Sport

Gary Anderson fór örugglega áfram í undanúrslit

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Skotinn þrautreyndi.
Skotinn þrautreyndi. vísir/Getty

Gary Anderson og Stephen Bunting verða meðal keppenda í undanúrslitum á HM í pílukasti.

Fyrri tveimur viðureignunum í átta manna úrslitum á HM í pílukasti lauk nú rétt í þessu í Alexandra Palace í Lundúnum.

Í fyrstu viðureign dagsins mættust Englendingurinn Stephen Bunting og hinn pólski Krzysztof Ratajski. Úr varð hörkuleikur en Bunting spilaði betur og vann að lokum 5-3 sigur og varð þar með fyrstur til að tryggja sér sæti í undanúrslitum.

Í síðari viðureigninni var það skoski reynsluboltinn Gary Anderson sem hafði betur gegn hinum hollenska Dirk Van Duijvenbode.

Duijvenbode byrjaði reyndar vel og vann fyrsta settið með miklum glæsibrag.

Í kjölfarið sýndi Gary Anderson hvers hann er megnugur og vann leikinn örugglega 5-1.

Í kvöld lýkur átta manna úrslitunum með tveimur viðureignum. Útsending frá kvöldinu hefst klukkan 18 á Stöð 2 Sport 3. Í fyrri leiknum mætast Gerwyn Price og Daryl Gurney en kvöldinu lýkur svo á leik Michal Van Gerwn gegn Dave Chisnall.


HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×