Innlent

Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar til Bosniu-Herzegovinu

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar.
Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er á leiðinni til Sarajevo í Bosniu-Herzegovinu til að taka þar þátt í kosningaeftirliti á vegum Evrópuráðsins í Strassborg. "Ég fer ein héðan frá Íslandi og efast ég ekki um að þetta verði bæði lærdómsríkt og spennandi Mér stóð til boða að sækja um, gerði það og var valin til ferðarinnar ásamt 10 öðrum einstaklingum víðs vegar að úr Evrópu. Ég hef ferðast nokkuð um Balkanskagann og fannst spennandi að fá með þessum hætti að kynnast Bosniu Herzegovinu. Ferðin í heild tekur viku en kosningarnar fara fram 7. október. Við munum hafa aðsetur í Sarajevo en væntanlega fara eitthvað út á land í smærri hópum", sagði Aldís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×