Jafnvel von á meira bóluefni fyrr en búist var við Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. janúar 2021 12:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalækni á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Sóttvarnalæknir telur að vonast megi til þess að meira bóluefni berist til landsins fyrr en talið hefur verið til þessa. Þá sé „mjög óráðlegt“ að hans mati að gefa bóluefni á annan máta en framleiðendur og rannsóknir mæla með, til dæmis í hálfum skömmtum. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann meðal annars yfir stöðuna á bóluefnismálum hér á landi. Lokakaflinn að hefjast Von væri á bóluefni fyrir um 25 þúsund manns frá Pfizer fyrir lok marsmánaðar, auk þess sem viðræður um mögulega bóluefnisrannsókn við Pfizer stæðu yfir. Ekkert nýtt hefði þó komið fram þar og boltinn væri enn hjá Pfizer. Þá væri í dag von á markaðsleyfi fyrir bóluefni Moderna í Evrópu og vonandi muni dreifingaráætlun varðandi það bóluefni liggja fyrir fljótlega. Þórólfur kvaðst jafnframt vona að einnig styttist í markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca, sem byrjað var að bólusetja með í Bretlandi í dag. „En ég held það sé hollt á þessum tímamótum að benda á að nú er að hefjast þessi lokakafli og það er mín von að þetta sé lokakaflinn í baráttunni við faraldurinn,“ sagði Þórólfur. Tilefni væri til að horfa jákvæðum augum á stöðuna. „Ég held við eigum líka að geta vonast eftir því að jafnvel munum við fá bóluefni fyrr en talið hefur verið til þessa.“ Óráðlegt að fara gegn leiðbeiningum Greint hefur verið frá því að bandarísk stjórnvöld skoði nú að gefa hópi fólks hálfan skammt bóluefnis Moderna. Þórólfur sagði að þetta hefði ekki verið íhugað hér á landi. Staða faraldursins á Íslandi væri góð og gæfi ekki tilefni til að skoða þessa leið. Ef mikill faraldur geisaði hér þyrfti ef til vill að hugsa málið upp á nýtt en það væri ekki raunin núna. „Ég held það væri mjög óráðlegt að fara að nota bóluefnið á annan hátt en framleiðendur mælast til og rannsóknir hafa sýnt,“ sagði Þórólfur. Engin ástæða til að rengja starfsfólk heilsugæslunnar Þá hefur einnig komið fram að umsjónarmenn bólusetningar hér á landi hafi ekki náð sex skömmtum úr hverju glasi af bóluefni Pfizer, líkt og vonir stóðu til, heldur aðeins fimm. Fimm skammtar eru jafnframt fjöldinn sem framleiðandinn gefur út að fáist úr hverju glasi. Þórólfur og Alma voru innt eftir því á fundinum hvort tæplega þúsund skömmtum af bóluefni hér á landi hefði verið fargað að ósekju og hvort mögulegt væri að ná fleiri skömmtum, allt að sjö og hálfum, úr hverju glasi en raunin varð. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er með sína lyfjafræðinga og sitt reynda starfsfólk og reyndi að ná sjötta skammtinum úr þeim glösum en það tókst mjög illa og var mjög tilviljanakennt hvort það tækist eða tækist ekki og ég hef enga ástæðu til að rengja það. Þannig að við gerum þetta bara eins örugglega og mögulegt er. Ef það er ekki tryggt að við náum sjötta skammtinum úr öllum glösunum þá lendum við í vandræðum með skammt tvö hjá mörgum einstaklingum,“ sagði Þórólfur. Alma benti á að þau hefðu ekki heyrt tölur um rúma sjö skammta úr hverju glasi. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala næðust um 5,4 skammtar úr hverju glasi. „Og það er nú töluverður munur þar á.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar fór hann meðal annars yfir stöðuna á bóluefnismálum hér á landi. Lokakaflinn að hefjast Von væri á bóluefni fyrir um 25 þúsund manns frá Pfizer fyrir lok marsmánaðar, auk þess sem viðræður um mögulega bóluefnisrannsókn við Pfizer stæðu yfir. Ekkert nýtt hefði þó komið fram þar og boltinn væri enn hjá Pfizer. Þá væri í dag von á markaðsleyfi fyrir bóluefni Moderna í Evrópu og vonandi muni dreifingaráætlun varðandi það bóluefni liggja fyrir fljótlega. Þórólfur kvaðst jafnframt vona að einnig styttist í markaðsleyfi fyrir bóluefni AstraZeneca, sem byrjað var að bólusetja með í Bretlandi í dag. „En ég held það sé hollt á þessum tímamótum að benda á að nú er að hefjast þessi lokakafli og það er mín von að þetta sé lokakaflinn í baráttunni við faraldurinn,“ sagði Þórólfur. Tilefni væri til að horfa jákvæðum augum á stöðuna. „Ég held við eigum líka að geta vonast eftir því að jafnvel munum við fá bóluefni fyrr en talið hefur verið til þessa.“ Óráðlegt að fara gegn leiðbeiningum Greint hefur verið frá því að bandarísk stjórnvöld skoði nú að gefa hópi fólks hálfan skammt bóluefnis Moderna. Þórólfur sagði að þetta hefði ekki verið íhugað hér á landi. Staða faraldursins á Íslandi væri góð og gæfi ekki tilefni til að skoða þessa leið. Ef mikill faraldur geisaði hér þyrfti ef til vill að hugsa málið upp á nýtt en það væri ekki raunin núna. „Ég held það væri mjög óráðlegt að fara að nota bóluefnið á annan hátt en framleiðendur mælast til og rannsóknir hafa sýnt,“ sagði Þórólfur. Engin ástæða til að rengja starfsfólk heilsugæslunnar Þá hefur einnig komið fram að umsjónarmenn bólusetningar hér á landi hafi ekki náð sex skömmtum úr hverju glasi af bóluefni Pfizer, líkt og vonir stóðu til, heldur aðeins fimm. Fimm skammtar eru jafnframt fjöldinn sem framleiðandinn gefur út að fáist úr hverju glasi. Þórólfur og Alma voru innt eftir því á fundinum hvort tæplega þúsund skömmtum af bóluefni hér á landi hefði verið fargað að ósekju og hvort mögulegt væri að ná fleiri skömmtum, allt að sjö og hálfum, úr hverju glasi en raunin varð. „Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er með sína lyfjafræðinga og sitt reynda starfsfólk og reyndi að ná sjötta skammtinum úr þeim glösum en það tókst mjög illa og var mjög tilviljanakennt hvort það tækist eða tækist ekki og ég hef enga ástæðu til að rengja það. Þannig að við gerum þetta bara eins örugglega og mögulegt er. Ef það er ekki tryggt að við náum sjötta skammtinum úr öllum glösunum þá lendum við í vandræðum með skammt tvö hjá mörgum einstaklingum,“ sagði Þórólfur. Alma benti á að þau hefðu ekki heyrt tölur um rúma sjö skammta úr hverju glasi. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítala næðust um 5,4 skammtar úr hverju glasi. „Og það er nú töluverður munur þar á.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Fleiri fréttir Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Sjá meira