Guðjón Valur: Elliði er miklu eldri í höfðinu en vegabréfið segir til um Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2021 15:11 Elliði Snær Viðarsson vakti athygli fyrir góða frammistöðu gegn Portúgal á sunnudaginn. vísir/Hulda Margrét Guðjón Valur Sigurðsson fer fögrum orðum um Elliða Snæ Viðarsson sem leikur undir hans stjórn hjá Gummersbach í þýsku B-deildinni. Guðjón Valur tók við Gummersbach í sumar eftir að hafa lagt skóna á hilluna í vor eftir langan og glæsilegan feril. Hann sótti liðsstyrk til Íslands og fékk Elliða til Þýskalands. Guðjón Valur kveðst afar ánægður með Eyjamanninn Elliða. „Þetta er alvöru drengur og miklu eldri í höfðinu en vegabréfið segir til um,“ sagði Guðjón Valur í samtali við nafna sinn Guðmundsson í Sportpakkanum. Klippa: Sportpakkinn - Guðjón Valur um Elliða „Þetta er frábær karakter. Hann gefur sig allan í allt og hann ásamt einum til tveimur öðrum hafa breytt æfingakúltúrnum hjá okkur. Hann er gríðarlega duglegur og leggur mikið á sig. Ég hélt reyndar að ég væri að kaupa gallaða vöru þegar hann meiddist tvisvar á fyrsta mánuðinum og hann var það smeykur að hann vildi ekki segja mér frá því,“ sagði Guðjón Valur léttur. Gamli landsliðsfyrirliðinn segir að Elliði hafi ekki þurft neinn tíma til að aðlagast hlutunum í nýju landi. „Hann kemur úr góðum foreldrahúsum og frábæru félagi þar sem góð uppbygging er í gangi. Maður sér að hann hefur haft góða þjálfara og kemur úr liði sem hefur unnið eftir einhverri áætlun. Hann var klár í slaginn þegar hann mætti. Hann þurfti engan aðlögunartíma, þannig lagað séð. Hann er búinn að vera algjör happafengur fyrir okkur,“ sagði Guðjón Valur. Hann segir að Elliði geti orðið fastamaður í íslenska landsliðinu á næstu árum. „Það sem hjálpar ungum strákum í dag er að geta spilað vörn og hann vann sig inn í liðið hjá ÍBV. Svo þurfti að hann stela nokkrum mínútum af Kára [Kristjáni Kristjánssyni] sem hann gerði. Hann kom svo til okkar og er að spila allavega fjörtíu til fimmtíu mínútur í hverjum einasta leik. Það sem er líka mjög sterkt við hann er að hann er svo mikill liðsmaður og félagsmaður.“ Elliði er í sextán manna hópi Íslands sem mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á HM í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Nánar verður rætt við Guðjón Val í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld. HM 2021 í handbolta Þýski handboltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Fá góðan liðsstyrk fyrir slaginn við Ísland í kvöld og horfa til verðlaunasætis Portúgalar hafa styrkst fyrir átökin við Íslendinga í kvöld á HM í Egyptalandi því þeir munu geta teflt fram hinum reynslumikla Gilberto Duarte, fyrrverandi leikmanni Barcelona. 14. janúar 2021 13:11 Höfum ekki unnið fyrsta leik á HM í handbolta í heilan áratug Ísland leikur í kvöld sinn fyrsta leik á HM í Egyptalandi en strákarnir hafa ekki byrjað heimsmeistaramót á sigri í tíu ár. 14. janúar 2021 12:31 Leikir gegn Portúgal á stórmótum: Erfiður Resende, sætur sigur á heimavelli Portúgala og draumaleikur Janusar Ísland mætir Portúgal í þriðja sinn á átta dögum þegar liðin leiða saman hesta sína í F-riðil á HM í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 14. janúar 2021 11:01 „Ætlum að svara fyrir okkur eftir það sem þeir gerðu við Lexa“ „Liðin eru búin að læra mikið hvort á annað. Þetta er bara skák, taktík ofan á taktík. Við þekkjum Portúgalana vel núna,“ segir hinn 23 ára gamli Elvar Örn Jónsson fyrir fyrsta leik Íslands á HM í handbolta. 14. janúar 2021 10:01 Alexander kemur inn en Björgvin og Kári utan hóps í kvöld Guðmundur Guðmundsson hefur tilkynnt hvaða sextán leikmenn verða á leikskýrslu gegn Portúgal í fyrsta leik Íslands á HM í Egyptalandi. 14. janúar 2021 09:12 „Alexander er ekki hávær í hópnum en hann er með ákveðið svægi yfir sér“ Alexander Petersson kemur með mikil gæði inn í íslenska landsliðið en Ásgeir Örn Hallgrímsson þekkir það mjög vel hvað hann gerir fyrir íslenska liðið. 14. janúar 2021 08:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Guðjón Valur tók við Gummersbach í sumar eftir að hafa lagt skóna á hilluna í vor eftir langan og glæsilegan feril. Hann sótti liðsstyrk til Íslands og fékk Elliða til Þýskalands. Guðjón Valur kveðst afar ánægður með Eyjamanninn Elliða. „Þetta er alvöru drengur og miklu eldri í höfðinu en vegabréfið segir til um,“ sagði Guðjón Valur í samtali við nafna sinn Guðmundsson í Sportpakkanum. Klippa: Sportpakkinn - Guðjón Valur um Elliða „Þetta er frábær karakter. Hann gefur sig allan í allt og hann ásamt einum til tveimur öðrum hafa breytt æfingakúltúrnum hjá okkur. Hann er gríðarlega duglegur og leggur mikið á sig. Ég hélt reyndar að ég væri að kaupa gallaða vöru þegar hann meiddist tvisvar á fyrsta mánuðinum og hann var það smeykur að hann vildi ekki segja mér frá því,“ sagði Guðjón Valur léttur. Gamli landsliðsfyrirliðinn segir að Elliði hafi ekki þurft neinn tíma til að aðlagast hlutunum í nýju landi. „Hann kemur úr góðum foreldrahúsum og frábæru félagi þar sem góð uppbygging er í gangi. Maður sér að hann hefur haft góða þjálfara og kemur úr liði sem hefur unnið eftir einhverri áætlun. Hann var klár í slaginn þegar hann mætti. Hann þurfti engan aðlögunartíma, þannig lagað séð. Hann er búinn að vera algjör happafengur fyrir okkur,“ sagði Guðjón Valur. Hann segir að Elliði geti orðið fastamaður í íslenska landsliðinu á næstu árum. „Það sem hjálpar ungum strákum í dag er að geta spilað vörn og hann vann sig inn í liðið hjá ÍBV. Svo þurfti að hann stela nokkrum mínútum af Kára [Kristjáni Kristjánssyni] sem hann gerði. Hann kom svo til okkar og er að spila allavega fjörtíu til fimmtíu mínútur í hverjum einasta leik. Það sem er líka mjög sterkt við hann er að hann er svo mikill liðsmaður og félagsmaður.“ Elliði er í sextán manna hópi Íslands sem mætir Portúgal í fyrsta leik sínum á HM í Egyptalandi í dag. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Nánar verður rætt við Guðjón Val í Sportpakkanum á Stöð 2 í kvöld.
HM 2021 í handbolta Þýski handboltinn Sportpakkinn Tengdar fréttir Fá góðan liðsstyrk fyrir slaginn við Ísland í kvöld og horfa til verðlaunasætis Portúgalar hafa styrkst fyrir átökin við Íslendinga í kvöld á HM í Egyptalandi því þeir munu geta teflt fram hinum reynslumikla Gilberto Duarte, fyrrverandi leikmanni Barcelona. 14. janúar 2021 13:11 Höfum ekki unnið fyrsta leik á HM í handbolta í heilan áratug Ísland leikur í kvöld sinn fyrsta leik á HM í Egyptalandi en strákarnir hafa ekki byrjað heimsmeistaramót á sigri í tíu ár. 14. janúar 2021 12:31 Leikir gegn Portúgal á stórmótum: Erfiður Resende, sætur sigur á heimavelli Portúgala og draumaleikur Janusar Ísland mætir Portúgal í þriðja sinn á átta dögum þegar liðin leiða saman hesta sína í F-riðil á HM í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 14. janúar 2021 11:01 „Ætlum að svara fyrir okkur eftir það sem þeir gerðu við Lexa“ „Liðin eru búin að læra mikið hvort á annað. Þetta er bara skák, taktík ofan á taktík. Við þekkjum Portúgalana vel núna,“ segir hinn 23 ára gamli Elvar Örn Jónsson fyrir fyrsta leik Íslands á HM í handbolta. 14. janúar 2021 10:01 Alexander kemur inn en Björgvin og Kári utan hóps í kvöld Guðmundur Guðmundsson hefur tilkynnt hvaða sextán leikmenn verða á leikskýrslu gegn Portúgal í fyrsta leik Íslands á HM í Egyptalandi. 14. janúar 2021 09:12 „Alexander er ekki hávær í hópnum en hann er með ákveðið svægi yfir sér“ Alexander Petersson kemur með mikil gæði inn í íslenska landsliðið en Ásgeir Örn Hallgrímsson þekkir það mjög vel hvað hann gerir fyrir íslenska liðið. 14. janúar 2021 08:00 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Starf Amorims öruggt Enski boltinn Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið Handbolti Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Fá góðan liðsstyrk fyrir slaginn við Ísland í kvöld og horfa til verðlaunasætis Portúgalar hafa styrkst fyrir átökin við Íslendinga í kvöld á HM í Egyptalandi því þeir munu geta teflt fram hinum reynslumikla Gilberto Duarte, fyrrverandi leikmanni Barcelona. 14. janúar 2021 13:11
Höfum ekki unnið fyrsta leik á HM í handbolta í heilan áratug Ísland leikur í kvöld sinn fyrsta leik á HM í Egyptalandi en strákarnir hafa ekki byrjað heimsmeistaramót á sigri í tíu ár. 14. janúar 2021 12:31
Leikir gegn Portúgal á stórmótum: Erfiður Resende, sætur sigur á heimavelli Portúgala og draumaleikur Janusar Ísland mætir Portúgal í þriðja sinn á átta dögum þegar liðin leiða saman hesta sína í F-riðil á HM í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 14. janúar 2021 11:01
„Ætlum að svara fyrir okkur eftir það sem þeir gerðu við Lexa“ „Liðin eru búin að læra mikið hvort á annað. Þetta er bara skák, taktík ofan á taktík. Við þekkjum Portúgalana vel núna,“ segir hinn 23 ára gamli Elvar Örn Jónsson fyrir fyrsta leik Íslands á HM í handbolta. 14. janúar 2021 10:01
Alexander kemur inn en Björgvin og Kári utan hóps í kvöld Guðmundur Guðmundsson hefur tilkynnt hvaða sextán leikmenn verða á leikskýrslu gegn Portúgal í fyrsta leik Íslands á HM í Egyptalandi. 14. janúar 2021 09:12
„Alexander er ekki hávær í hópnum en hann er með ákveðið svægi yfir sér“ Alexander Petersson kemur með mikil gæði inn í íslenska landsliðið en Ásgeir Örn Hallgrímsson þekkir það mjög vel hvað hann gerir fyrir íslenska liðið. 14. janúar 2021 08:00