(Líf)línumaðurinn frá Eyjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. janúar 2021 10:01 Elliði Snær Viðarsson í miklum slag í leiknum gegn Portúgal á sunnudaginn. vísir/hulda margrét Elliði Snær Viðarsson lék sinn fyrsta keppnisleik með íslenska handboltalandsliðinu þegar það vann níu marka sigur á Portúgal, 32-23, í undankeppni EM í fyrradag. Elliði er einn fjögurra línumanna í íslenska hópnum sem hefur æft saman frá áramótum. Hann fór ekki með til Portúgals en kom inn í íslenska hópinn á sunnudaginn og fékk nokkuð stórt hlutverk í leiknum á Ásvöllum. Hann skoraði þrjú mörk úr sex skotum, gaf tvær stoðsendingar, var með þrjár löglegar stöðvanir og stal boltanum einu sinni samkvæmt tölfræði HB Statz. Elliði skoraði tvö mörk í fjórum skotum af línunni og eitt mark í tómt markið úr hraðaupphlaupi. Mörkin af línunni voru vel þegin enda fékk Ísland ekki mark frá línumönnunum í fyrsta leiknum gegn Portúgal á miðvikudaginn. Enginn nýliðabragur Theodór Ingi Pálmason, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, var ánægður með frammistöðu Elliða gegn Portúgal. „Elliði Snær kom gríðarlega vel inn í leikinn í gær og ekki að sjá að þar fær leikmaður sem væri að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu. Hann og Ýmir [Örn Gíslason] náðu mjög vel saman fyrir miðju varnarinnar og auk þess lét hann líka til sín taka í sóknarleiknum. Óhætt að segja að hann hafi gefið Guðmundi Guðmundssyni alvöru hausverk fyrir leikinn gegn Portúgal á fimmtudaginn,“ sagði Theodór við Vísi. Elliði skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu.vísir/hulda margrét Elliði er 22 ára Eyjamaður sem er á sínu fyrsta tímabili hjá þýska B-deildarliðinu Gummersbach. Þar leikur hann undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Elliði átti góðu gengi að fagna með ÍBV áður en hann hélt utan og var sérstaklega mikilvægur í varnarleik liðsins. Á síðasta tímabili var hann með 3,1 mark að meðaltali í leik í Olís-deildinni, 4,5 löglegar stöðvanir og 1,3 stolna bolta. Skotnýtingin var 82,4 prósent. Öflugur í vörn og vaxandi í sókn „Hann er hávaxinn, útlimalangur, klókur varnarmaður og baráttuglaður. Allt kostir sem gerðu það að verkum að hann gerði það að listgrein að spila fyrir framan í ÍBV-vörninni svokölluðu, sem hefur skilað Eyjamönnum ófáum titlum á undanförnum árum. Þannig spilaði hann stórt hlutverk í „þrennu“ Eyjamanna tímabilið 2017-2018 og bikarmeistaratitlinum 2020,“ sagði Theodór. Elliði fagnar bikarmeistaratitlinum með ÍBV í fyrra.vísir/daníel Elliði hefur hingað til aðallega verið þekktur sem öflugur varnar- og hraðaupphlaupsmaður enda hefur Kári Kristján Kristjánsson verið fyrsti kostur á línu ÍBV undanfarin ár. Elliði er þó vaxandi sóknarmaður. „Síðustu árin stækkaði hlutverk hans í sókninni og hefur hann bætt þann þátt leiksins mikið síðustu misserin. Hann helst kostur er samt að mínu mati að þarna fer gríðarlega mikill keppnismaður sem gefur ekki tommu eftir,“ sagði Theodór. Tuttugu leikmenn fóru út til Egyptalands í gær en sextán leikmenn eru í hóp í hverjum leik. Þrátt fyrir góða frammistöðu á sunnudaginn á Theodór síður von á því að Elliði verði á skýrslu í leiknum gegn Portúgal á fimmtudaginn. Arnar Freyr olli vonbrigðum „Frammistaða Elliða var það góð að hún ætti að gera það að verkum að hann fengi hlutverk í leiknum gegn Portúgal. Sérstaklega í ljósi þess að Arnar Freyr [Arnarsson] olli vonbrigðum í þessum leikjum gegn Portúgal,“ sagði Theodór. Elliði er á sínu fyrsta stórmóti með íslenska landsliðinu.vísir/hulda margrét „Hins vegar er Guðmundur vanafastur maður og því held ég að hann muni veðja á Arnar Frey, sem hann þjálfar alla daga hjá Melsungen, og Kára Kristján í leiknum á fimmtudaginn,“ sagði Theodór ennfremur en hann gerir frekar ráð fyrir því að Elliði fái tækifæri gegn Alsír og/eða Marokkó í seinni tveimur leikjunum í F-riðli. Fyrsti leikur Íslands á HM í Egyptalandi er gegn Portúgal klukkan 19:30 á fimmtudaginn. Þrjú efstu liðin hverjum riðli á HM komast áfram í milliriðil. EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Flugu með mótherjunum á HM og fóru beint í próf Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt á heimsmeistaramótið í Egyptalandi þar sem það spilar sinn fyrsta leik á fimmtudagskvöld gegn Portúgal. 12. janúar 2021 09:01 Segir HM í Egyptalandi afar ófyrirsjáanlegt Góðar líkur eru á því að Ísland og Noregur mætist í milliriðli á HM í handbolta í Egyptalandi. Norðmenn eru líklegir til að vinna til verðlauna eftir að hafa leikið til úrslita á síðustu tveimur heimsmeistaramótum. Bjarte Myrhol segir ekkert lið afgerandi líklegt til að vinna titilinn að þessu sinni. 12. janúar 2021 08:01 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
Elliði er einn fjögurra línumanna í íslenska hópnum sem hefur æft saman frá áramótum. Hann fór ekki með til Portúgals en kom inn í íslenska hópinn á sunnudaginn og fékk nokkuð stórt hlutverk í leiknum á Ásvöllum. Hann skoraði þrjú mörk úr sex skotum, gaf tvær stoðsendingar, var með þrjár löglegar stöðvanir og stal boltanum einu sinni samkvæmt tölfræði HB Statz. Elliði skoraði tvö mörk í fjórum skotum af línunni og eitt mark í tómt markið úr hraðaupphlaupi. Mörkin af línunni voru vel þegin enda fékk Ísland ekki mark frá línumönnunum í fyrsta leiknum gegn Portúgal á miðvikudaginn. Enginn nýliðabragur Theodór Ingi Pálmason, einn sérfræðinga Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, var ánægður með frammistöðu Elliða gegn Portúgal. „Elliði Snær kom gríðarlega vel inn í leikinn í gær og ekki að sjá að þar fær leikmaður sem væri að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu. Hann og Ýmir [Örn Gíslason] náðu mjög vel saman fyrir miðju varnarinnar og auk þess lét hann líka til sín taka í sóknarleiknum. Óhætt að segja að hann hafi gefið Guðmundi Guðmundssyni alvöru hausverk fyrir leikinn gegn Portúgal á fimmtudaginn,“ sagði Theodór við Vísi. Elliði skoraði þrjú mörk í sínum fyrsta keppnisleik með landsliðinu.vísir/hulda margrét Elliði er 22 ára Eyjamaður sem er á sínu fyrsta tímabili hjá þýska B-deildarliðinu Gummersbach. Þar leikur hann undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, fyrrverandi landsliðsfyrirliða. Elliði átti góðu gengi að fagna með ÍBV áður en hann hélt utan og var sérstaklega mikilvægur í varnarleik liðsins. Á síðasta tímabili var hann með 3,1 mark að meðaltali í leik í Olís-deildinni, 4,5 löglegar stöðvanir og 1,3 stolna bolta. Skotnýtingin var 82,4 prósent. Öflugur í vörn og vaxandi í sókn „Hann er hávaxinn, útlimalangur, klókur varnarmaður og baráttuglaður. Allt kostir sem gerðu það að verkum að hann gerði það að listgrein að spila fyrir framan í ÍBV-vörninni svokölluðu, sem hefur skilað Eyjamönnum ófáum titlum á undanförnum árum. Þannig spilaði hann stórt hlutverk í „þrennu“ Eyjamanna tímabilið 2017-2018 og bikarmeistaratitlinum 2020,“ sagði Theodór. Elliði fagnar bikarmeistaratitlinum með ÍBV í fyrra.vísir/daníel Elliði hefur hingað til aðallega verið þekktur sem öflugur varnar- og hraðaupphlaupsmaður enda hefur Kári Kristján Kristjánsson verið fyrsti kostur á línu ÍBV undanfarin ár. Elliði er þó vaxandi sóknarmaður. „Síðustu árin stækkaði hlutverk hans í sókninni og hefur hann bætt þann þátt leiksins mikið síðustu misserin. Hann helst kostur er samt að mínu mati að þarna fer gríðarlega mikill keppnismaður sem gefur ekki tommu eftir,“ sagði Theodór. Tuttugu leikmenn fóru út til Egyptalands í gær en sextán leikmenn eru í hóp í hverjum leik. Þrátt fyrir góða frammistöðu á sunnudaginn á Theodór síður von á því að Elliði verði á skýrslu í leiknum gegn Portúgal á fimmtudaginn. Arnar Freyr olli vonbrigðum „Frammistaða Elliða var það góð að hún ætti að gera það að verkum að hann fengi hlutverk í leiknum gegn Portúgal. Sérstaklega í ljósi þess að Arnar Freyr [Arnarsson] olli vonbrigðum í þessum leikjum gegn Portúgal,“ sagði Theodór. Elliði er á sínu fyrsta stórmóti með íslenska landsliðinu.vísir/hulda margrét „Hins vegar er Guðmundur vanafastur maður og því held ég að hann muni veðja á Arnar Frey, sem hann þjálfar alla daga hjá Melsungen, og Kára Kristján í leiknum á fimmtudaginn,“ sagði Theodór ennfremur en hann gerir frekar ráð fyrir því að Elliði fái tækifæri gegn Alsír og/eða Marokkó í seinni tveimur leikjunum í F-riðli. Fyrsti leikur Íslands á HM í Egyptalandi er gegn Portúgal klukkan 19:30 á fimmtudaginn. Þrjú efstu liðin hverjum riðli á HM komast áfram í milliriðil.
EM 2022 í handbolta HM 2021 í handbolta Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Flugu með mótherjunum á HM og fóru beint í próf Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt á heimsmeistaramótið í Egyptalandi þar sem það spilar sinn fyrsta leik á fimmtudagskvöld gegn Portúgal. 12. janúar 2021 09:01 Segir HM í Egyptalandi afar ófyrirsjáanlegt Góðar líkur eru á því að Ísland og Noregur mætist í milliriðli á HM í handbolta í Egyptalandi. Norðmenn eru líklegir til að vinna til verðlauna eftir að hafa leikið til úrslita á síðustu tveimur heimsmeistaramótum. Bjarte Myrhol segir ekkert lið afgerandi líklegt til að vinna titilinn að þessu sinni. 12. janúar 2021 08:01 Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport Meira en fimm milljónir á dag fyrir að mæta ekki í vinnuna Sport Fleiri fréttir Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Sjá meira
Flugu með mótherjunum á HM og fóru beint í próf Íslenska karlalandsliðið í handbolta er mætt á heimsmeistaramótið í Egyptalandi þar sem það spilar sinn fyrsta leik á fimmtudagskvöld gegn Portúgal. 12. janúar 2021 09:01
Segir HM í Egyptalandi afar ófyrirsjáanlegt Góðar líkur eru á því að Ísland og Noregur mætist í milliriðli á HM í handbolta í Egyptalandi. Norðmenn eru líklegir til að vinna til verðlauna eftir að hafa leikið til úrslita á síðustu tveimur heimsmeistaramótum. Bjarte Myrhol segir ekkert lið afgerandi líklegt til að vinna titilinn að þessu sinni. 12. janúar 2021 08:01