Anníe Mist um erfiðasta árið á ævinni og ótrúlega árið sem er framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. janúar 2021 09:00 Anníe Mist Þórisdóttir með dóttur sinni Freyju Mist. Instagram/@anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir ætlar sér stóra hluti á árinu 2021. Anníe Mist horfði bæði til baka og fram á veginn í áramótakveðju sinni en það verður spennandi að sjá hvernig endurkoman gengur hjá íslensku CrossFit goðsögninni á nýju ári. Anníe Mist gerði upp árið 2020 í Instagram pistli sínum um áramótin en þetta var mjög sérstakt ár fyrir íslenska heimsmeistarann sem varð móðir í fyrsta sinn og keppniskonan eyddi því árinu í barnsburðarleyfi. Anníe Mist átti barnið í ágústmánuði en hefur síðan unnið markvisst af því að koma sér aftur í CrossFit form. „Ég held að við öll höfum átt allt öðruvísi 2020 en við bjuggumst við í upphafi,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. „Það var fyndið að fara í gegnum myndirnar mínar frá þessu ári,“ skrifaði Anníe Mist og fór í framhaldinu aðeins yfir viðburðarríkt ár sitt. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta árið á minni ævi til þessa en um leið var þetta eitt ótrúlegasta árið og ár sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ekki gleyma því að þið sjálf stjórnið ykkar tilfinningum og því hvernig þið takið á þeirri stöðu sem er uppi hverju sinni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get ekki farið í fýlu eða grátið það hversu hægt endurkoman hefur gengið hjá mér, hversu mörgum ferðalögum ég missti af á síðasta ári, að íþróttasalurinn hafi verið lokaður eða að ég hafi ekki getað hitt alla vini mína eða fjölskylduna í Danmörku,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get aftur á móti þakkað líkama mínum fyrir það hversu sterkur hann er og allt sem hann hefur afrekað fyrir mig sem og fyrir það að ég á sterka og heilbrigða stúlku auk þess sem ég hef getað eytt meiri tíma með fólkinu sem skiptir mig mestu máli,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég er full af eldmóði og klár fyrir það sem ég held að verði ótrúlegt ár 2021,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði einnig annan pistil þar sem hún fór betur yfir tækifærið til þess að nota áramótin í það að setja sér ný markmið fyrir komandi ár. Þar kemur fram að Anníe skiptir árinu upp í fjóra hluta og að hún skrifi alltaf markmiðin sín niður þótt að þau séu bara fyrir hana sjálfa. Það má sjá meira um markmiðssetningu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira
Anníe Mist horfði bæði til baka og fram á veginn í áramótakveðju sinni en það verður spennandi að sjá hvernig endurkoman gengur hjá íslensku CrossFit goðsögninni á nýju ári. Anníe Mist gerði upp árið 2020 í Instagram pistli sínum um áramótin en þetta var mjög sérstakt ár fyrir íslenska heimsmeistarann sem varð móðir í fyrsta sinn og keppniskonan eyddi því árinu í barnsburðarleyfi. Anníe Mist átti barnið í ágústmánuði en hefur síðan unnið markvisst af því að koma sér aftur í CrossFit form. „Ég held að við öll höfum átt allt öðruvísi 2020 en við bjuggumst við í upphafi,“ byrjaði Anníe Mist pistil sinn. „Það var fyndið að fara í gegnum myndirnar mínar frá þessu ári,“ skrifaði Anníe Mist og fór í framhaldinu aðeins yfir viðburðarríkt ár sitt. „Þetta hefur verið eitt erfiðasta árið á minni ævi til þessa en um leið var þetta eitt ótrúlegasta árið og ár sem ég mun aldrei gleyma,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) „Ekki gleyma því að þið sjálf stjórnið ykkar tilfinningum og því hvernig þið takið á þeirri stöðu sem er uppi hverju sinni,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get ekki farið í fýlu eða grátið það hversu hægt endurkoman hefur gengið hjá mér, hversu mörgum ferðalögum ég missti af á síðasta ári, að íþróttasalurinn hafi verið lokaður eða að ég hafi ekki getað hitt alla vini mína eða fjölskylduna í Danmörku,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég get aftur á móti þakkað líkama mínum fyrir það hversu sterkur hann er og allt sem hann hefur afrekað fyrir mig sem og fyrir það að ég á sterka og heilbrigða stúlku auk þess sem ég hef getað eytt meiri tíma með fólkinu sem skiptir mig mestu máli,“ skrifaði Anníe Mist. „Ég er full af eldmóði og klár fyrir það sem ég held að verði ótrúlegt ár 2021,“ skrifaði Anníe Mist. Anníe Mist skrifaði einnig annan pistil þar sem hún fór betur yfir tækifærið til þess að nota áramótin í það að setja sér ný markmið fyrir komandi ár. Þar kemur fram að Anníe skiptir árinu upp í fjóra hluta og að hún skrifi alltaf markmiðin sín niður þótt að þau séu bara fyrir hana sjálfa. Það má sjá meira um markmiðssetningu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Sport Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Fótbolti Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Fleiri fréttir Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli UFC meistari segir frá fjárkúgun og „fölskum ásökunum“ Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Snorri kynnir EM-fara í vikunni Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Sjá meira