Þjóðþekktir á meðal hinna hugrökku á slysstað í Skötufirði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. janúar 2021 08:00 Frá vettvangi í Skötufirði í morgun. Lögreglan á Vestfjörðum segir að fjórir vegfarendur sem fyrstir komu á vettvang umferðarslyssins í Skötufirði þann 16. janúar hafi sýnt mikið hugrekki og unnið vel á vettvangi. Fjórmenningarnir eru sumir hverjir þjóðþekktir og segir lögregla að þeir hafi veitt fyrstu hjálp í slysinu. Á endanum kostaði slysið unga móður og barn hennar, sem búsett voru á Flateyri, lífið. Slysið varð upp úr klukkan tíu laugardagsmorguninn 16. janúar en tilkynning barst Neyðarlínunni klukkan 10:16. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að tveir vegfarendur, sem hringdu á Neyðarlínuna, hefðu komið fyrstir á vettvang og þegar hafið að gera ráðstafanir til að koma fólkinu til bjargar. Tomasz Majewski, fjölskyldufaðirinn sem lifði af slysið, og fjölskylda hans þökkuðu í gær fyrir þann mikla samhug sem þau hefðu fundið undanfarna daga við fráfall Kamilu konu hans og sonarins Mikolaj. Þá komu þau á framfæri kæru þakklæti til allra viðbragðsaðila sem kallaðir á vettvang, starfsfólks Landspítalans og til vegfarendanna sem voru fyrstir á vettvang. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um að ræða forsvarsmenn Hraðfrystihússins Gunnvarar á Hnífsdal, þá Einar Val Kristjánsson framkvæmdastjóra og Kristján G. Jóakimsson vinnslu- og markaðsstjóra. Einar Valur Kristjánsson er að sögn þeirra sem til hans þekkja hamhleypa til verka. Kom fáum á óvart að hann beið ekki boðanna á slysstað og hófst handa við björgunaraðgerðir.Vísir/Hafþór Einar Valur var áberandi í fjölmiðlum vegna frétta af frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni þar sem fjöldi skipverja greindist með Covid-19. Komu mæðginum í land og föður upp á bíl Þeim Einari Val og Kristjáni bættist við liðsauki skömmu síðar þegar tveir menn til viðbótar mættu á vettvang. Annar þeirra var Brynjar Örn Þorbjörnsson Ísfirðingur og björgunarsveitarmaður sem mun hafa verið í tíu til fimmtán mínútna akstursfjarlægð þegar útkall barst. Hinn var Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður og hjólreiðakappi, sem öðlaðist landfrægð þegar hann komst lífs af í sjóslysi undan ströndum Noregs í janúar 2012. Muna margir eftir frásögn Eiríks Inga af slysinu í Kastljósi sama ár. Eiríkur Ingi Jóhannsson var valinn maður ársins að mati hlustenda Bylgjunnar árið 2012.Vísir Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst því hvernig fyrrnefndum fjórum tókst að koma konunni og barninu upp á land þar sem hafin var endurlífgun. Faðirinn var slasaður en með meðvitund á þaki bílsins á meðan fjórmenningarnir gerðu hvað þeir gátu til að bjarga konu og barni á meðan beðið var eftir frekari aðstoð. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu átti enginn annar bíll leið fram hjá slysstað þangað til viðbragðsaðilar mættu á svæðið um klukkustund síðar. Má telja heppni að þrír bílar hafi átt leið hjá skömmu eftir að slysið varð. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar Lögreglan á Vestfjörðum segir að klukkustund eftir að tilkynningin barst hafi fyrstu viðbragðsaðilar verið komnir á vettvang og tekið við endurlífgun og öðrum aðgerðum á vettvangi. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar komu á vettvang, með tvo lækna og kafara. Fyrir voru um fimmtíu viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og lögreglumenn, auk tveggja lækna sem komu frá Ísafirði. Bíllinn hafnaði úti í sjó en flughált var á veginum. Hann er ekki hálkuvarinn á þessum kafla.Vísir/Hafþór Björgunarsveitarmenn komu á vettvang á tveimur björgunarskipum, þeim Gísla Jóns frá Ísafirði og Kobba Láka frá Bolungarvík. Föðurnum var bjargað af bílflakinu um borð í annan björgunarbátinn. Hann var ekki alvarlega slasaður en orðinn kaldur. Þyrlur Landhelgisgæslunnar fluttu fjölskylduna svo til Reykjavíkur. Konan lést á laugardagskvöld og litli drengurinn á þriðjudaginn. Löng bílferð eftir næturflug frá Póllandi Fjölskyldan var nýkomin frá Póllandi og lenti á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt laugardagsins. Fjölskyldan keyrði beinustu leið vestur á firði enda krafa um að þeir sem koma til landsins fari beint í fimm daga sóttkví fram að seinni sýnatöku. Læknir á Ísafirði sagði í framhaldinu ótækt að halda því að ferðalöngum, sem búsettir eru á landsbyggðinni og koma frá útlöndum, að koma sér tafarlaust á skráðan sóttkvíarstað, jafnvel þótt þeir eigi langt ferðalag fyrir höndum. Leggja eigi áherslu á að fólk geti hvílt sig í grennd við flugvöllinn, frekar en að „etja þreyttum ferðalöngum út í að keyra um landið þvert og endilangt“ við erfið skilyrði. Jóhann Sigurjónsson býr í Svíþjóð og starfar þar sem læknir. Hann er Ísfirðingur og kemur reglulega heim til að vinna á sjúkrahúsinu á Ísafirði, hvar hann er staddur nú. Vegna þessa þurfti aðgerðastjórn og umdæmissóttvarnalæknir að setja alls 18 viðbragðsaðila í úrvinnslusóttkví auk þeirra fjögurra einstaklinga sem komu fyrstir á vettvang, alls 22 manns. Ef „brýna nauðsyn“ ber til Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn var inntur eftir því á upplýsingafundi á mánudag hvort fólk þyrfti að fara beint heim til sín við komuna til landsins, óháð því hversu langt það þurfi að fara innanlands eftir að það lendir á flugvellinum, og hvort þetta fólk megi til dæmis leita í farsóttarhús. Fjölskyldan var nýkomin frá Póllandi eftir næturflug og við tók keyrsla heim á Flateyri sem tekur að lágmarki sex klukkustundir við eðlileg akstursskilyrði.Vísir/Vilhelm Rögnvaldur benti á að sum hótel gæfu sig út fyrir að hýsa fólk í sóttkví. Listi yfir þau væri aðgengilegur á netinu. Þá vísaði hann einnig til þess að í reglum stæði að verja mætti fyrstu nóttinni annars staðar en heima ef „brýna nauðsyn“ beri til. „Þannig að það er alveg hugsað fyrir þessu í leiðbeiningunum og reglunum, að fólk á að hafa svigrúm til að hvíla sig áður en það leggur í svona ferðalag þegar það er nýkomið til landsins.“ Mikil hálka á veginum Rannsókn lögreglu á tildrögum banaslyssins er ekki lokið. Mikil hálka var á veginum þegar slysið varð og afar lélegt símasamband á svæðinu. Þá voru engin vegrið við veginn þar sem að bíllinn rann út af og hafnaði í sjónum. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að samkvæmt úttekt sem gerð var við Ísafjarðardjúp árið 2013 vanti vegrið á nokkurra tuga kílómetra kafla, meðal annars í Skötufirði, til að uppfylla núgildandi kröfur. Þetta kort sem byggir á korti Vegagerðarinnar sýnir hálkuvarnir í Ísafjarðardjúpi. Engin hálkuvörn er á veginum þar sem slysið varð. „Það er ómögulegt að segja fyrr en rannsókninni er lokið og þá kemur væntanlega í ljós hversu miklu máli það skipti að þarna var ekki vegrið. Allar okkar öryggisráðstafanir, sem vegrið eru, eru skipta auðvitað máli. Þannig að það skiptir máli,“ sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. Alvarleg slys verði ekki endilega til þess að breyta forgangsröðun en þó verði skoðað hvort mjög mikil hætta sé á ferðum við forgangsröðun. Svona voru aðstæður í Djúpinu á laugardaginn Gísli Reynisson rútubílstjóri ók rútu í Ísafjarðardjúpi umræddan dag og var á vettvangi um þrjúleytið. Hann er með myndavél í framrúðunni og hefur birt myndband sem lýsir aðstæðum á vettvangi. Eins og sjá má í myndbandinu var víða mikil hálka og ísing á veginum og nefnir Gísli sérstaklega vegakaflann frá Ögri og að Mjóafirði. Það vakti athygli Gísla að aðeins einn trukkur var að vinna við hálkuvörn á afar löngum vegakafla í Ísafjarðardjúpi. Myndband Gísla má sjá að neðan. Safnað fyrir útgjöldum föður Fjölskyldan sem lést var búsett á Flateyri og segir sóknarprestur að samfélagið sé allt slegið vegna slyssins. Bænastundir hafa verið haldnar í Flateyrarkirkju í vikunni. „Samfélagið er mjög náið á Flateyri, það þekkjast allir mjög vel og þetta hefur mikil áhrif vítt og breitt í samfélaginu. Fólk villl leggja sitt af mörkum til að aðstoða fjölskylduna,“ sagði Fjölnir Ásbjörnsson sóknarprestur á Flateyri í vikunni. Pólska sendiráðið hefur verið fjölskyldunni innan handar síðustu daga. „Þetta var mikið áfall fyrir okkur. Þetta er mikill harmleikur fyrir pólska samfélagið á Íslandi,“ sagði Lukaz B. Winny, sendiráðsfulltrúi í pólska sendiráðinu, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjölskyldunni hafi verið boðin öll nauðsynleg aðstoð. Stofnaður hefur verið söfnunareikningur fyrir föðurinn Tomasz Majewski sem lenti í slysinu. Söfnunarfénu verður varið til að standa straum af útfararkostnaði, stuðningi við fjölskylduna og ferðum milli Íslands og Póllands. Reikningsnúmer: 0123-15-021551, Kennitala: 031289-4089. Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Samgönguslys Ísafjarðarbær Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira
Slysið varð upp úr klukkan tíu laugardagsmorguninn 16. janúar en tilkynning barst Neyðarlínunni klukkan 10:16. Í tilkynningu frá lögreglu kom fram að tveir vegfarendur, sem hringdu á Neyðarlínuna, hefðu komið fyrstir á vettvang og þegar hafið að gera ráðstafanir til að koma fólkinu til bjargar. Tomasz Majewski, fjölskyldufaðirinn sem lifði af slysið, og fjölskylda hans þökkuðu í gær fyrir þann mikla samhug sem þau hefðu fundið undanfarna daga við fráfall Kamilu konu hans og sonarins Mikolaj. Þá komu þau á framfæri kæru þakklæti til allra viðbragðsaðila sem kallaðir á vettvang, starfsfólks Landspítalans og til vegfarendanna sem voru fyrstir á vettvang. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um að ræða forsvarsmenn Hraðfrystihússins Gunnvarar á Hnífsdal, þá Einar Val Kristjánsson framkvæmdastjóra og Kristján G. Jóakimsson vinnslu- og markaðsstjóra. Einar Valur Kristjánsson er að sögn þeirra sem til hans þekkja hamhleypa til verka. Kom fáum á óvart að hann beið ekki boðanna á slysstað og hófst handa við björgunaraðgerðir.Vísir/Hafþór Einar Valur var áberandi í fjölmiðlum vegna frétta af frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni þar sem fjöldi skipverja greindist með Covid-19. Komu mæðginum í land og föður upp á bíl Þeim Einari Val og Kristjáni bættist við liðsauki skömmu síðar þegar tveir menn til viðbótar mættu á vettvang. Annar þeirra var Brynjar Örn Þorbjörnsson Ísfirðingur og björgunarsveitarmaður sem mun hafa verið í tíu til fimmtán mínútna akstursfjarlægð þegar útkall barst. Hinn var Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður og hjólreiðakappi, sem öðlaðist landfrægð þegar hann komst lífs af í sjóslysi undan ströndum Noregs í janúar 2012. Muna margir eftir frásögn Eiríks Inga af slysinu í Kastljósi sama ár. Eiríkur Ingi Jóhannsson var valinn maður ársins að mati hlustenda Bylgjunnar árið 2012.Vísir Lögreglan á Vestfjörðum hefur lýst því hvernig fyrrnefndum fjórum tókst að koma konunni og barninu upp á land þar sem hafin var endurlífgun. Faðirinn var slasaður en með meðvitund á þaki bílsins á meðan fjórmenningarnir gerðu hvað þeir gátu til að bjarga konu og barni á meðan beðið var eftir frekari aðstoð. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu átti enginn annar bíll leið fram hjá slysstað þangað til viðbragðsaðilar mættu á svæðið um klukkustund síðar. Má telja heppni að þrír bílar hafi átt leið hjá skömmu eftir að slysið varð. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar Lögreglan á Vestfjörðum segir að klukkustund eftir að tilkynningin barst hafi fyrstu viðbragðsaðilar verið komnir á vettvang og tekið við endurlífgun og öðrum aðgerðum á vettvangi. Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar komu á vettvang, með tvo lækna og kafara. Fyrir voru um fimmtíu viðbragðsaðilar, slökkviliðsmenn, sjúkraflutningamenn, björgunarsveitarmenn og lögreglumenn, auk tveggja lækna sem komu frá Ísafirði. Bíllinn hafnaði úti í sjó en flughált var á veginum. Hann er ekki hálkuvarinn á þessum kafla.Vísir/Hafþór Björgunarsveitarmenn komu á vettvang á tveimur björgunarskipum, þeim Gísla Jóns frá Ísafirði og Kobba Láka frá Bolungarvík. Föðurnum var bjargað af bílflakinu um borð í annan björgunarbátinn. Hann var ekki alvarlega slasaður en orðinn kaldur. Þyrlur Landhelgisgæslunnar fluttu fjölskylduna svo til Reykjavíkur. Konan lést á laugardagskvöld og litli drengurinn á þriðjudaginn. Löng bílferð eftir næturflug frá Póllandi Fjölskyldan var nýkomin frá Póllandi og lenti á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt laugardagsins. Fjölskyldan keyrði beinustu leið vestur á firði enda krafa um að þeir sem koma til landsins fari beint í fimm daga sóttkví fram að seinni sýnatöku. Læknir á Ísafirði sagði í framhaldinu ótækt að halda því að ferðalöngum, sem búsettir eru á landsbyggðinni og koma frá útlöndum, að koma sér tafarlaust á skráðan sóttkvíarstað, jafnvel þótt þeir eigi langt ferðalag fyrir höndum. Leggja eigi áherslu á að fólk geti hvílt sig í grennd við flugvöllinn, frekar en að „etja þreyttum ferðalöngum út í að keyra um landið þvert og endilangt“ við erfið skilyrði. Jóhann Sigurjónsson býr í Svíþjóð og starfar þar sem læknir. Hann er Ísfirðingur og kemur reglulega heim til að vinna á sjúkrahúsinu á Ísafirði, hvar hann er staddur nú. Vegna þessa þurfti aðgerðastjórn og umdæmissóttvarnalæknir að setja alls 18 viðbragðsaðila í úrvinnslusóttkví auk þeirra fjögurra einstaklinga sem komu fyrstir á vettvang, alls 22 manns. Ef „brýna nauðsyn“ ber til Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn var inntur eftir því á upplýsingafundi á mánudag hvort fólk þyrfti að fara beint heim til sín við komuna til landsins, óháð því hversu langt það þurfi að fara innanlands eftir að það lendir á flugvellinum, og hvort þetta fólk megi til dæmis leita í farsóttarhús. Fjölskyldan var nýkomin frá Póllandi eftir næturflug og við tók keyrsla heim á Flateyri sem tekur að lágmarki sex klukkustundir við eðlileg akstursskilyrði.Vísir/Vilhelm Rögnvaldur benti á að sum hótel gæfu sig út fyrir að hýsa fólk í sóttkví. Listi yfir þau væri aðgengilegur á netinu. Þá vísaði hann einnig til þess að í reglum stæði að verja mætti fyrstu nóttinni annars staðar en heima ef „brýna nauðsyn“ beri til. „Þannig að það er alveg hugsað fyrir þessu í leiðbeiningunum og reglunum, að fólk á að hafa svigrúm til að hvíla sig áður en það leggur í svona ferðalag þegar það er nýkomið til landsins.“ Mikil hálka á veginum Rannsókn lögreglu á tildrögum banaslyssins er ekki lokið. Mikil hálka var á veginum þegar slysið varð og afar lélegt símasamband á svæðinu. Þá voru engin vegrið við veginn þar sem að bíllinn rann út af og hafnaði í sjónum. Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar segir að samkvæmt úttekt sem gerð var við Ísafjarðardjúp árið 2013 vanti vegrið á nokkurra tuga kílómetra kafla, meðal annars í Skötufirði, til að uppfylla núgildandi kröfur. Þetta kort sem byggir á korti Vegagerðarinnar sýnir hálkuvarnir í Ísafjarðardjúpi. Engin hálkuvörn er á veginum þar sem slysið varð. „Það er ómögulegt að segja fyrr en rannsókninni er lokið og þá kemur væntanlega í ljós hversu miklu máli það skipti að þarna var ekki vegrið. Allar okkar öryggisráðstafanir, sem vegrið eru, eru skipta auðvitað máli. Þannig að það skiptir máli,“ sagði G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni. Alvarleg slys verði ekki endilega til þess að breyta forgangsröðun en þó verði skoðað hvort mjög mikil hætta sé á ferðum við forgangsröðun. Svona voru aðstæður í Djúpinu á laugardaginn Gísli Reynisson rútubílstjóri ók rútu í Ísafjarðardjúpi umræddan dag og var á vettvangi um þrjúleytið. Hann er með myndavél í framrúðunni og hefur birt myndband sem lýsir aðstæðum á vettvangi. Eins og sjá má í myndbandinu var víða mikil hálka og ísing á veginum og nefnir Gísli sérstaklega vegakaflann frá Ögri og að Mjóafirði. Það vakti athygli Gísla að aðeins einn trukkur var að vinna við hálkuvörn á afar löngum vegakafla í Ísafjarðardjúpi. Myndband Gísla má sjá að neðan. Safnað fyrir útgjöldum föður Fjölskyldan sem lést var búsett á Flateyri og segir sóknarprestur að samfélagið sé allt slegið vegna slyssins. Bænastundir hafa verið haldnar í Flateyrarkirkju í vikunni. „Samfélagið er mjög náið á Flateyri, það þekkjast allir mjög vel og þetta hefur mikil áhrif vítt og breitt í samfélaginu. Fólk villl leggja sitt af mörkum til að aðstoða fjölskylduna,“ sagði Fjölnir Ásbjörnsson sóknarprestur á Flateyri í vikunni. Pólska sendiráðið hefur verið fjölskyldunni innan handar síðustu daga. „Þetta var mikið áfall fyrir okkur. Þetta er mikill harmleikur fyrir pólska samfélagið á Íslandi,“ sagði Lukaz B. Winny, sendiráðsfulltrúi í pólska sendiráðinu, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fjölskyldunni hafi verið boðin öll nauðsynleg aðstoð. Stofnaður hefur verið söfnunareikningur fyrir föðurinn Tomasz Majewski sem lenti í slysinu. Söfnunarfénu verður varið til að standa straum af útfararkostnaði, stuðningi við fjölskylduna og ferðum milli Íslands og Póllands. Reikningsnúmer: 0123-15-021551, Kennitala: 031289-4089.
Banaslys í Skötufirði Súðavíkurhreppur Samgönguslys Ísafjarðarbær Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fleiri fréttir Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Sjá meira