Körfubolti

Tryggvi Snær öflugur er Zaragoza tryggði sér topp­sæti riðilsins

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Tryggvi Snær átti flottan leik í kvöld.
Tryggvi Snær átti flottan leik í kvöld. @SomosBasketweb

Casademont Zaragoza vann öflugan tólf stiga sigur á Pszczólka Start Lublin í Meistaradeild Evrópu í körfubolta í kvöld, lokatölur 94-82. Tryggvi Snær Hlinason átti góðan leik í liði Zaragoza.

Sigurinn var ef til vill ekki alveg jafn sannfærandi og lokatölurnar gefa til kynna. Heimamenn í Zaragoza höfðu þó tögl og haldir nær allan leikinn og voru sex stigum yfir í hálfleik. 

Það var svo í síðasta fjórðung leiksins sem þeir gulltryggðu sigurinn og þar með toppsæti D-riðils Meistaradeildarinnar. Lokatölur eins og áður sagði 94-82.

Tryggvi Snær lék alls 21 mínútu í leik kvöldsins og átti fínan leik. Skoraði hann átta stig ásamt því að taka átta fráköst. Enginn leikmaður Zaragoza tók fleiri fráköst.

Liðið er þar með komið í 16-liða úrslit keppninnar en Tryggvi Snær og félagar töpuðu aðeins einum af sex leikjum sínum í riðlakeppninni. 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.