Bann við könnunum heftir upplýsingar 23. maí 2012 05:30 Verði frumvarp ráðherra að lögum verður fjölmiðlum óheimilt að birta kannanir á kjördag og daginn fyrir kosningar. Eiríkur Bergmann segir netið gera mönnum hægt um vik að komast fram hjá slíku banni, eins og hafi sýnt sig í Frakklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Hvers vegna á að setja takmörk á birtingu skoðanakannana? Ný fjölmiðlalög leggja til bann við birtingu skoðanakannana skömmu fyrir kosningar. Stjórnmálafræðingur segir ekki hægt að framfylgja því. Þá hefti það aðgang almennings að upplýsingum. Unnið í samráði við stjórnmálaflokkana. Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra, gerir ráð fyrir því að bann sé sett við birtingu skoðanakannana á kjördag og daginn fyrir kosningar. Komið hefur fram gagnrýni á þetta bann, til að mynda ritaði Pawel Bartoszek grein í Fréttablaðið á föstudag þar sem hann sagði það stangast á við málfrelsisákvæði stjórnarskrár. Fréttablaðið sendi ráðuneytinu fyrirspurn um frumvarpið. Í svörum þess kemur fram að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hafi, í skýrslu um kosningar til Alþingis árið 2009, gert athugasemdir við að hér á landi væru engar reglur sem tryggðu nýjum stjórnmálaframboðum aðgang að umfjöllun í fjölmiðlum. Þá vanti einnig mótvægisaðgerðir til að rétta hlut þeirra gagnvart rótgrónum stjórnamálahreyfingum varðandi aðgang að fjölmiðlum. Í greinargerð með frumvarpinu er bannið einmitt rökstutt með vísan til lítilla og nýrra framboða. Bannið eigi að veita kjósendum frekara svigrúm til að mynda sér skoðun á kjördag og daginn fyrir kosningar. „Í slíkum tilvikum geta skoðanakannanir á síðasta degi fyrir kosningar haft þau áhrif að kjósendur velji frekar framboð sem talin eru líklegri, samkvæmt könnunum, til að hljóta sæti t.d. í sveitarstjórn eða á Alþingi.“ Katrín Jakobsdóttir segir að frumvarpið sé hugsað sem tillaga til umræðu um skýrari reglur um umfjöllun fjölmiðla fyrir kosningar, en sú umræða sé ekki nægilega þroskuð hér á landi. „Við fengum athugasemdir um að hér væru engar reglur og ræddum hugmyndir um auglýsingabann og ýmislegt fleira. Niðurstaðan var þessi tillaga, en við erum reiðubúin til að hlusta á öll sjónarmið í málinu.“ Greinargerð frumvarpsins vísar til þess að í Noregi og Frakklandi sé slíkt bann fyrir hendi og í síðarnefnda landinu sé birting skoðanakannana óheimil viku fyrir kosningar. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir að þar í landi hafi það sýnt sig að ófært sé að framfylgja slíku banni. Einfaldlega hafi verið leitað til fyrirtækja í öðrum löndum til að vinna kannanir sem hafi síðan verið birtar á netinu. „Í raun og veru er útilokað að fyrirbyggja þetta í samfélagi þar sem tölvur eru tengdar við net.“ Eiríkur segir engin vísindaleg gögn liggja fyrir því að kannanir séu skoðanamyndandi skömmu fyrir kjördag. Vissulega hafi þær áhrif á skoðanir fólks, en eigi að vinna á því þurfi að banna þær í mun lengri tíma, jafnvel um leið og eiginleg kosningabarátta hefst. „Á móti kemur að þetta er einnig réttur kjósenda til upplýsinga. Það er ekki bara galli að eitthvað sé skoðanamyndandi heldur getur það líka verið réttur kjósenda að velja sér stjórnmálaflokk út frá þeirri þekkingu sem fyrir liggur um stöðu flokkanna. Það er ekki andlýðræðislegt í sjálfu sér.“ Í svörum ráðuneytisins er vísað í dóm í Frakklandi frá 1999 um að bannið þar stangist ekki á við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi. Eiríkur Bergmann segir engu að síður ástæðu til að hafa áhyggjur af tjáningarfrelsinu, verði þessi leið farin. „Þá hlýtur það að ganga gegn hugmyndum um pólitískt siðferði að halda upplýsingum frá kjósendum, upplýsingum sem þeir geta notað sjálfir.“ kolbeinn@frettabladid.is Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira
Hvers vegna á að setja takmörk á birtingu skoðanakannana? Ný fjölmiðlalög leggja til bann við birtingu skoðanakannana skömmu fyrir kosningar. Stjórnmálafræðingur segir ekki hægt að framfylgja því. Þá hefti það aðgang almennings að upplýsingum. Unnið í samráði við stjórnmálaflokkana. Frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, mennta- og menningamálaráðherra, gerir ráð fyrir því að bann sé sett við birtingu skoðanakannana á kjördag og daginn fyrir kosningar. Komið hefur fram gagnrýni á þetta bann, til að mynda ritaði Pawel Bartoszek grein í Fréttablaðið á föstudag þar sem hann sagði það stangast á við málfrelsisákvæði stjórnarskrár. Fréttablaðið sendi ráðuneytinu fyrirspurn um frumvarpið. Í svörum þess kemur fram að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hafi, í skýrslu um kosningar til Alþingis árið 2009, gert athugasemdir við að hér á landi væru engar reglur sem tryggðu nýjum stjórnmálaframboðum aðgang að umfjöllun í fjölmiðlum. Þá vanti einnig mótvægisaðgerðir til að rétta hlut þeirra gagnvart rótgrónum stjórnamálahreyfingum varðandi aðgang að fjölmiðlum. Í greinargerð með frumvarpinu er bannið einmitt rökstutt með vísan til lítilla og nýrra framboða. Bannið eigi að veita kjósendum frekara svigrúm til að mynda sér skoðun á kjördag og daginn fyrir kosningar. „Í slíkum tilvikum geta skoðanakannanir á síðasta degi fyrir kosningar haft þau áhrif að kjósendur velji frekar framboð sem talin eru líklegri, samkvæmt könnunum, til að hljóta sæti t.d. í sveitarstjórn eða á Alþingi.“ Katrín Jakobsdóttir segir að frumvarpið sé hugsað sem tillaga til umræðu um skýrari reglur um umfjöllun fjölmiðla fyrir kosningar, en sú umræða sé ekki nægilega þroskuð hér á landi. „Við fengum athugasemdir um að hér væru engar reglur og ræddum hugmyndir um auglýsingabann og ýmislegt fleira. Niðurstaðan var þessi tillaga, en við erum reiðubúin til að hlusta á öll sjónarmið í málinu.“ Greinargerð frumvarpsins vísar til þess að í Noregi og Frakklandi sé slíkt bann fyrir hendi og í síðarnefnda landinu sé birting skoðanakannana óheimil viku fyrir kosningar. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur segir að þar í landi hafi það sýnt sig að ófært sé að framfylgja slíku banni. Einfaldlega hafi verið leitað til fyrirtækja í öðrum löndum til að vinna kannanir sem hafi síðan verið birtar á netinu. „Í raun og veru er útilokað að fyrirbyggja þetta í samfélagi þar sem tölvur eru tengdar við net.“ Eiríkur segir engin vísindaleg gögn liggja fyrir því að kannanir séu skoðanamyndandi skömmu fyrir kjördag. Vissulega hafi þær áhrif á skoðanir fólks, en eigi að vinna á því þurfi að banna þær í mun lengri tíma, jafnvel um leið og eiginleg kosningabarátta hefst. „Á móti kemur að þetta er einnig réttur kjósenda til upplýsinga. Það er ekki bara galli að eitthvað sé skoðanamyndandi heldur getur það líka verið réttur kjósenda að velja sér stjórnmálaflokk út frá þeirri þekkingu sem fyrir liggur um stöðu flokkanna. Það er ekki andlýðræðislegt í sjálfu sér.“ Í svörum ráðuneytisins er vísað í dóm í Frakklandi frá 1999 um að bannið þar stangist ekki á við ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi. Eiríkur Bergmann segir engu að síður ástæðu til að hafa áhyggjur af tjáningarfrelsinu, verði þessi leið farin. „Þá hlýtur það að ganga gegn hugmyndum um pólitískt siðferði að halda upplýsingum frá kjósendum, upplýsingum sem þeir geta notað sjálfir.“ kolbeinn@frettabladid.is
Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Sjá meira