöldsins, var þriggja stiga karfa sem hann skoraði af löngu færi og rétt áður en skotklukkan rann út. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Tengdar fréttir NBA dagsins: Nýklipptur og nýrakaður en ennþá sami „Jókerinn“ Nikola Jokic sýndi það enn á ný í nótt hversu frábær körfuboltamaður hann er. 20. janúar 2021 15:01 NBA dagsins: Steph Curry setti niður stóra skotið en ekki Lebron James Golden State Warriors og Brooklyn Nets sendu skýr skilaboð með góðum sigrum í NBA-deildinni í nótt. 19. janúar 2021 14:31 NBA dagsins: Háloftafuglinn Zion í stuði og Doncic fór fram úr Jordan Zion Williamson og Luka Doncic buðu upp á flott tilþrif í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en útkoman í leikjum liða þeirra var ólík. 18. janúar 2021 15:01 NBA dagsins: Alvöru tröllatroðslur og fleiri tilþrif Miles Bridges átti flottustu tilþrifin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann tróð boltanum af miklum krafti í leik Charlotte Hornets við Toronto Raptors. Tíu bestu tilþrif næturinnar má sjá í meðfylgjandi klippu. 15. janúar 2021 14:32 Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Hrædd um að fá í magann eftir að hún „bókstaflega skeit á sig“ í Köben Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fleiri fréttir Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Sjá meira
NBA dagsins: Nýklipptur og nýrakaður en ennþá sami „Jókerinn“ Nikola Jokic sýndi það enn á ný í nótt hversu frábær körfuboltamaður hann er. 20. janúar 2021 15:01
NBA dagsins: Steph Curry setti niður stóra skotið en ekki Lebron James Golden State Warriors og Brooklyn Nets sendu skýr skilaboð með góðum sigrum í NBA-deildinni í nótt. 19. janúar 2021 14:31
NBA dagsins: Háloftafuglinn Zion í stuði og Doncic fór fram úr Jordan Zion Williamson og Luka Doncic buðu upp á flott tilþrif í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en útkoman í leikjum liða þeirra var ólík. 18. janúar 2021 15:01
NBA dagsins: Alvöru tröllatroðslur og fleiri tilþrif Miles Bridges átti flottustu tilþrifin í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann tróð boltanum af miklum krafti í leik Charlotte Hornets við Toronto Raptors. Tíu bestu tilþrif næturinnar má sjá í meðfylgjandi klippu. 15. janúar 2021 14:32