NBA dagsins: Nýklipptur og nýrakaður en ennþá sami „Jókerinn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. janúar 2021 15:01 Nikola Jokic sést hér á ferðinni með Denver Nuggets á móti Oklahoma City Thunder í nótt. AP/David Zalubowski) Nikola Jokic sýndi það enn á ný í nótt hversu frábær körfuboltamaður hann er. Nikola Jokic lék aðeins fyrstu þrjá leikhlutana í 119-101 sigri Denver Nuggets á Oklahoma City Thunder. Á aðeins 28 mínútum var hann með 27 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Jokic mætti nýklipptur og nýrakaður til leiks en hélt áfram að sprengja upp varnir mótherja sinna með leikskilningi sínum og útsjónarsemi. Ekki hraðasti maðurinn á vellinum en líklega oftast sá klókasti. „Hann fær ekki það hrós sem hann á skilið en kannski er það vegna þess að hann er með neinar tilþrifatroðslur. Hann er með tilfinningu í puttunum sem ég hef aldrei séð áður. Hann endar án efa í heiðurshöllinni,“ sagði Monte Morris um liðsfélaga sinn. Jokic gaf tóninn strax í byrjun og skoraði fimmtán af fyrst 28 stigum Denver liðsins. Hann hefði eflaust skilað hærri tölum ef liðið hefði þurft á því að halda en sigurinn var aldrei í hættu eftir frábæra byrjun. Nikola Jokic er með 25,1 stig, 11,4 fráköst og 10,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórtán leikjunum en hann er efstur í stoðsendingum í deildinni þrátt fyrir að vera 211 sentímetra miðherji. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum sem og bestu tilþrifin frá nóttinni. watch on YouTube watch on YouTube NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Nikola Jokic lék aðeins fyrstu þrjá leikhlutana í 119-101 sigri Denver Nuggets á Oklahoma City Thunder. Á aðeins 28 mínútum var hann með 27 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar. Jokic mætti nýklipptur og nýrakaður til leiks en hélt áfram að sprengja upp varnir mótherja sinna með leikskilningi sínum og útsjónarsemi. Ekki hraðasti maðurinn á vellinum en líklega oftast sá klókasti. „Hann fær ekki það hrós sem hann á skilið en kannski er það vegna þess að hann er með neinar tilþrifatroðslur. Hann er með tilfinningu í puttunum sem ég hef aldrei séð áður. Hann endar án efa í heiðurshöllinni,“ sagði Monte Morris um liðsfélaga sinn. Jokic gaf tóninn strax í byrjun og skoraði fimmtán af fyrst 28 stigum Denver liðsins. Hann hefði eflaust skilað hærri tölum ef liðið hefði þurft á því að halda en sigurinn var aldrei í hættu eftir frábæra byrjun. Nikola Jokic er með 25,1 stig, 11,4 fráköst og 10,0 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fjórtán leikjunum en hann er efstur í stoðsendingum í deildinni þrátt fyrir að vera 211 sentímetra miðherji. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum sem og bestu tilþrifin frá nóttinni. watch on YouTube watch on YouTube
NBA Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira