Handbolti

Sviss tekur sæti Banda­­ríkjanna sem hafa hætt við þátt­t­öku á HM

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Bandaríkin munu ekki taka þátt á HM í Egyptalandi.
Bandaríkin munu ekki taka þátt á HM í Egyptalandi. @olympicchannel

Bandaríska landsliðið hefur ákveðið að draga sig úr keppni á HM í handbolta sem hefst í Egyptalandi á morgun. Sviss kemur í stað þeirra.

Frá þessu var greint á vefsíðu Alþjóðahandknattleikssambandsins rétt í þessu.

Fyrr í dag var greint frá því að Tékkland hefði dregið sig úr keppni þar sem aðeins fjórir leikmenn liðsins væru ekki smitaðir af kórónuveirunni. Bandaríkin höfðu ætlað að taka þátt þrátt fyrir að stór meirihluti leikmanna hafi greinst með veiruna eins og greint var frá fyrr í dag.

Nú er ljóst að Bandaríkin munu ekki taka þátt á mótinu.

Sviss mun því koma þeirra í stað inn í E-riðil ásamt Noregi, Austurríki og Frakklandi.


Tengdar fréttir

Tékkar ekki með á HM vegna hópsmits

Tékkland hefur dregið sig úr keppni á heimsmeistaramótinu í handbolta karla í Egyptalandi vegna kórónuveirusmita í herbúðum liðsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.